Segir að Dowman sé eins og Messi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. ágúst 2025 08:30 Max Dowman átti eftirminnilega innkomu í leik Arsenal og Leeds United. epa/ANDY RAIN Theo Walcott sparaði ekki stóru orðin þegar hann fjallaði um frammistöðu hins fimmtán ára Max Dowman í 5-0 sigri Arsenal á Leeds United í ensku úrvalsdeildinni. Hann sagði að strákurinn spilaði eins og sjálfur Lionel Messi. Dowman lék sinn fyrsta leik fyrir Arsenal gegn Leeds á laugardaginn. Hann lét til sín taka, sýndi góða takta og fiskaði meðal annars vítaspyrnu sem Viktor Gyökeres skoraði úr. Walcott, sem lék með Arsenal í tólf ár, hreifst af innkomu Dowmans og sérstaklega af því hvernig hann fór með boltann. „Það sem er hrífandi er að Mikel Arteta leyfi honum að gera þetta því þetta er hans styrkur. Hann ber boltann áfram og er fljótari með hann,“ sagði Walcott. „Hann er eins og Messi. Ég man eftir að hafa spilað við Messi. Þegar hann var ekki með boltann var hann ekkert sérstaklega fljótur. Kannski var það vegna þess að ég var fljótari en flestir. En þegar hann fékk boltann sveif hann framhjá mönnum, framhjá mér auðveldlega. Dowman hefur þetta.“ Walcott var einnig hrifinn af því hvernig Dowman bar sig inni á vellinum og sagði að strákurinn hefði verið algjörlega óhræddur. „Hann hefur hæfileika sem er ekki hægt að kenna því hann spilar af svo miklu frjálsræði. Stundum tölum við um að það sé leiðinlegt að horfa á fótbolta. Það er ekki leiðinlegt að fylgjast með honum,“ sagði Walcott. „Hann er alltaf svo jákvæður þegar hann er með boltann og ég kann að meta svoleiðis leikmenn. Þeir eru hressandi.“ Dowman fæddist á gamlársdag 2009 og því eru enn nokkrir mánuðir þar til hann verður sextán ára. Arsenal er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir tvær umferðir, með sex stig og markatöluna 6-0. Enski boltinn Tengdar fréttir Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Bukayo Saka, kantmaður Arsenal, fór meiddur af velli í leik liðsins við Leeds United á laugardag. Hann verður frá um hríð og missir af mikilvægum leik við Englandsmeistara Liverpool. 25. ágúst 2025 09:25 Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Hinn 15 ára gamli Max Dowman skráði sig í sögubækurnar í dag þegar hann kom inn á sem varamaður í leik Arsenal og Leeds en Dowman varð þar með annar yngsti leikmaður í sögu deildarinnar og jafnframt aðeins sá þriðji sem þreytir frumraun sína 15 ára gamall. 23. ágúst 2025 23:01 Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Arsenal hefur nú formlega tilkynnt um kaupin á enska landsliðsmanninum Eberechi Eze frá Crystal Palace. Kaupverðið nemur 60 milljónum punda að meðtöldum 8 milljóna punda aukagreiðslum. 23. ágúst 2025 16:20 Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Arsenal er með fullt hús stiga eftir tvær fyrstu umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni en liðið vann öruggan 5-0 sigur á Leeds í dag. 23. ágúst 2025 16:01 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir West Ham - Newcastle | Hamrarnir berjast við botninn Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Sjá meira
Dowman lék sinn fyrsta leik fyrir Arsenal gegn Leeds á laugardaginn. Hann lét til sín taka, sýndi góða takta og fiskaði meðal annars vítaspyrnu sem Viktor Gyökeres skoraði úr. Walcott, sem lék með Arsenal í tólf ár, hreifst af innkomu Dowmans og sérstaklega af því hvernig hann fór með boltann. „Það sem er hrífandi er að Mikel Arteta leyfi honum að gera þetta því þetta er hans styrkur. Hann ber boltann áfram og er fljótari með hann,“ sagði Walcott. „Hann er eins og Messi. Ég man eftir að hafa spilað við Messi. Þegar hann var ekki með boltann var hann ekkert sérstaklega fljótur. Kannski var það vegna þess að ég var fljótari en flestir. En þegar hann fékk boltann sveif hann framhjá mönnum, framhjá mér auðveldlega. Dowman hefur þetta.“ Walcott var einnig hrifinn af því hvernig Dowman bar sig inni á vellinum og sagði að strákurinn hefði verið algjörlega óhræddur. „Hann hefur hæfileika sem er ekki hægt að kenna því hann spilar af svo miklu frjálsræði. Stundum tölum við um að það sé leiðinlegt að horfa á fótbolta. Það er ekki leiðinlegt að fylgjast með honum,“ sagði Walcott. „Hann er alltaf svo jákvæður þegar hann er með boltann og ég kann að meta svoleiðis leikmenn. Þeir eru hressandi.“ Dowman fæddist á gamlársdag 2009 og því eru enn nokkrir mánuðir þar til hann verður sextán ára. Arsenal er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir tvær umferðir, með sex stig og markatöluna 6-0.
Enski boltinn Tengdar fréttir Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Bukayo Saka, kantmaður Arsenal, fór meiddur af velli í leik liðsins við Leeds United á laugardag. Hann verður frá um hríð og missir af mikilvægum leik við Englandsmeistara Liverpool. 25. ágúst 2025 09:25 Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Hinn 15 ára gamli Max Dowman skráði sig í sögubækurnar í dag þegar hann kom inn á sem varamaður í leik Arsenal og Leeds en Dowman varð þar með annar yngsti leikmaður í sögu deildarinnar og jafnframt aðeins sá þriðji sem þreytir frumraun sína 15 ára gamall. 23. ágúst 2025 23:01 Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Arsenal hefur nú formlega tilkynnt um kaupin á enska landsliðsmanninum Eberechi Eze frá Crystal Palace. Kaupverðið nemur 60 milljónum punda að meðtöldum 8 milljóna punda aukagreiðslum. 23. ágúst 2025 16:20 Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Arsenal er með fullt hús stiga eftir tvær fyrstu umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni en liðið vann öruggan 5-0 sigur á Leeds í dag. 23. ágúst 2025 16:01 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir West Ham - Newcastle | Hamrarnir berjast við botninn Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Sjá meira
Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Bukayo Saka, kantmaður Arsenal, fór meiddur af velli í leik liðsins við Leeds United á laugardag. Hann verður frá um hríð og missir af mikilvægum leik við Englandsmeistara Liverpool. 25. ágúst 2025 09:25
Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Hinn 15 ára gamli Max Dowman skráði sig í sögubækurnar í dag þegar hann kom inn á sem varamaður í leik Arsenal og Leeds en Dowman varð þar með annar yngsti leikmaður í sögu deildarinnar og jafnframt aðeins sá þriðji sem þreytir frumraun sína 15 ára gamall. 23. ágúst 2025 23:01
Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Arsenal hefur nú formlega tilkynnt um kaupin á enska landsliðsmanninum Eberechi Eze frá Crystal Palace. Kaupverðið nemur 60 milljónum punda að meðtöldum 8 milljóna punda aukagreiðslum. 23. ágúst 2025 16:20
Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Arsenal er með fullt hús stiga eftir tvær fyrstu umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni en liðið vann öruggan 5-0 sigur á Leeds í dag. 23. ágúst 2025 16:01