Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar 27. ágúst 2025 07:02 Hvergi í veröldinni hefur tekist að reka opið sjókvíaeldi án þess að stórskaða villta laxastofna. Engar mótvægisaðgerðir eru til sem koma í veg fyrir það. Þetta eru vísindalegar staðreyndir. Þróun opins sjókvíaeldis á Íslandi er nákvæmlega í sama farvegi og annars staðar í veröldinni. Frjór eldislax sleppur og gengur upp í laxveiðiárnar, hrygnir og veldur erfðablöndun með villtum stofnum. Þá hefst eyðingin. Ísland er eina landið við Norður Atlantshaf sem enn geymir villta laxastofna og hefur getað boðið upp á blómlega atvinnustarfsemi í tengslum við laxveiðar. En nú gæti það breyst furðu fljótt ef áfram heldur sem horfir. Samkvæmt reynslunni í nágrannalöndum, þá er stöðugur seiðaleki úr opnum kvíum afkastamestur í erfðablönduninni. Á Íslandi er þessi seiðaleki viðvarandi, en aldrei tilkynnt um hann opinberlega. Sleppiseiðin verða að kynþroska fiskum í sjónum, ganga síðan í árnar og hrygna. Þessi fiskar þekkjast ekki frá villtum löxum í útliti og alls ekki í myndavélunum sem Hafrannsóknarstofnun hefur sett upp í nokkrum ám og telur til mótvægisaðgerða. Laxinn í opnu sjókvíunum á Íslandi er frjór, norskur lax. Það eitt og sér er í raun tilræði gegn villtum löxum og náttúrvernd. Í Noregi er bannað að nota framandi og útlenska stofna í opna eldinu, en leyft á Íslandi. Þetta jafngildir hreinni hryðjuverkaárás á íslenska náttúru. Nú berast fréttir nánast á hverjum degi að dregnir eru á land meintir eldislaxar úr íslenskum ám. Matvælastofnun, sem ber ábyrgð á eftirliti með eldisiðjunni, lýsir þá sérstaklega yfir, að staðan sé ekki alvarleg. Með öðrum orðum, að staðan sé bara í fínu lagi. Svo bætir forstjóri stofnunarinnar við, að svona eigi þetta að vera af því að áhættumat erfðablöndunar geri ráð fyrir 4% erfðablöndum. Mann setur hljóðan. Er það ásættanlegt, að norskur og frjór eldislax flæði aftur og aftur um íslenskar laxveiðiár og valdi erfðablöndum? Nú þegar liggja fyrir rannsóknir um, að erfðablöndun í mörgum laxveiðiám er komin langt yfir 4% og í tveggja stafa tölur. Allar opinberar stofnanir, sem að þessum málum koma, reyna að þagga það eins og kostur er. Matvælastofnun ætti að skoða það nánar Atvinnuvegaráðherra hlýtur í ljósi yfirlýsinga forstjórans að íhuga hvort hún sé starfi sínu vaxin og væri betur sett annars staðar, þar sem ábyrgð er léttvægari. Á sama tíma og eldislax flæðir um íslenskar ár og ógnar villtum laxastofnum, þá ákveður Síldarvinnslan á Neskaupstað að verja tveimur milljörðum í norska laxeldisfyrirtækið Arctic Fish sem einmitt hefur mikið verið í fréttum vegna tíðra slysasleppinga úr kvíum sínum á Vestfjörðum. Þessi fjárfesting er til viðbóðar þrettán milljarða kaupum á 33% hlut í hinu norska laxeldisfyrirtæki fyrir tveimur árum. Svo segir Síldarvinnslan í sérstakri yfirlýsingu, að öll áform um nýfjárfestingar í heimabyggð séu á köldum ís vegna fyrirhugaðrar hækkunar veiðigjalda. En það virðist ekki gilda um frekari fjárfestingar í norskri hryðjuverkaárás á vegum Arctic Fish á Vestfjörðum gegn íslenskri náttúru. Nú þarf að gyrða sig í brók. Fyrri ríkisstjórn lagði fram handónýtt frumvarp á Alþingi sem hefði leyft eldisiðjunni að halda áfram að eyða íslenskum laxastofnum hindrunarlaust. Ný ríkisstjórn verður að taka þétt utan um þessi mál. Setja strax bann á notkun á frjóum laxi af erlendum stofni í opnum kvíum. Það má gera með einfaldri reglugerð. Koma síðan með frumvarp sem bannar þetta hefðbundna opna netapokaeldi. Þetta er hrein tímaskekkja og sæmir ekki Íslendingum að leyfa svona hryðjuverk gegn náttúrunni. Allt laxeldi upp á land eða í lokaðar kvíar. Þessi tækni er öll í boði. Og nú þarf að bregðast skjótt við. Þá þarf að endurskoða allt eftirlitskerfið frá grunni, þannig að það verði starfi sínu vaxið. Ríkisstjórnin segist vera verkastjórn. Opið sjókvíaeldi er prófsteinn á það. Við ætlum ekki að fórna villtum laxastofnum fyrir norskt, opið sjókvíaeldi á Íslandi. Gunnlaugur Stefánsson, fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Gunnlaugur Stefánsson Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Sjá meira
Hvergi í veröldinni hefur tekist að reka opið sjókvíaeldi án þess að stórskaða villta laxastofna. Engar mótvægisaðgerðir eru til sem koma í veg fyrir það. Þetta eru vísindalegar staðreyndir. Þróun opins sjókvíaeldis á Íslandi er nákvæmlega í sama farvegi og annars staðar í veröldinni. Frjór eldislax sleppur og gengur upp í laxveiðiárnar, hrygnir og veldur erfðablöndun með villtum stofnum. Þá hefst eyðingin. Ísland er eina landið við Norður Atlantshaf sem enn geymir villta laxastofna og hefur getað boðið upp á blómlega atvinnustarfsemi í tengslum við laxveiðar. En nú gæti það breyst furðu fljótt ef áfram heldur sem horfir. Samkvæmt reynslunni í nágrannalöndum, þá er stöðugur seiðaleki úr opnum kvíum afkastamestur í erfðablönduninni. Á Íslandi er þessi seiðaleki viðvarandi, en aldrei tilkynnt um hann opinberlega. Sleppiseiðin verða að kynþroska fiskum í sjónum, ganga síðan í árnar og hrygna. Þessi fiskar þekkjast ekki frá villtum löxum í útliti og alls ekki í myndavélunum sem Hafrannsóknarstofnun hefur sett upp í nokkrum ám og telur til mótvægisaðgerða. Laxinn í opnu sjókvíunum á Íslandi er frjór, norskur lax. Það eitt og sér er í raun tilræði gegn villtum löxum og náttúrvernd. Í Noregi er bannað að nota framandi og útlenska stofna í opna eldinu, en leyft á Íslandi. Þetta jafngildir hreinni hryðjuverkaárás á íslenska náttúru. Nú berast fréttir nánast á hverjum degi að dregnir eru á land meintir eldislaxar úr íslenskum ám. Matvælastofnun, sem ber ábyrgð á eftirliti með eldisiðjunni, lýsir þá sérstaklega yfir, að staðan sé ekki alvarleg. Með öðrum orðum, að staðan sé bara í fínu lagi. Svo bætir forstjóri stofnunarinnar við, að svona eigi þetta að vera af því að áhættumat erfðablöndunar geri ráð fyrir 4% erfðablöndum. Mann setur hljóðan. Er það ásættanlegt, að norskur og frjór eldislax flæði aftur og aftur um íslenskar laxveiðiár og valdi erfðablöndum? Nú þegar liggja fyrir rannsóknir um, að erfðablöndun í mörgum laxveiðiám er komin langt yfir 4% og í tveggja stafa tölur. Allar opinberar stofnanir, sem að þessum málum koma, reyna að þagga það eins og kostur er. Matvælastofnun ætti að skoða það nánar Atvinnuvegaráðherra hlýtur í ljósi yfirlýsinga forstjórans að íhuga hvort hún sé starfi sínu vaxin og væri betur sett annars staðar, þar sem ábyrgð er léttvægari. Á sama tíma og eldislax flæðir um íslenskar ár og ógnar villtum laxastofnum, þá ákveður Síldarvinnslan á Neskaupstað að verja tveimur milljörðum í norska laxeldisfyrirtækið Arctic Fish sem einmitt hefur mikið verið í fréttum vegna tíðra slysasleppinga úr kvíum sínum á Vestfjörðum. Þessi fjárfesting er til viðbóðar þrettán milljarða kaupum á 33% hlut í hinu norska laxeldisfyrirtæki fyrir tveimur árum. Svo segir Síldarvinnslan í sérstakri yfirlýsingu, að öll áform um nýfjárfestingar í heimabyggð séu á köldum ís vegna fyrirhugaðrar hækkunar veiðigjalda. En það virðist ekki gilda um frekari fjárfestingar í norskri hryðjuverkaárás á vegum Arctic Fish á Vestfjörðum gegn íslenskri náttúru. Nú þarf að gyrða sig í brók. Fyrri ríkisstjórn lagði fram handónýtt frumvarp á Alþingi sem hefði leyft eldisiðjunni að halda áfram að eyða íslenskum laxastofnum hindrunarlaust. Ný ríkisstjórn verður að taka þétt utan um þessi mál. Setja strax bann á notkun á frjóum laxi af erlendum stofni í opnum kvíum. Það má gera með einfaldri reglugerð. Koma síðan með frumvarp sem bannar þetta hefðbundna opna netapokaeldi. Þetta er hrein tímaskekkja og sæmir ekki Íslendingum að leyfa svona hryðjuverk gegn náttúrunni. Allt laxeldi upp á land eða í lokaðar kvíar. Þessi tækni er öll í boði. Og nú þarf að bregðast skjótt við. Þá þarf að endurskoða allt eftirlitskerfið frá grunni, þannig að það verði starfi sínu vaxið. Ríkisstjórnin segist vera verkastjórn. Opið sjókvíaeldi er prófsteinn á það. Við ætlum ekki að fórna villtum laxastofnum fyrir norskt, opið sjókvíaeldi á Íslandi. Gunnlaugur Stefánsson, fyrrverandi alþingismaður.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun