Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 20. ágúst 2025 15:44 Huld Magnúsdóttir er forstjóri Trygginastofnunarinnar. Aðsend/Silla Páls Konur sem eru einhleypar, hafa verið í krefjandi vinnu, þolendur ofbeldis og í erfiðri fjárhagsaðstæðum eru líklegri til að vera með örorkulífeyri samkvæmt nýrri skýrslu. Sextíu prósent kvenna með örorkulífeyri eru yfir fimmtíu ára gamlar. Þetta kemur fram í skýrslu Félagsvísindastofnunar sem unnin var að beiðni Tryggingastofnunar í samstarfi við félags- og húsnæðismálaráðuneytið, velferðarvaktina og Vinnueftirlitið. Niðurstöður skýrslunnar voru kynntar á málþingi í dag. Ákveðið var að framkvæma rannsóknina vegna yfirvofandi breytinga á almannatryggingakerfinu sem taka gildi 1. september. Tæplega tveir þriðju þeirra með örorkulífeyri eru konur, en sextíu prósent allra kvenna með örorkulífeyri eru yfir fimmtugt. Í nokkrum árgöngum kvenna sem eru yfir sextugt er fjórða hver kona öryrki. Forstjóri Tryggingastofnunar segir um samfélagslegt mál að ræða. „Það er nauðsynlegt til að meta áhrifin af nýju kerfi að fá grunnlínu upplýsinga svo við getum tekið afstöðu til þess hvort kerfisbreytingin hafði áhrif, sérlega þar sem margt nýtt er í farvatninu svo sem hvatar til atvinnuþátttöku fólks með örorkumat, nýtt samþætt sérfræðimat, samhæfingarteymi og aukin þjónusta,“ er haft eftir Huld Magnúsdóttur, forstjóra Tryggingastofnunarinnar í fréttatilkynningu. Líklegri til að hafa orðið fyrir ofbeldi Í skýrslunni kemur fram að konur með örorkulífeyri standi almennt hallari fæti en aðrir. Til að mynda sýna niðurstöðurnar að mun fleiri konur sem hafa einungis lokið grunnámi eða minna eru líklegri til að vera með örorkulífeyri. Fjórðungur kvenna með örorkulífeyri sem tók þátt í könnunni var með heimilistekjur undir fjögur hundruð þúsund krónum á mánuði og töldu 34 prósent þeirra frekar eða mjög erfitt að ná endum saman fjárhagslega. Konur sem hafa átt barn sem átti við áfengis- eða fíkniefnavanda að stríða, hefur verið sagt upp leiguhúsnæði eða misst íbúðarhúsnæði, orðið reglulega fyrir líkamlegu ofbeldi sem barn og að hafa orðið fyrir einelti eða andlegu ofbeldi eru líklegri til að þiggja örorkulífeyri. Á málþinginu benti Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB, á að tenging væri á milli niðurstaðna varðandi álag á konum á vinnumarkaði, umönnunarábyrgð og kynbundið ofbeldi. „Í rannsókninni megi glögglega sjá hver áhrif af erfiðum aðstæðum á vinnumarkaði og heima fyrir eru á konur sem geti svo leitt til þess að þær fari mun frekar á örorkulífeyri en karlar,“ segir í fréttatilkynningu. Skýrsluna má lesa hér. Félagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu Félagsvísindastofnunar sem unnin var að beiðni Tryggingastofnunar í samstarfi við félags- og húsnæðismálaráðuneytið, velferðarvaktina og Vinnueftirlitið. Niðurstöður skýrslunnar voru kynntar á málþingi í dag. Ákveðið var að framkvæma rannsóknina vegna yfirvofandi breytinga á almannatryggingakerfinu sem taka gildi 1. september. Tæplega tveir þriðju þeirra með örorkulífeyri eru konur, en sextíu prósent allra kvenna með örorkulífeyri eru yfir fimmtugt. Í nokkrum árgöngum kvenna sem eru yfir sextugt er fjórða hver kona öryrki. Forstjóri Tryggingastofnunar segir um samfélagslegt mál að ræða. „Það er nauðsynlegt til að meta áhrifin af nýju kerfi að fá grunnlínu upplýsinga svo við getum tekið afstöðu til þess hvort kerfisbreytingin hafði áhrif, sérlega þar sem margt nýtt er í farvatninu svo sem hvatar til atvinnuþátttöku fólks með örorkumat, nýtt samþætt sérfræðimat, samhæfingarteymi og aukin þjónusta,“ er haft eftir Huld Magnúsdóttur, forstjóra Tryggingastofnunarinnar í fréttatilkynningu. Líklegri til að hafa orðið fyrir ofbeldi Í skýrslunni kemur fram að konur með örorkulífeyri standi almennt hallari fæti en aðrir. Til að mynda sýna niðurstöðurnar að mun fleiri konur sem hafa einungis lokið grunnámi eða minna eru líklegri til að vera með örorkulífeyri. Fjórðungur kvenna með örorkulífeyri sem tók þátt í könnunni var með heimilistekjur undir fjögur hundruð þúsund krónum á mánuði og töldu 34 prósent þeirra frekar eða mjög erfitt að ná endum saman fjárhagslega. Konur sem hafa átt barn sem átti við áfengis- eða fíkniefnavanda að stríða, hefur verið sagt upp leiguhúsnæði eða misst íbúðarhúsnæði, orðið reglulega fyrir líkamlegu ofbeldi sem barn og að hafa orðið fyrir einelti eða andlegu ofbeldi eru líklegri til að þiggja örorkulífeyri. Á málþinginu benti Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB, á að tenging væri á milli niðurstaðna varðandi álag á konum á vinnumarkaði, umönnunarábyrgð og kynbundið ofbeldi. „Í rannsókninni megi glögglega sjá hver áhrif af erfiðum aðstæðum á vinnumarkaði og heima fyrir eru á konur sem geti svo leitt til þess að þær fari mun frekar á örorkulífeyri en karlar,“ segir í fréttatilkynningu. Skýrsluna má lesa hér.
Félagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Sjá meira