Telur handtökuna byggja á slúðri Jón Þór Stefánsson og Agnar Már Másson skrifa 20. ágúst 2025 21:33 „Þetta virðast bara vera einhverjar sögusagnir,“ segir Sveinn Andri. Vísir/Vilhelm/Anton Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur krafist gæsluvarðhalds á hendur karlmanni sem er grunaður um hraðbankastuld í Mosfellsbæ í gærnótt. Dómari hjá Héraðsdómi Reykjavíkur hefur gefið sér umhugsunarfrest til morguns um hvort hann fallist á kröfu lögreglu. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi mannsins, segir að maðurinn neiti því að hafa aðkomu að málinu. „Sem verjandi fær maður ekki að sjá mikið, en þetta litla sem maður fær að sjá virðist bara vera byggt á einhverju slúðri,“ segir Sveinn Andri. „Þetta virðast bara vera einhverjar sögusagnir.“ Sveinn Andri segist þar af leiðandi eiga erfitt með að sjá fyrir sér hvernig dómari geti fallist á gæsluvarðhald. Tjá sig ekki hvort búið sé að leggja hald á muni Hjördís Sigurbjartsdóttir yfirlögreglyþjónn staðfestir að maðurinn sé í haldi lögreglu. „Það kom maður í yfirheyrslu. Við eru að fara fram á gæsluvarðhald og það er enn þá í vinnslu,“ segir Hjördís í samtali við fréttastofu. Hjördís tjáir sig ekki um hvort búið sé að leggja hald á muni. Hún segir málið á viðkvæmu stigi og að lögreglan geti ekki gefið upp miklar upplýsingar „nema við getum staðið á bak við það“. Tengingar við Hamraborg og Gufunes Samkvæmt heimildum fréttastofu er umræddur maður einnig grunaður sakborningur í Hamraborgarmálinu svokallaða. Í því máli stálu tveir menn, í febrúar á síðasta ári, töskum fullum af peningum sem höfðu verið í spilakössum í Hamraborg í Kópavogi. Umræddur maður mun hafa fundist með peninga, með bláum lit sem talið er að komi úr litasprengjum sem voru í umræddum töskum, að setja inn í spilakassa. Enginn hefur enn verið ákærður í Hamraborgarmálinu. Þá mun hann einnig hafa verið grunaður um tíma í Gufunesmálinu svokallaða og sætt gæsluvarðhaldi vegna þess um tíma. Hann mun þó hafa verið með fjarvistarsönnun og var ekki ákærður í því máli. Þar hafa fimmenningar verið ákærðir meðal annars fyrir manndráp, fjárkúgun. Þeim er gefið að sök að hafa numið mann á sjötugsaldri á brott af heimili hans í Þorlákshöfn í mars síðastliðinn og beitt hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Nokkrum dögum áður en Gufunesmálið kom upp mun umræddur maður hafa fundist með rifil sem hafði skömmu áður verið stolið úr verslun. Þá hafi hann verið búinn að bæta á hann fæti og hljóðdeyfi. Maðurinn mun hafa játað stuldinn. Lögreglu grunaði á einhverjum tímapunkti við rannsókn Gufunesmálsins að umræddur riffill hafi verið hugsaður til notkunar í tengslum við það með einum eða öðrum hætti. Líkt og áður segir var maðurinn ekki ákærður. Lögreglumál Mosfellsbær Hraðbanka stolið í Mosfellsbæ Manndráp í Gufunesi Peningum stolið í Hamraborg Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Sjá meira
Sveinn Andri Sveinsson, verjandi mannsins, segir að maðurinn neiti því að hafa aðkomu að málinu. „Sem verjandi fær maður ekki að sjá mikið, en þetta litla sem maður fær að sjá virðist bara vera byggt á einhverju slúðri,“ segir Sveinn Andri. „Þetta virðast bara vera einhverjar sögusagnir.“ Sveinn Andri segist þar af leiðandi eiga erfitt með að sjá fyrir sér hvernig dómari geti fallist á gæsluvarðhald. Tjá sig ekki hvort búið sé að leggja hald á muni Hjördís Sigurbjartsdóttir yfirlögreglyþjónn staðfestir að maðurinn sé í haldi lögreglu. „Það kom maður í yfirheyrslu. Við eru að fara fram á gæsluvarðhald og það er enn þá í vinnslu,“ segir Hjördís í samtali við fréttastofu. Hjördís tjáir sig ekki um hvort búið sé að leggja hald á muni. Hún segir málið á viðkvæmu stigi og að lögreglan geti ekki gefið upp miklar upplýsingar „nema við getum staðið á bak við það“. Tengingar við Hamraborg og Gufunes Samkvæmt heimildum fréttastofu er umræddur maður einnig grunaður sakborningur í Hamraborgarmálinu svokallaða. Í því máli stálu tveir menn, í febrúar á síðasta ári, töskum fullum af peningum sem höfðu verið í spilakössum í Hamraborg í Kópavogi. Umræddur maður mun hafa fundist með peninga, með bláum lit sem talið er að komi úr litasprengjum sem voru í umræddum töskum, að setja inn í spilakassa. Enginn hefur enn verið ákærður í Hamraborgarmálinu. Þá mun hann einnig hafa verið grunaður um tíma í Gufunesmálinu svokallaða og sætt gæsluvarðhaldi vegna þess um tíma. Hann mun þó hafa verið með fjarvistarsönnun og var ekki ákærður í því máli. Þar hafa fimmenningar verið ákærðir meðal annars fyrir manndráp, fjárkúgun. Þeim er gefið að sök að hafa numið mann á sjötugsaldri á brott af heimili hans í Þorlákshöfn í mars síðastliðinn og beitt hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Nokkrum dögum áður en Gufunesmálið kom upp mun umræddur maður hafa fundist með rifil sem hafði skömmu áður verið stolið úr verslun. Þá hafi hann verið búinn að bæta á hann fæti og hljóðdeyfi. Maðurinn mun hafa játað stuldinn. Lögreglu grunaði á einhverjum tímapunkti við rannsókn Gufunesmálsins að umræddur riffill hafi verið hugsaður til notkunar í tengslum við það með einum eða öðrum hætti. Líkt og áður segir var maðurinn ekki ákærður.
Lögreglumál Mosfellsbær Hraðbanka stolið í Mosfellsbæ Manndráp í Gufunesi Peningum stolið í Hamraborg Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent