„Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. ágúst 2025 22:44 Jón Steinar vill að rektor Háskóla Íslands verði tafarlaust vikið úr starfi. Vísir/Samsett Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari hefur kallað eftir því að Silju Báru Ómarsdóttur rektor Háskóla Íslands verði vikið úr starfi vegna aðgerðarleysis í garð þess sem hann kallar árás á tjáningarfrelsi og skýrt brot á hlutverki háskólans. Hann birti í dag grein á heimasíðu sinni þar sem hann segir það hljóta að vera skýlaus krafa allra þeirra sem segjast styðja tjáningarfrelsi að víkjaberi þessum æðsta yfirmanni skólans þegar í stað úr starfi, meðal annars. Tilefni þessara skrifa var fyrirlestur sem til stóð að hagfræðiprófessorinn Gil Epstein héldi um áhrif gervigreindar á vinnumarkað og lífeyrismál. Epstein er ísraelskur og starfar við ísraelskan háskóla og því hleyptu mótmælendur fundinum upp og komu í veg fyrir að hann flytti erindi sitt. Ingólfur Gíslason lektor var á meðal mótmælenda. Fyrirlesturinn átti að fara fram fyrr í mánuðinum en síðan þá hefur Silja Bára rektor ekkert tjáð sig um málið. Fyrirlesturinn var haldinn á vegum Rannsóknarstofnunarinnar um lífeyrismál (PRICE) sem er háskólastofnun og ber því Háskóli Íslands ábyrgð á skuldbindingum hennar. „Það er að mínu mati aðalmálið að Háskóli Íslands, einhvers konar kjarnastofnun fyrir það að virða tjáningarfrelsi, skuli þegja þunnu hljóði þegar búið er að stöðva með ólátum fyrirlestur sem verið er að flytja á vegum skólans. Ég tel að þetta sé svo skýrt brot á starfi skólans að sá yfirmaður, rektor í þessu tilfelli, segi ekki eitt einasta orð þegar búið er að upplýsa um þetta og enginn ágreiningur er um hvernig þetta gerðist, verði bara að víkja úr starfi. Ætlum við að reka Háskóla Íslands þannig að yfirvöldin þar heimili svona truflanir á ræðuhöldum ef yfirvöldin eru ekki sammála því sem ræðumaður er að segja? Þetta er að mínu mati óboðlegt og Háskóla Íslands ósæmandi,“ segir Jón Steinar í Reykjavík síðdegis í dag. Þögnin sama og stuðningur Hann segir alla málsaðila sammála um málsatvik og því sé erfitt að túlka þögn hennar sem stuðningsyfirlýsingu. „Ég segi bara þögn er sama og samþykki,“ segir Jón Steinar. Var þarna tekin óþarfa áhætta? „Eins og það sé eitthvað athugavert við það að fá mann sem hefur sérþekkingu í þessu efni til að koma og flytja erindi um það. Átti einhver að geta ímyndað sér það að það yrði veist að manninum með þessu, mér liggur við að segja, ofbeldi þegar hann var að flytja þetta erindi?“ segir Jón Steinar þá. „Hér eru menn að reyna að finna réttlætingu eftir á fyrir framferði sem í öllum tilvikum er algjörlega ósamboðin þeim sem starfa í Háskóla Íslands,“ bætir hann við. Menn njóti málfrelsis sama hverrar skoðunar Jón Steinar segir rektor þegar í stað hafa átt að afla upplýsinga hjá þeim sem viðstaddir voru fundinn og í það minnsta áminna þá starfsmenn háskólans sem tóku þátt. Einnig hafi hann átt að láta það koma fram opinberlega að hann vísaði framkomu af þessu tagi til föðurhúsanna. „Við viljum það að menn njóti málsfrelsis alveg sama á hvaða skoðun þeir eru. Það er einmitt oft gott til dæmis þar sem átök eru að það séu tjáningar á báðum hliðum. Það er friðvænlegt að menn tali saman og skiptist á skoðunum. En þetta fólk sem hagar sér svona og þeir eru fleiri en háskólarektor áreiðanlega. Það vill þagga niður í þeim sem það er sjálft ósammála,“ segir hann. Eigum við eftir að sjá meira af þessu? „Það blasir auðvitað við að ef háskólayfirvöld segja ekki orð yfir framkomu af þessu tagi þá munu kannski í framtíðinni einvher sem geðjast það að haga sér svona gera það bara. Vitandi það að yfirvöld háskólans munu ekki gera neinar athugasemdir við það,“ segir Jón Steinar. „Ég vænti þess að það muni koma fram einhver svör því rektornum er varla sætt í embætti ef hann ætlar ekkert að gera í þessu,“ segir hann. Háskólar Ísrael Skóla- og menntamál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Sjá meira
Hann birti í dag grein á heimasíðu sinni þar sem hann segir það hljóta að vera skýlaus krafa allra þeirra sem segjast styðja tjáningarfrelsi að víkjaberi þessum æðsta yfirmanni skólans þegar í stað úr starfi, meðal annars. Tilefni þessara skrifa var fyrirlestur sem til stóð að hagfræðiprófessorinn Gil Epstein héldi um áhrif gervigreindar á vinnumarkað og lífeyrismál. Epstein er ísraelskur og starfar við ísraelskan háskóla og því hleyptu mótmælendur fundinum upp og komu í veg fyrir að hann flytti erindi sitt. Ingólfur Gíslason lektor var á meðal mótmælenda. Fyrirlesturinn átti að fara fram fyrr í mánuðinum en síðan þá hefur Silja Bára rektor ekkert tjáð sig um málið. Fyrirlesturinn var haldinn á vegum Rannsóknarstofnunarinnar um lífeyrismál (PRICE) sem er háskólastofnun og ber því Háskóli Íslands ábyrgð á skuldbindingum hennar. „Það er að mínu mati aðalmálið að Háskóli Íslands, einhvers konar kjarnastofnun fyrir það að virða tjáningarfrelsi, skuli þegja þunnu hljóði þegar búið er að stöðva með ólátum fyrirlestur sem verið er að flytja á vegum skólans. Ég tel að þetta sé svo skýrt brot á starfi skólans að sá yfirmaður, rektor í þessu tilfelli, segi ekki eitt einasta orð þegar búið er að upplýsa um þetta og enginn ágreiningur er um hvernig þetta gerðist, verði bara að víkja úr starfi. Ætlum við að reka Háskóla Íslands þannig að yfirvöldin þar heimili svona truflanir á ræðuhöldum ef yfirvöldin eru ekki sammála því sem ræðumaður er að segja? Þetta er að mínu mati óboðlegt og Háskóla Íslands ósæmandi,“ segir Jón Steinar í Reykjavík síðdegis í dag. Þögnin sama og stuðningur Hann segir alla málsaðila sammála um málsatvik og því sé erfitt að túlka þögn hennar sem stuðningsyfirlýsingu. „Ég segi bara þögn er sama og samþykki,“ segir Jón Steinar. Var þarna tekin óþarfa áhætta? „Eins og það sé eitthvað athugavert við það að fá mann sem hefur sérþekkingu í þessu efni til að koma og flytja erindi um það. Átti einhver að geta ímyndað sér það að það yrði veist að manninum með þessu, mér liggur við að segja, ofbeldi þegar hann var að flytja þetta erindi?“ segir Jón Steinar þá. „Hér eru menn að reyna að finna réttlætingu eftir á fyrir framferði sem í öllum tilvikum er algjörlega ósamboðin þeim sem starfa í Háskóla Íslands,“ bætir hann við. Menn njóti málfrelsis sama hverrar skoðunar Jón Steinar segir rektor þegar í stað hafa átt að afla upplýsinga hjá þeim sem viðstaddir voru fundinn og í það minnsta áminna þá starfsmenn háskólans sem tóku þátt. Einnig hafi hann átt að láta það koma fram opinberlega að hann vísaði framkomu af þessu tagi til föðurhúsanna. „Við viljum það að menn njóti málsfrelsis alveg sama á hvaða skoðun þeir eru. Það er einmitt oft gott til dæmis þar sem átök eru að það séu tjáningar á báðum hliðum. Það er friðvænlegt að menn tali saman og skiptist á skoðunum. En þetta fólk sem hagar sér svona og þeir eru fleiri en háskólarektor áreiðanlega. Það vill þagga niður í þeim sem það er sjálft ósammála,“ segir hann. Eigum við eftir að sjá meira af þessu? „Það blasir auðvitað við að ef háskólayfirvöld segja ekki orð yfir framkomu af þessu tagi þá munu kannski í framtíðinni einvher sem geðjast það að haga sér svona gera það bara. Vitandi það að yfirvöld háskólans munu ekki gera neinar athugasemdir við það,“ segir Jón Steinar. „Ég vænti þess að það muni koma fram einhver svör því rektornum er varla sætt í embætti ef hann ætlar ekkert að gera í þessu,“ segir hann.
Háskólar Ísrael Skóla- og menntamál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels