Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 25. ágúst 2025 19:21 Leikmennirnir voru með myndir af Jesse meðferðis. Mummi Lú Leikmenn KR í meistaraflokki karla í knattspyrnu spiluðu með sorgarbönd í leik liðsins við Stjörnuna sem nú stendur yfir í Frostaskjóli. Þetta gerðu þeir til að minnast ungs iðkanda, Jesse Baraka Botha, tæplega tíu ára drengs sem lést úr malaríu á Landspítalanum í síðustu viku, eftir ferðalag til Úganda. Jesse Baraka Botha hefði orðið tíu ára gamall í síðustu viku en hann lést af völdum malaríu þann 18. ágúst. Hans var minnst með mínútuþögn fyrir leik KR og Stjörnunnar í dag auk þess sem leikmenn KR báru sorgarbönd. „Jesse var hjá okkur mörgum stundum og nánast á öllum leikjum. Auðvitað spilaði hann upp yngri flokkana hjá okkur samhliða Leikni. Það kom aldrei neitt annað til greina en að vera með stund fyrir Jesse. Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng,“ segir Pálmi Rafn Pálmason, framkvæmdastjóri KR. Hann segir að langflestir hafi vitað hver Jesse var, þar á meðal margir leikmenn KR. Jesse hafi verið tíður gestur í búningsklefann á árum áður. Fjölskylda Jesse var viðstödd.Vísir/Anton Brink Jesse greindist með malaríu eftir ferðalag til Úganda. Móðir Jesse og barnung systir hans greindust einnig en hafa verið útskrifaðar af Landspítalanum. Þær voru meðal fjölskyldu Jesse sem sóttu leikinn. Á fótboltaleiknum var einnig Sigurður Helgason, náinn fjölskylduvinur þeirra. „Hann Siggi Helga, einn harðasti KR-ingur sem þú finnur og mikill fjölskylduvinur, var mikið með Jesse og þeir fóru saman á hundruði leikja hjá KR, landsliðinu og Leikni. Jesse var mikill Liverpool-maður svo Siggi heldur minningu hans á lofti með Liverpool-trefli þótt hann sé Manchester City-maður sjálfur,“ segir Pálmi. Mínútuþögn var fyrir leikinn.Vísir/Anton Brink Lillý Valgerður Pétursdóttir, fréttamaður Sýnar, var viðstödd mínútuþögnina fyrir leikinn og lýsti henni sem áhrifaríkri stund. Kvennalið KR spilaði einnig með sorgarbönd til minningar Jesse þegar þær kepptu gegn Gróttu síðasta fimmtudag. Á laugardag var einnig mínútuþögn til að minnast Jesse fyrir leik Leiknis gegn ÍR í Lengjudeild karla. Margir voru viðstaddir leikinn.Vísir/Anton Brink „Hann hafði mikinn áhuga á fótbolta, lék með yngri flokkum félagsins og var tíður gestur á leikjum Leiknis. Jesse verður sárt saknað,“ stendur í tilkynningu á heimasíðu Leiknis. KR Fótbolti Reykjavík Íþróttir barna Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Jesse Baraka Botha hefði orðið tíu ára gamall í síðustu viku en hann lést af völdum malaríu þann 18. ágúst. Hans var minnst með mínútuþögn fyrir leik KR og Stjörnunnar í dag auk þess sem leikmenn KR báru sorgarbönd. „Jesse var hjá okkur mörgum stundum og nánast á öllum leikjum. Auðvitað spilaði hann upp yngri flokkana hjá okkur samhliða Leikni. Það kom aldrei neitt annað til greina en að vera með stund fyrir Jesse. Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng,“ segir Pálmi Rafn Pálmason, framkvæmdastjóri KR. Hann segir að langflestir hafi vitað hver Jesse var, þar á meðal margir leikmenn KR. Jesse hafi verið tíður gestur í búningsklefann á árum áður. Fjölskylda Jesse var viðstödd.Vísir/Anton Brink Jesse greindist með malaríu eftir ferðalag til Úganda. Móðir Jesse og barnung systir hans greindust einnig en hafa verið útskrifaðar af Landspítalanum. Þær voru meðal fjölskyldu Jesse sem sóttu leikinn. Á fótboltaleiknum var einnig Sigurður Helgason, náinn fjölskylduvinur þeirra. „Hann Siggi Helga, einn harðasti KR-ingur sem þú finnur og mikill fjölskylduvinur, var mikið með Jesse og þeir fóru saman á hundruði leikja hjá KR, landsliðinu og Leikni. Jesse var mikill Liverpool-maður svo Siggi heldur minningu hans á lofti með Liverpool-trefli þótt hann sé Manchester City-maður sjálfur,“ segir Pálmi. Mínútuþögn var fyrir leikinn.Vísir/Anton Brink Lillý Valgerður Pétursdóttir, fréttamaður Sýnar, var viðstödd mínútuþögnina fyrir leikinn og lýsti henni sem áhrifaríkri stund. Kvennalið KR spilaði einnig með sorgarbönd til minningar Jesse þegar þær kepptu gegn Gróttu síðasta fimmtudag. Á laugardag var einnig mínútuþögn til að minnast Jesse fyrir leik Leiknis gegn ÍR í Lengjudeild karla. Margir voru viðstaddir leikinn.Vísir/Anton Brink „Hann hafði mikinn áhuga á fótbolta, lék með yngri flokkum félagsins og var tíður gestur á leikjum Leiknis. Jesse verður sárt saknað,“ stendur í tilkynningu á heimasíðu Leiknis.
KR Fótbolti Reykjavík Íþróttir barna Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent