Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Árni Sæberg skrifar 22. ágúst 2025 12:18 Þórhildur Ólöf Helgadóttir er forstjóri Póstsins. Vísir/Ívar Fannar Pósturinn hefur ákveðið að loka fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna vegna breytinga sem stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa fyrirskipað á tollagjöldum. Í fréttatilkynningu þess efnis frá Póstinum segir að fjöldi póstfyrirtækja hafi ákveðið að stöðva vörusendingar til Bandaríkjanna vegna breytinganna og megi þar til dæmis nefna PostNord og Austrian Post. „Okkur þykir leitt að þurfa að taka þessa ákvörðun en við eigum ekki annarra kosta völ eins og staðan er núna. Málið er ákaflega flókið og mörg tækniatriði sem þarf að huga að ef þessar fyrirhuguðu breytingar verða að veruleika 29. ágúst næstkomandi eins og bandarísk stjórnvöld hafa gefið út. Við erum búin að leita allra mögulegra ráða til að leysa þetta en sjáum ekki fram á að það náist fyrir fimmtudaginn. Því var ákveðið að grípa til þess ráðs að loka tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna,“ er haft eftir Þórhildi Ólöfu Helgadóttur, forstjóra Póstsins,. Pósturinn muni áfram taka við bréfum, skjölum og sendingum til Bandaríkjanna sem innihalda gjafir milli einstaklinga að hámarksverðmæti 100 Bandaríkjadala, eða um 12.400 króna „Við erum á fullu að vinna að því að finna tæknilausn á málinu og upplýsum viðskiptavini okkar um leið og einhverjar breytingar verða.“ Þess megi geta að viðskiptavinir Póstsins sem hyggjast senda vörusendingar til Bandaríkjanna áður en fyrirhugaðar breytingar taka gildi þurfi að koma sendingunum í póst fyrir klukkan 12:00 mánudaginn 25. ágúst næstkomandi. Pósturinn Bandaríkin Donald Trump Skattar og tollar Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis frá Póstinum segir að fjöldi póstfyrirtækja hafi ákveðið að stöðva vörusendingar til Bandaríkjanna vegna breytinganna og megi þar til dæmis nefna PostNord og Austrian Post. „Okkur þykir leitt að þurfa að taka þessa ákvörðun en við eigum ekki annarra kosta völ eins og staðan er núna. Málið er ákaflega flókið og mörg tækniatriði sem þarf að huga að ef þessar fyrirhuguðu breytingar verða að veruleika 29. ágúst næstkomandi eins og bandarísk stjórnvöld hafa gefið út. Við erum búin að leita allra mögulegra ráða til að leysa þetta en sjáum ekki fram á að það náist fyrir fimmtudaginn. Því var ákveðið að grípa til þess ráðs að loka tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna,“ er haft eftir Þórhildi Ólöfu Helgadóttur, forstjóra Póstsins,. Pósturinn muni áfram taka við bréfum, skjölum og sendingum til Bandaríkjanna sem innihalda gjafir milli einstaklinga að hámarksverðmæti 100 Bandaríkjadala, eða um 12.400 króna „Við erum á fullu að vinna að því að finna tæknilausn á málinu og upplýsum viðskiptavini okkar um leið og einhverjar breytingar verða.“ Þess megi geta að viðskiptavinir Póstsins sem hyggjast senda vörusendingar til Bandaríkjanna áður en fyrirhugaðar breytingar taka gildi þurfi að koma sendingunum í póst fyrir klukkan 12:00 mánudaginn 25. ágúst næstkomandi.
Pósturinn Bandaríkin Donald Trump Skattar og tollar Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira