Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Lovísa Arnardóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 26. ágúst 2025 11:58 Þorgerður Katrín segir Íslandi alltaf hafa farnast best að fylgja líkt þenkjandi þjóðum. Vísir/Ívar Fannar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra stefnir að því að kynna nýtt minnisblað fyrir ríkisstjórn í næstu viku og þá möguleika sem íslenska ríkið hefur til að beita, til dæmis, ísraelska ríkið refsiaðgerðum vegna stríðsins á Gasa og stöðunnar fyrir botni Miðjarðarhafs. Þorgerður segir íslensk stjórnvöld almennt hafa talið það farsælt að vera í samfloti við aðrar líkt þenkjandi þjóðir þegar kemur að slíkum aðgerðum. „Við erum að skoða ýmsa möguleika og hvað raunverulega er hægt að gera í þessu.“ Hún segir stjórnvöld einnig binda vonir við mögulegar aðgerðir Evrópusambandsins og annarra þjóða vegna aðstæðna bæði á Gasa og vegna yfirtöku Ísraela á Vesturbakkanum en segir að á sama tíma sé verið að mylja undan þeim möguleika að Palestína verði sjálfstætt ríki. Fordæmdu ákvörðun um yfirtöku Ísland var eitt 25 ríkja sem fordæmdi í síðustu viku ákvörðun ísraelska yfirvalda um að samþykkja nýjar landtökubyggðir á Vesturbakkanum. Í yfirlýsingunni var farið fram á að þessi ákvörðun yrði afturkölluð og ítrekað að hún gangi gegn alþjóðalögum. „Gleymum því ekki að við Íslendingar höfum allt frá stofnun Ísraelsríkis stutt það að það væri ríki gyðinga og það væri ríki Araba,“ sagði Þorgerður Katrín við lok fundar ríkisstjórnar í dag. Ísland styrkji sambönd sín við einstaka ríki og ríkjasambönd Hún ræddi einnig komu æðsta yfirmanns þýska hersins til landsins. „Heimsókn hans undirstrikar þann þunga og þann mikla fókus sem ekki bara Ísland, heldur aðildarríki NATO, eru að setja á Norðurslóðir og Norður-Atlantshafið. Við þurfum að hafa varann á,“ segir Þorgerður. Öryggisógnirnar séu með þeim hætti að „þessi líkt þenkjandi ríki“ innan NATO þurfi að standa saman sem aldrei fyrr. „Þetta er það sem við höfum verið að vinna að þetta árið,“ segir Þorgerður en hægri hönd yfirmanns varnarmála í Þýskalandi kom hingað í heimsókn í janúar. Frá því hafi innan ráðuneytisins verið unnið að bréfi sem eigi að sýna fram á vilja Íslands til samstarfs við Þjóðverja. Vilja vera mikilvægur bandamaður Það sé í samræmi við stefnu stjórnvalda um að auka varnar- og öryggissambönd bæði við ríkjasambönd en einnig við einstök ríki. Það sé verið að leggja lokahönd á samning við Finna á næstu vikum og stjórnvöld hafi verið í samtali við bæði Kanada og Þýskalands. „Allt til að styrkja okkar öryggi, efla okkar öryggi en líka til þess að verða þessi mikilvægi bandamaður í Atlantshafinu.“ Hvað varðar fjárframlög til varnarmála segir Þorgerður unnið að því að gera allt sem hægt er svo Ísland geti staðið við þær skuldbindingar sem það hefur sem aðildarríki að Atlantshafsbandalaginu. Utanríkismál Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Þýskaland Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari hefur kallað eftir því að Silju Báru Ómarsdóttur rektor Háskóla Íslands verði vikið úr starfi vegna aðgerðarleysis í garð þess sem hann kallar árás á tjáningarfrelsi og skýrt brot á hlutverki háskólans. 25. ágúst 2025 22:44 Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Ísraelsher varpaði sprengjum á sjúkrahús í Khan Younis-borg á sunnanverðu Gasasvæðinu í dag og skömmu síðar vörpuðu þeir annarri eftir að heilbrigðisstarfsfólk hafði flykkst að til að hlúa að þeim særðu. Tuttugu hið minnsta voru drepin og þar á meðal voru fimm blaðamenn. 25. ágúst 2025 19:17 Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Eyal Zamir, yfirmaður herafla Ísraels, er sagður þrýsta á um það að stjórnvöld gangi að samningum við Hamas um lausn þeirra gísla sem enn eru í haldi á Gasa. 25. ágúst 2025 07:57 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira
Þorgerður segir íslensk stjórnvöld almennt hafa talið það farsælt að vera í samfloti við aðrar líkt þenkjandi þjóðir þegar kemur að slíkum aðgerðum. „Við erum að skoða ýmsa möguleika og hvað raunverulega er hægt að gera í þessu.“ Hún segir stjórnvöld einnig binda vonir við mögulegar aðgerðir Evrópusambandsins og annarra þjóða vegna aðstæðna bæði á Gasa og vegna yfirtöku Ísraela á Vesturbakkanum en segir að á sama tíma sé verið að mylja undan þeim möguleika að Palestína verði sjálfstætt ríki. Fordæmdu ákvörðun um yfirtöku Ísland var eitt 25 ríkja sem fordæmdi í síðustu viku ákvörðun ísraelska yfirvalda um að samþykkja nýjar landtökubyggðir á Vesturbakkanum. Í yfirlýsingunni var farið fram á að þessi ákvörðun yrði afturkölluð og ítrekað að hún gangi gegn alþjóðalögum. „Gleymum því ekki að við Íslendingar höfum allt frá stofnun Ísraelsríkis stutt það að það væri ríki gyðinga og það væri ríki Araba,“ sagði Þorgerður Katrín við lok fundar ríkisstjórnar í dag. Ísland styrkji sambönd sín við einstaka ríki og ríkjasambönd Hún ræddi einnig komu æðsta yfirmanns þýska hersins til landsins. „Heimsókn hans undirstrikar þann þunga og þann mikla fókus sem ekki bara Ísland, heldur aðildarríki NATO, eru að setja á Norðurslóðir og Norður-Atlantshafið. Við þurfum að hafa varann á,“ segir Þorgerður. Öryggisógnirnar séu með þeim hætti að „þessi líkt þenkjandi ríki“ innan NATO þurfi að standa saman sem aldrei fyrr. „Þetta er það sem við höfum verið að vinna að þetta árið,“ segir Þorgerður en hægri hönd yfirmanns varnarmála í Þýskalandi kom hingað í heimsókn í janúar. Frá því hafi innan ráðuneytisins verið unnið að bréfi sem eigi að sýna fram á vilja Íslands til samstarfs við Þjóðverja. Vilja vera mikilvægur bandamaður Það sé í samræmi við stefnu stjórnvalda um að auka varnar- og öryggissambönd bæði við ríkjasambönd en einnig við einstök ríki. Það sé verið að leggja lokahönd á samning við Finna á næstu vikum og stjórnvöld hafi verið í samtali við bæði Kanada og Þýskalands. „Allt til að styrkja okkar öryggi, efla okkar öryggi en líka til þess að verða þessi mikilvægi bandamaður í Atlantshafinu.“ Hvað varðar fjárframlög til varnarmála segir Þorgerður unnið að því að gera allt sem hægt er svo Ísland geti staðið við þær skuldbindingar sem það hefur sem aðildarríki að Atlantshafsbandalaginu.
Utanríkismál Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Þýskaland Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari hefur kallað eftir því að Silju Báru Ómarsdóttur rektor Háskóla Íslands verði vikið úr starfi vegna aðgerðarleysis í garð þess sem hann kallar árás á tjáningarfrelsi og skýrt brot á hlutverki háskólans. 25. ágúst 2025 22:44 Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Ísraelsher varpaði sprengjum á sjúkrahús í Khan Younis-borg á sunnanverðu Gasasvæðinu í dag og skömmu síðar vörpuðu þeir annarri eftir að heilbrigðisstarfsfólk hafði flykkst að til að hlúa að þeim særðu. Tuttugu hið minnsta voru drepin og þar á meðal voru fimm blaðamenn. 25. ágúst 2025 19:17 Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Eyal Zamir, yfirmaður herafla Ísraels, er sagður þrýsta á um það að stjórnvöld gangi að samningum við Hamas um lausn þeirra gísla sem enn eru í haldi á Gasa. 25. ágúst 2025 07:57 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira
„Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari hefur kallað eftir því að Silju Báru Ómarsdóttur rektor Háskóla Íslands verði vikið úr starfi vegna aðgerðarleysis í garð þess sem hann kallar árás á tjáningarfrelsi og skýrt brot á hlutverki háskólans. 25. ágúst 2025 22:44
Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Ísraelsher varpaði sprengjum á sjúkrahús í Khan Younis-borg á sunnanverðu Gasasvæðinu í dag og skömmu síðar vörpuðu þeir annarri eftir að heilbrigðisstarfsfólk hafði flykkst að til að hlúa að þeim særðu. Tuttugu hið minnsta voru drepin og þar á meðal voru fimm blaðamenn. 25. ágúst 2025 19:17
Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Eyal Zamir, yfirmaður herafla Ísraels, er sagður þrýsta á um það að stjórnvöld gangi að samningum við Hamas um lausn þeirra gísla sem enn eru í haldi á Gasa. 25. ágúst 2025 07:57