Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Árni Sæberg skrifar 20. ágúst 2025 16:47 Logi Einarsson háskólaráðherra tók við af umhverfisráðherra í málinu. Vísir/Vilhelm Logi Einarsson hefur, sem staðgengill umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, lagt fram tillögu um flokkun Hamarsvirkjunar í biðflokk verndar- og orkunýtingaráætlunar. Verkefnisstjórn verndar- og orkunýtingaráætlunar hefur lagt til að virkjunin fari í verndarflokk frekar. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðs Íslands segir að verkefnisstjórnin hafi þann 10. mars síðastliðinn skilað Jóhanni Páli Jóhannssyni, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, tillögu að flokkun fimm nýrra virkjunarkosta. Um sé að ræða virkjunarkostina Bolaöldu, Tröllárvirkjun, Hvanneyrardalsvirkjun, Skúfnavatnavirkjun og Hamarsvirkjun. Verkefnastjórnin hafi lagt til að Bolaalda, ásamt annað hvort Skúfnavatnavirkjun eða Tröllárvirkjun, yrðu flokkaðar í orkunýtingarflokk áætlunarinnar en seinni virkjanakostirnir tveir séu innan sama vatnasviðs. Þá yrði Hvanneyrardalsvirkjun flokkuð í biðflokk áætlunarinnar og að Hamarsvirkjun flokkuð í verndarflokk áætlunarinnar. Tengsl við einn framkvæmdaraðila 13. mars hafi Jóhann Pál ákveðið að víkja sæti sem umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra við meðferð málsins vegna tengsla sinna við einn af framkvæmdaraðilum og Logi Einarssyni, menningar-, nýsköpunar og háskólaráðherra, hafi verið skipaður ráðherra í málinu. Settur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hafi ákveðið að setja breytingu á tillögu verkefnisstjórnar í samráðferli þess efnis að Hamarsvirkjun verði flokkuð í biðflokk áætlunarinnar. Ekki sé lögð til breyting á tillögum verkefnisstjórnar á flokkun hinna virkjanakostanna. Í lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun sé kveðið á um að ráðherra taki tillögu verkefnisstjórnar til skoðunar, en verkefnisstjórnin fari með ráðgefandi hlutverk gagnvart ráðherra. Leggi ráðherra hins vegar til breytingar á tillögu verkefnisstjórnar skuli leita umsagna og kynna breytingarnar almenningi áður en tillagan er lögð fram á Alþingi, sem fari með endanlegt ákvörðunarvald um flokkun virkjunarkosta. Sveitarfélögin leggist gegn tillögu nefndarinnar Í tilkynningunni segir að af umsögnum umsagnaraðila við tillögu verkefnisstjórnar megi sjá að sveitarfélög á svæðinu leggist gegn flokkun Hamarsvirkjunar í verndarflokk og vísi meðal annars til þess að raforkukerfið á Austurlandi sé veikburða, skortur sé á framboði á raforku á svæðinu og slíkt hamli atvinnuuppbyggingu. Þá hafi efnahagslegur ávinningur virkjunarkostsins verið metinn nokkuð jákvæður. Einnig hafi framkvæmdir við stór og hagkvæm verkefni tafist verulega og óvissa ríki um marga virkjunarkosti vegna jarðhræringa. Í ljósi þessa hafi verið talið sérlega brýnt að forgangsraða skoðun og frekari rannsóknum á virkjunum sem staðsettar eru utan helstu umbrota- og hamfarasvæða. Hyggst auka skilvirkni og bæta málsmeðferð Loks segir að Jóhann Páll hyggist leggja fram frumvarp með breytingum á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun, með það að markmiði að auka skilvirkni og bæta málsmeðferð. Jafnframt hafi ráðherra sett í samráðsgátt drög að frumvarpi til breytinga á raforkulögum, þar sem kveðið sé á um að stjórnvöld skuli á fjögurra ára fresti leggja fram heildstæða stefnu um öflun raforku. Í þeirri stefnu verði skilgreind töluleg markmið um aukna raforkuframleiðslu, sem verði höfð til hliðsjónar við gerð verndar- og orkunýtingaráætlunar hverju sinni. Umhverfismál Orkumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðs Íslands segir að verkefnisstjórnin hafi þann 10. mars síðastliðinn skilað Jóhanni Páli Jóhannssyni, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, tillögu að flokkun fimm nýrra virkjunarkosta. Um sé að ræða virkjunarkostina Bolaöldu, Tröllárvirkjun, Hvanneyrardalsvirkjun, Skúfnavatnavirkjun og Hamarsvirkjun. Verkefnastjórnin hafi lagt til að Bolaalda, ásamt annað hvort Skúfnavatnavirkjun eða Tröllárvirkjun, yrðu flokkaðar í orkunýtingarflokk áætlunarinnar en seinni virkjanakostirnir tveir séu innan sama vatnasviðs. Þá yrði Hvanneyrardalsvirkjun flokkuð í biðflokk áætlunarinnar og að Hamarsvirkjun flokkuð í verndarflokk áætlunarinnar. Tengsl við einn framkvæmdaraðila 13. mars hafi Jóhann Pál ákveðið að víkja sæti sem umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra við meðferð málsins vegna tengsla sinna við einn af framkvæmdaraðilum og Logi Einarssyni, menningar-, nýsköpunar og háskólaráðherra, hafi verið skipaður ráðherra í málinu. Settur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hafi ákveðið að setja breytingu á tillögu verkefnisstjórnar í samráðferli þess efnis að Hamarsvirkjun verði flokkuð í biðflokk áætlunarinnar. Ekki sé lögð til breyting á tillögum verkefnisstjórnar á flokkun hinna virkjanakostanna. Í lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun sé kveðið á um að ráðherra taki tillögu verkefnisstjórnar til skoðunar, en verkefnisstjórnin fari með ráðgefandi hlutverk gagnvart ráðherra. Leggi ráðherra hins vegar til breytingar á tillögu verkefnisstjórnar skuli leita umsagna og kynna breytingarnar almenningi áður en tillagan er lögð fram á Alþingi, sem fari með endanlegt ákvörðunarvald um flokkun virkjunarkosta. Sveitarfélögin leggist gegn tillögu nefndarinnar Í tilkynningunni segir að af umsögnum umsagnaraðila við tillögu verkefnisstjórnar megi sjá að sveitarfélög á svæðinu leggist gegn flokkun Hamarsvirkjunar í verndarflokk og vísi meðal annars til þess að raforkukerfið á Austurlandi sé veikburða, skortur sé á framboði á raforku á svæðinu og slíkt hamli atvinnuuppbyggingu. Þá hafi efnahagslegur ávinningur virkjunarkostsins verið metinn nokkuð jákvæður. Einnig hafi framkvæmdir við stór og hagkvæm verkefni tafist verulega og óvissa ríki um marga virkjunarkosti vegna jarðhræringa. Í ljósi þessa hafi verið talið sérlega brýnt að forgangsraða skoðun og frekari rannsóknum á virkjunum sem staðsettar eru utan helstu umbrota- og hamfarasvæða. Hyggst auka skilvirkni og bæta málsmeðferð Loks segir að Jóhann Páll hyggist leggja fram frumvarp með breytingum á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun, með það að markmiði að auka skilvirkni og bæta málsmeðferð. Jafnframt hafi ráðherra sett í samráðsgátt drög að frumvarpi til breytinga á raforkulögum, þar sem kveðið sé á um að stjórnvöld skuli á fjögurra ára fresti leggja fram heildstæða stefnu um öflun raforku. Í þeirri stefnu verði skilgreind töluleg markmið um aukna raforkuframleiðslu, sem verði höfð til hliðsjónar við gerð verndar- og orkunýtingaráætlunar hverju sinni.
Umhverfismál Orkumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira