„Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Smári Jökull Jónsson skrifar 21. ágúst 2025 19:00 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Vísir/Bjarni Formaður Eflingar segir ekki fræðilegan möguleika fyrir félagsfólk Eflingar að komast inn á húsnæðismarkaðinn og ömurlegt sé að hærra leiguverð éti upp hækkun húsnæðisbóta. Hún segir takmörkun á skammtímaleigu vera þá aðgerð sem slá muni hraðast á misræmi framboðs og eftirspurnar eftir húsnæði. Í mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem birt var í morgun kemur fram að áhrif hærri húsnæðisbóta séu horfin vegna hækkunar á leiguverði. Breytingar á lögum um húsnæðisbetur tóku gildi 1. júní í fyrra og hækkuðu grunnfjárhæðir þá um fjórðung. Lagabreytingarnar voru hluti af aðgerðum ríkisstjórnarinnar tengdar kjarasamningsgerð á síðasta ári. Hlutfall húsnæðisbóta af leiguverði hækkaði eftir lagabreytingar þar sem bætur hækkuðu á síðasta ári. Nú er það nánast það sama og fyrir lagabreytingu.Vísir „Þetta er auðvitað ömurlegt. Ástæðan fyrir því að þetta hefur gerst er að stjórnvöld hafa ekki gripið til nauðsynlegra aðgerða til þess að koma í veg fyrir að svona lagað geti nokkurn tíman gerst,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar í kvöldfréttum Sýnar. „Ég er sammála Kristrúnu fyrir þremur árum“ Árið 2022, þegar Samfylkingin var í stjórnarandstöðu sagði Kristrún Frostadóttir núverandi forsætisráðherra að leigusalar myndu hirða hækkun húsnæðisbóta ef ekki yrði sett bremsa á hækkun leiguverðs. Leigubremsa er eitt af þeim úrræðum sem Sólveig Anna vill sjá að gripið verði til. „Ég er sammála Kristrúnu fyrir þremur árum. Það sem þarf að gera það er mjög skýrt fyrir okkur í Eflingu. Það þarf að byrja á að takmarka verulega skammtímaleigu eins og Airbnb, það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi á milli framboðs og eftirspurnar sem auðvitað heldur þessum leigumarkaði jafn veikum og hann er.“ Þá segir hún stóran hluta vandans vera það húsnæði sem hafi verið byggt og í raun sé ekki fræðilegur möguleiki fyrir Eflingarfólk að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Ráðast þurfi í verulega húsnæðisuppbyggingu fyrir tekjulægri hópa. „Það fólk er einfaldlega fast í klóm á leigusölum. Jafnvel 70% af ráðstöfunartekjum þessa fólks rennur beint í vasann á leigusölum. Þau geta ekki lagt fyrir, þau geta ekki safnað fyrir íbúð. Jafnvel þó þau geti það þá eru takmörkin sem sett hafa verið og þetta hávaxtastig sem Seðlabankinn viðheldur sem gerir það að verkum að þau komast ekki inn á húsnæðismarkaðinn.“ Húnn segir að stjórnvöld og sveitarfélög þurfi að axla ábyrgð. „Við í verkalýðshreyfingunni höfum axlað ábyrgð, við höfum samið um hófstillta kjarasamninga, við sömdum um þessar auknu húsnæðisbætur. Við höfum lagt fram aftur og aftur og aftur mjög einfaldar tillögur. Það er einfaldlega kominn tími á að stjórnvöld og opinberir aðilar axli ábyrgð.“ Setur traust sitt á þingmenn með bakgrunn í verkalýðshreyfingunni Sólveig Anna bindur vonir við að þingmenn sem koma úr verkalýðshreyfingunni geti lagt sín lóð á vogarskálarnar svo árangur náist. Hún nefnir sérstaklega Ragnar Þór Ingólfsson, þingmann Flokks fólksins og fyrrum formann VR og Kristján Þórð Snæbjarnarson sem áður var forseti Alþýðusambandsins en er nú þingmaður Samfylkingar. „Ragnar Þór hefur verið mikill baráttumaður fyrir hagsmunum þeirra sem eru á leigumarkaði og þeirra sem hafa verið fórnarlömb þessa ástands. Hann leiðir sérstakan húsnæðishóp á vegum stjórnvalda. Ég bind vonir við það að vegna hans miklu innsýnar í þennan málaflokk þá geti hann barist fyrir því á vettvangi stjórnvalda að árangur náist.“ Húsnæðismál Stéttarfélög Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Sjá meira
Í mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem birt var í morgun kemur fram að áhrif hærri húsnæðisbóta séu horfin vegna hækkunar á leiguverði. Breytingar á lögum um húsnæðisbetur tóku gildi 1. júní í fyrra og hækkuðu grunnfjárhæðir þá um fjórðung. Lagabreytingarnar voru hluti af aðgerðum ríkisstjórnarinnar tengdar kjarasamningsgerð á síðasta ári. Hlutfall húsnæðisbóta af leiguverði hækkaði eftir lagabreytingar þar sem bætur hækkuðu á síðasta ári. Nú er það nánast það sama og fyrir lagabreytingu.Vísir „Þetta er auðvitað ömurlegt. Ástæðan fyrir því að þetta hefur gerst er að stjórnvöld hafa ekki gripið til nauðsynlegra aðgerða til þess að koma í veg fyrir að svona lagað geti nokkurn tíman gerst,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar í kvöldfréttum Sýnar. „Ég er sammála Kristrúnu fyrir þremur árum“ Árið 2022, þegar Samfylkingin var í stjórnarandstöðu sagði Kristrún Frostadóttir núverandi forsætisráðherra að leigusalar myndu hirða hækkun húsnæðisbóta ef ekki yrði sett bremsa á hækkun leiguverðs. Leigubremsa er eitt af þeim úrræðum sem Sólveig Anna vill sjá að gripið verði til. „Ég er sammála Kristrúnu fyrir þremur árum. Það sem þarf að gera það er mjög skýrt fyrir okkur í Eflingu. Það þarf að byrja á að takmarka verulega skammtímaleigu eins og Airbnb, það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi á milli framboðs og eftirspurnar sem auðvitað heldur þessum leigumarkaði jafn veikum og hann er.“ Þá segir hún stóran hluta vandans vera það húsnæði sem hafi verið byggt og í raun sé ekki fræðilegur möguleiki fyrir Eflingarfólk að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Ráðast þurfi í verulega húsnæðisuppbyggingu fyrir tekjulægri hópa. „Það fólk er einfaldlega fast í klóm á leigusölum. Jafnvel 70% af ráðstöfunartekjum þessa fólks rennur beint í vasann á leigusölum. Þau geta ekki lagt fyrir, þau geta ekki safnað fyrir íbúð. Jafnvel þó þau geti það þá eru takmörkin sem sett hafa verið og þetta hávaxtastig sem Seðlabankinn viðheldur sem gerir það að verkum að þau komast ekki inn á húsnæðismarkaðinn.“ Húnn segir að stjórnvöld og sveitarfélög þurfi að axla ábyrgð. „Við í verkalýðshreyfingunni höfum axlað ábyrgð, við höfum samið um hófstillta kjarasamninga, við sömdum um þessar auknu húsnæðisbætur. Við höfum lagt fram aftur og aftur og aftur mjög einfaldar tillögur. Það er einfaldlega kominn tími á að stjórnvöld og opinberir aðilar axli ábyrgð.“ Setur traust sitt á þingmenn með bakgrunn í verkalýðshreyfingunni Sólveig Anna bindur vonir við að þingmenn sem koma úr verkalýðshreyfingunni geti lagt sín lóð á vogarskálarnar svo árangur náist. Hún nefnir sérstaklega Ragnar Þór Ingólfsson, þingmann Flokks fólksins og fyrrum formann VR og Kristján Þórð Snæbjarnarson sem áður var forseti Alþýðusambandsins en er nú þingmaður Samfylkingar. „Ragnar Þór hefur verið mikill baráttumaður fyrir hagsmunum þeirra sem eru á leigumarkaði og þeirra sem hafa verið fórnarlömb þessa ástands. Hann leiðir sérstakan húsnæðishóp á vegum stjórnvalda. Ég bind vonir við það að vegna hans miklu innsýnar í þennan málaflokk þá geti hann barist fyrir því á vettvangi stjórnvalda að árangur náist.“
Húsnæðismál Stéttarfélög Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Sjá meira