Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. ágúst 2025 22:00 Bjarki Gunnlaugsson er á því að Alexander Isak verði fljótlega orðinn leikmaður Liverpool. Einn fremsti umboðsmaður Íslands er nokkuð viss um það að Alexander Isak verði orðinn leikmaður Liverpool áður en leikmannaglugganum lokar um mánaðamótin. Bjarki Gunnlaugsson mætti í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og ræddi mál sænska framherjans. Svíinn vill komast frá Newcastle og til Liverpool. Isak neitar að æfa og hefur ekkert verið í kringum Newcastle liðið síðustu vikur. Newcastle hefur hafnað 110 milljón punda tilboði Liverpool í leikmanninn en það er búist við öðru tilboði. Newcastle er ekki fórnarlamb „Þetta er fyrst og fremst leikmaðurinn sem er að standa sig vel og ég held að það sé ofaukið í þessu að Newcastle sé eitthvað fórnarlamb. Þeir keyptu leikmanninn á 75 milljónir punda og eiga nú möguleika á því að nær tvöfalda þá fjárfestingu,“ sagði Bjarki. „Newcastle er stór klúbbur en Liverpool er stærri. Ég held að við getum alveg sagt það án þess að meiða nokkurn mann. Hvort sem það eru fótboltamenn eða fólk í öðrum störfum þá vill maður alltaf ná sem lengst. Þarna er möguleiki fyrir hann að fara til Liverpool,“ sagði Bjarki. „Það eru miklar tilfinningar í gangi á báðum endum. Newcastle er stór klúbbur, komnir í Meistaradeildina og vilja halda sér þar. Þeir eru með ríka eigendur og þurfa ekki að selja en eru með leikmann sem vill fara,“ sagði Bjarki. „Starf umboðsmannsins í þessu er fyrst og fremst að passa upp á hagsmuni leikmannsins. Hann vill líka passa upp á að vera í sambandi við Newcastle áfram. Best er ef allir þrír aðilar eru vinir eftirá,“ sagði Bjarki. Er ekki staðan erfið þegar leikmaðurinn vill fara og hausinn því farinn? Þetta er ákveðin pólítík „Jú hún er ómöguleg fyrir Newcastle. Þeir eru samt ekki fórnarlömb í þessu. Þetta er ákveðin pólítík. Þeir verða að sýna ákveðin styrk gagnvart sínum aðdáendum og að það sé ekki vaðið yfir þá. Alex Ferguson sagði fyrir nokkrum árum síðan að þetta væri bara lítill klúbbur fyrir norðan. Þeir eru það ekki lengur og eru með ríka eigendur og þurfa ekki að selja,“ sagði Bjarki. „Þetta er fyrst og fremst einhver pólítík gagnvart aðdáendum, að það sé ekki verið að vaða yfir þá og það sé verið að veikja liðið. Þeir eru örugglega alveg sveittir við að leita að styrkingu líka fram á við,“ sagði Bjarki. Næst á dagskrá hjá félögunum tveimur er innbyrðis leikur þeirra á St James´s Park í Newcastle á mánudagskvöldið og Bjarki er á því að sá leikur muni marka ákveðin tímamót í þessu máli. „Þessi lið eiga að spila á mánudaginn og ég býst við því að þetta leysist eftir það. Að þeir fái sinn pening,“ sagði Bjarki. Fer ekki í þetta stríð án stuðnings frá Liverpool „Þetta er komið það langt einhvern veginn og ég held að ákveðinn hluti af þessu leikriti sé þannig að Alexander Isak sé ekki að fara í þetta stríð nema að vera með eitthvað back-up frá Liverpool. Þeir láta hann ekki standa einan og svo gerist ekki neitt,“ sagði Bjarki. „Það kæmi mér verulega á óvart ef það myndi gerast,“ sagði Bjarki. Verður Isak ekki fengur fyrir Liverpool? „Jú þetta er alveg heimsklassa sóknarmaður en þeir eru með heimsklassalið fyrir. Þeir eru að spila ákveðna tegund af fótbolta og eru með hörkuleikmenn. Það þarf því að búa til pláss fyrir svona leikmann,“ sagði Bjarki. Það má hlusta á allt spjallið hér fyrir ofan. Enski boltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Sjá meira
Bjarki Gunnlaugsson mætti í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og ræddi mál sænska framherjans. Svíinn vill komast frá Newcastle og til Liverpool. Isak neitar að æfa og hefur ekkert verið í kringum Newcastle liðið síðustu vikur. Newcastle hefur hafnað 110 milljón punda tilboði Liverpool í leikmanninn en það er búist við öðru tilboði. Newcastle er ekki fórnarlamb „Þetta er fyrst og fremst leikmaðurinn sem er að standa sig vel og ég held að það sé ofaukið í þessu að Newcastle sé eitthvað fórnarlamb. Þeir keyptu leikmanninn á 75 milljónir punda og eiga nú möguleika á því að nær tvöfalda þá fjárfestingu,“ sagði Bjarki. „Newcastle er stór klúbbur en Liverpool er stærri. Ég held að við getum alveg sagt það án þess að meiða nokkurn mann. Hvort sem það eru fótboltamenn eða fólk í öðrum störfum þá vill maður alltaf ná sem lengst. Þarna er möguleiki fyrir hann að fara til Liverpool,“ sagði Bjarki. „Það eru miklar tilfinningar í gangi á báðum endum. Newcastle er stór klúbbur, komnir í Meistaradeildina og vilja halda sér þar. Þeir eru með ríka eigendur og þurfa ekki að selja en eru með leikmann sem vill fara,“ sagði Bjarki. „Starf umboðsmannsins í þessu er fyrst og fremst að passa upp á hagsmuni leikmannsins. Hann vill líka passa upp á að vera í sambandi við Newcastle áfram. Best er ef allir þrír aðilar eru vinir eftirá,“ sagði Bjarki. Er ekki staðan erfið þegar leikmaðurinn vill fara og hausinn því farinn? Þetta er ákveðin pólítík „Jú hún er ómöguleg fyrir Newcastle. Þeir eru samt ekki fórnarlömb í þessu. Þetta er ákveðin pólítík. Þeir verða að sýna ákveðin styrk gagnvart sínum aðdáendum og að það sé ekki vaðið yfir þá. Alex Ferguson sagði fyrir nokkrum árum síðan að þetta væri bara lítill klúbbur fyrir norðan. Þeir eru það ekki lengur og eru með ríka eigendur og þurfa ekki að selja,“ sagði Bjarki. „Þetta er fyrst og fremst einhver pólítík gagnvart aðdáendum, að það sé ekki verið að vaða yfir þá og það sé verið að veikja liðið. Þeir eru örugglega alveg sveittir við að leita að styrkingu líka fram á við,“ sagði Bjarki. Næst á dagskrá hjá félögunum tveimur er innbyrðis leikur þeirra á St James´s Park í Newcastle á mánudagskvöldið og Bjarki er á því að sá leikur muni marka ákveðin tímamót í þessu máli. „Þessi lið eiga að spila á mánudaginn og ég býst við því að þetta leysist eftir það. Að þeir fái sinn pening,“ sagði Bjarki. Fer ekki í þetta stríð án stuðnings frá Liverpool „Þetta er komið það langt einhvern veginn og ég held að ákveðinn hluti af þessu leikriti sé þannig að Alexander Isak sé ekki að fara í þetta stríð nema að vera með eitthvað back-up frá Liverpool. Þeir láta hann ekki standa einan og svo gerist ekki neitt,“ sagði Bjarki. „Það kæmi mér verulega á óvart ef það myndi gerast,“ sagði Bjarki. Verður Isak ekki fengur fyrir Liverpool? „Jú þetta er alveg heimsklassa sóknarmaður en þeir eru með heimsklassalið fyrir. Þeir eru að spila ákveðna tegund af fótbolta og eru með hörkuleikmenn. Það þarf því að búa til pláss fyrir svona leikmann,“ sagði Bjarki. Það má hlusta á allt spjallið hér fyrir ofan.
Enski boltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Sjá meira