Enski boltinn

Frimpong strax úr leik hjá Liverpool

Sindri Sverrisson skrifar
Jeremie Frimpong á við meiðsli að stríða.
Jeremie Frimpong á við meiðsli að stríða. Getty/Robbie Jay Barratt

Hollenski bakvörðurinn Jeremie Frimpong náði aðeins að spila einn leik með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta áður en hann meiddist. Hann missir af næstu leikjum liðsins.

Frimpong var í byrjunarliði Liverpool í 4-2 sigrinum gegn Bournemouth síðasta föstudag, eftir að hafa sömuleiðis spilað gegn Crystal Palace í leiknum um Samfélagsskjöldinn og skorað mark.

Hann mun hins vegar ekki spila meira með Liverpool fyrr en eftir landsleikjahléið í september, eftir að hafa tognað í læri.

Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, staðfesti þetta í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×