Segir að Dowman sé eins og Messi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. ágúst 2025 08:30 Max Dowman átti eftirminnilega innkomu í leik Arsenal og Leeds United. epa/ANDY RAIN Theo Walcott sparaði ekki stóru orðin þegar hann fjallaði um frammistöðu hins fimmtán ára Max Dowman í 5-0 sigri Arsenal á Leeds United í ensku úrvalsdeildinni. Hann sagði að strákurinn spilaði eins og sjálfur Lionel Messi. Dowman lék sinn fyrsta leik fyrir Arsenal gegn Leeds á laugardaginn. Hann lét til sín taka, sýndi góða takta og fiskaði meðal annars vítaspyrnu sem Viktor Gyökeres skoraði úr. Walcott, sem lék með Arsenal í tólf ár, hreifst af innkomu Dowmans og sérstaklega af því hvernig hann fór með boltann. „Það sem er hrífandi er að Mikel Arteta leyfi honum að gera þetta því þetta er hans styrkur. Hann ber boltann áfram og er fljótari með hann,“ sagði Walcott. „Hann er eins og Messi. Ég man eftir að hafa spilað við Messi. Þegar hann var ekki með boltann var hann ekkert sérstaklega fljótur. Kannski var það vegna þess að ég var fljótari en flestir. En þegar hann fékk boltann sveif hann framhjá mönnum, framhjá mér auðveldlega. Dowman hefur þetta.“ Walcott var einnig hrifinn af því hvernig Dowman bar sig inni á vellinum og sagði að strákurinn hefði verið algjörlega óhræddur. „Hann hefur hæfileika sem er ekki hægt að kenna því hann spilar af svo miklu frjálsræði. Stundum tölum við um að það sé leiðinlegt að horfa á fótbolta. Það er ekki leiðinlegt að fylgjast með honum,“ sagði Walcott. „Hann er alltaf svo jákvæður þegar hann er með boltann og ég kann að meta svoleiðis leikmenn. Þeir eru hressandi.“ Dowman fæddist á gamlársdag 2009 og því eru enn nokkrir mánuðir þar til hann verður sextán ára. Arsenal er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir tvær umferðir, með sex stig og markatöluna 6-0. Enski boltinn Tengdar fréttir Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Bukayo Saka, kantmaður Arsenal, fór meiddur af velli í leik liðsins við Leeds United á laugardag. Hann verður frá um hríð og missir af mikilvægum leik við Englandsmeistara Liverpool. 25. ágúst 2025 09:25 Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Hinn 15 ára gamli Max Dowman skráði sig í sögubækurnar í dag þegar hann kom inn á sem varamaður í leik Arsenal og Leeds en Dowman varð þar með annar yngsti leikmaður í sögu deildarinnar og jafnframt aðeins sá þriðji sem þreytir frumraun sína 15 ára gamall. 23. ágúst 2025 23:01 Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Arsenal hefur nú formlega tilkynnt um kaupin á enska landsliðsmanninum Eberechi Eze frá Crystal Palace. Kaupverðið nemur 60 milljónum punda að meðtöldum 8 milljóna punda aukagreiðslum. 23. ágúst 2025 16:20 Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Arsenal er með fullt hús stiga eftir tvær fyrstu umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni en liðið vann öruggan 5-0 sigur á Leeds í dag. 23. ágúst 2025 16:01 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Sjá meira
Dowman lék sinn fyrsta leik fyrir Arsenal gegn Leeds á laugardaginn. Hann lét til sín taka, sýndi góða takta og fiskaði meðal annars vítaspyrnu sem Viktor Gyökeres skoraði úr. Walcott, sem lék með Arsenal í tólf ár, hreifst af innkomu Dowmans og sérstaklega af því hvernig hann fór með boltann. „Það sem er hrífandi er að Mikel Arteta leyfi honum að gera þetta því þetta er hans styrkur. Hann ber boltann áfram og er fljótari með hann,“ sagði Walcott. „Hann er eins og Messi. Ég man eftir að hafa spilað við Messi. Þegar hann var ekki með boltann var hann ekkert sérstaklega fljótur. Kannski var það vegna þess að ég var fljótari en flestir. En þegar hann fékk boltann sveif hann framhjá mönnum, framhjá mér auðveldlega. Dowman hefur þetta.“ Walcott var einnig hrifinn af því hvernig Dowman bar sig inni á vellinum og sagði að strákurinn hefði verið algjörlega óhræddur. „Hann hefur hæfileika sem er ekki hægt að kenna því hann spilar af svo miklu frjálsræði. Stundum tölum við um að það sé leiðinlegt að horfa á fótbolta. Það er ekki leiðinlegt að fylgjast með honum,“ sagði Walcott. „Hann er alltaf svo jákvæður þegar hann er með boltann og ég kann að meta svoleiðis leikmenn. Þeir eru hressandi.“ Dowman fæddist á gamlársdag 2009 og því eru enn nokkrir mánuðir þar til hann verður sextán ára. Arsenal er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir tvær umferðir, með sex stig og markatöluna 6-0.
Enski boltinn Tengdar fréttir Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Bukayo Saka, kantmaður Arsenal, fór meiddur af velli í leik liðsins við Leeds United á laugardag. Hann verður frá um hríð og missir af mikilvægum leik við Englandsmeistara Liverpool. 25. ágúst 2025 09:25 Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Hinn 15 ára gamli Max Dowman skráði sig í sögubækurnar í dag þegar hann kom inn á sem varamaður í leik Arsenal og Leeds en Dowman varð þar með annar yngsti leikmaður í sögu deildarinnar og jafnframt aðeins sá þriðji sem þreytir frumraun sína 15 ára gamall. 23. ágúst 2025 23:01 Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Arsenal hefur nú formlega tilkynnt um kaupin á enska landsliðsmanninum Eberechi Eze frá Crystal Palace. Kaupverðið nemur 60 milljónum punda að meðtöldum 8 milljóna punda aukagreiðslum. 23. ágúst 2025 16:20 Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Arsenal er með fullt hús stiga eftir tvær fyrstu umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni en liðið vann öruggan 5-0 sigur á Leeds í dag. 23. ágúst 2025 16:01 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Sjá meira
Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Bukayo Saka, kantmaður Arsenal, fór meiddur af velli í leik liðsins við Leeds United á laugardag. Hann verður frá um hríð og missir af mikilvægum leik við Englandsmeistara Liverpool. 25. ágúst 2025 09:25
Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Hinn 15 ára gamli Max Dowman skráði sig í sögubækurnar í dag þegar hann kom inn á sem varamaður í leik Arsenal og Leeds en Dowman varð þar með annar yngsti leikmaður í sögu deildarinnar og jafnframt aðeins sá þriðji sem þreytir frumraun sína 15 ára gamall. 23. ágúst 2025 23:01
Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Arsenal hefur nú formlega tilkynnt um kaupin á enska landsliðsmanninum Eberechi Eze frá Crystal Palace. Kaupverðið nemur 60 milljónum punda að meðtöldum 8 milljóna punda aukagreiðslum. 23. ágúst 2025 16:20
Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Arsenal er með fullt hús stiga eftir tvær fyrstu umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni en liðið vann öruggan 5-0 sigur á Leeds í dag. 23. ágúst 2025 16:01