Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar 26. ágúst 2025 13:32 Nýlega kom fram í fréttum að orku- og umhverfisráðherra mundi ekki beita sér fyrir rannsóknum og olíuleit á Drekasvæðinu – en myndi ekki heldur beita sér fyrir banni á olíuleit á þessum slóðum. Sætir furðu að sá stjórnmálamaður sem ber ábyrgð á aðgerðum í umhverfisvernd og aðgerðaáætlun í loftslagtsmálum skuli ekki vilja ganga hreint til verks í þessu efni á tímum hamfarahlýnunar. Að auki er merkilegt að ræða um verndun 30% af efnahagslögsögu Íslands í hafinu kringum landið, jafnvel árið 2028, ef ekki er byrjað á því að banna olíuleit, en vitað er að slík starfsemi getur skaðað lífríki sjávar. Þá er auðvitað beint orsakasamband milli olíuleitar og aukinnar loftslagsvár. Leit að olíu hlýtur að vera rekin áfram af gróðavoninni að finna og vinna olíu. Olíuvinnsla þýðir olíunotkun en brennsla á olíu sem öðru jarðefnaeldsneyti er að mati vísindamanna helsta ástæðan fyrir hækkun hitastigs á jörðinni. Þetta vitum við flest og þurfum ekki vitnanna við; bráðnun jökla, breyting á hafstraumum og breytt veðurfar á Íslandi sem öðrum löndum með aftakaúrkomu eða þurrkum, skógareldum og skriðuföllum segir sína sögu. Að ótöldum breytingum á lífríki í sjó og á landi. Aldin, eldri aðgerðarsinnar gegn loftslagsvá skorar á orku-og umhverfisráðherra að senda þjóð og umheiminum skýr skilaboð í loftslagsmálum. Hamfarahlýnun af manna völdum er stærsta váin sem steðjar að mannkyni og reyndar öllu lífríki til lengri tíma. Við krefjumst þess að ráðherrann taki af öll tvímæli og beiti sér fyrir banni á olíuleit á íslenska landgrunninu. F.h. stjórnar Aldins, eldri aðgerðasinna gegn loftslagsvá Halldór Reynisson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Olíuleit á Drekasvæði Jarðefnaeldsneyti Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Skoðun Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Nýlega kom fram í fréttum að orku- og umhverfisráðherra mundi ekki beita sér fyrir rannsóknum og olíuleit á Drekasvæðinu – en myndi ekki heldur beita sér fyrir banni á olíuleit á þessum slóðum. Sætir furðu að sá stjórnmálamaður sem ber ábyrgð á aðgerðum í umhverfisvernd og aðgerðaáætlun í loftslagtsmálum skuli ekki vilja ganga hreint til verks í þessu efni á tímum hamfarahlýnunar. Að auki er merkilegt að ræða um verndun 30% af efnahagslögsögu Íslands í hafinu kringum landið, jafnvel árið 2028, ef ekki er byrjað á því að banna olíuleit, en vitað er að slík starfsemi getur skaðað lífríki sjávar. Þá er auðvitað beint orsakasamband milli olíuleitar og aukinnar loftslagsvár. Leit að olíu hlýtur að vera rekin áfram af gróðavoninni að finna og vinna olíu. Olíuvinnsla þýðir olíunotkun en brennsla á olíu sem öðru jarðefnaeldsneyti er að mati vísindamanna helsta ástæðan fyrir hækkun hitastigs á jörðinni. Þetta vitum við flest og þurfum ekki vitnanna við; bráðnun jökla, breyting á hafstraumum og breytt veðurfar á Íslandi sem öðrum löndum með aftakaúrkomu eða þurrkum, skógareldum og skriðuföllum segir sína sögu. Að ótöldum breytingum á lífríki í sjó og á landi. Aldin, eldri aðgerðarsinnar gegn loftslagsvá skorar á orku-og umhverfisráðherra að senda þjóð og umheiminum skýr skilaboð í loftslagsmálum. Hamfarahlýnun af manna völdum er stærsta váin sem steðjar að mannkyni og reyndar öllu lífríki til lengri tíma. Við krefjumst þess að ráðherrann taki af öll tvímæli og beiti sér fyrir banni á olíuleit á íslenska landgrunninu. F.h. stjórnar Aldins, eldri aðgerðasinna gegn loftslagsvá Halldór Reynisson
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun