Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 20. ágúst 2025 10:11 Ásdís Kristjánsdóttir er bæjarstjóri Kópavogsbæjar. Vísir/Anton Brink Nemendum í grunnskólum Kópavogsbæjar verður skylt að taka samræmt námspróf frá og með vorinu 2026 að sögn bæjarstjóra. Aðgerðin er ein af sextán umbótatillögum sem svara eiga ákalli kennara, nemenda og foreldra í málefnum grunnskóla. „Núna erum við að fara tilkynna sextán umbótatillögur sem snúa að málaflokki grunnskóla í Kópavogi,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogsbæjar, í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Það hefur verið talsverð umræða um þær áskoranir sem grunnskólar standa frammi fyrir. Þetta er til dæmis aukið álag í skólastofunni.“ Athugasemd ritstjórnar: Skólastjóri í Kópavogi vekur athygli á því að prófin verði lögð fyrir í öllum grunnskólum landsins, þar á meðal Kópavogi. Umbótatillögurnar sextán komi vegna ákalls frá kennurum, nemendum og foreldrum í sveitarfélaginu um nánari upplýsingar um hvar nemendurnir standi í námi. Samráðshópur var settur á laggirnar þar sem fulltrúar nemenda, kennara, foreldra og stjórnvalda lögðu sitt mat á hvernig best væri að taka á málefnum grunnskóla. Menntamál landsins hafa verið mikið til umræðu, bæði samræmd námspróf og einkunnakerfi byggt á bókstöfum. „Þessar áskoranir hér, að mínu mati, skrifast alfarið á stjórnvöld. Í allt of langan tíma, og þetta nær aftur til ársins 2011, hafa stjórnvöld sýnt þessum málaflokki algjört áhugaleysi. Það hefur ríkt stefnuleysi og sinnuleysi er snýr að þessum mikilvæga málaflokki,“ segir Ásdís. „Það er alveg rétt og auðvitað þetta stefnuleysi sem hefur ríkt hefur haft áhrif á nám barnanna okkar, áhrif á störf kennaranna okkar.“ Skylda að taka prófin „Lykilaðgerðin hjá okkur er að núna í mars 2026 munu allir grunnskólar í Kópavogi, börn frá fjórða bekk upp í tíunda bekk fara í samræmd stöðupróf,“ segir Ásdís. „Þetta verður ekki valkvætt hjá okkur í Kópavogi, þetta verður skylda.“ Klippa: Taka upp samræmd próf og skipta Mentor út fyrir nýtt kerfi Prófin, sem búin voru til af Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, verða lögð árlega fyrir. Nú þegar séu til próf til að athuga lesskilning og stærðfræðikunnáttu barnanna en til stendur að búa til fleiri próf fyrir önnur kjarnafög. „Ég sem bæjarstjóri mun sjá hvar skólarnir standa miðað við aðra skóla á landsvísu, kennarar munu sjá hvar börnin standa og þannig geta þau stutt betur við þarfir sinna nemenda og síðast en ekki síst munu nemendur og foreldrar sjá hvar þau standa miðað við önnur börn á landsvísu.“ Námsumsjónarkerfið Mentor hefur einnig að sögn Ásdísar flækst fyrir foreldrum og því geti kennararnir ekki nýtt það til fulls. Nýtt námsumsjónarkerfi hefur verið þróað og verður notað sem tilraunaverkefni næsta skólaár. Takist vel verður nýja kerfið innleitt frá haustinu 2026. Leggja áherslu á umsagnir kennara Einkunnakerfið, sem nú er byggt á bókstöfum, var einnig tekið fyrir í umbótatillögunum. „Það er svolítið óskýrt hvað einkunnirnar þýða. Auðvitað var það gert að skyldu hjá stjórnvöldum 2013 að lokamat úr grunnskóla skyldi vera í bókstöfum en ekki tölustöfum. Þess vegna erum við að fara leggja ríkja áherslu á það að það verði umsagnir, það verði meira nám sem er leiðsögn. Það er að segja, nemendur fái þann stuðning sem þeir þurfi á að halda þannig að þau átti sig á því hvað B nú þýðir,“ segir Ásdís. Einkunnakerfið hefur verið á milli tanna foreldra undanfarið. Bjarki Már Baxter, foreldri fjögurra grunnskólabarna, ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni, þar sem hann sagði kerfið draga úr hvata nemenda til að vilja gera betur. Meðal umbóta eru einnig innleiðing heildstæðrar læsisáætlunar í frístundastarfi, leik- og grunnskólum. Þá verður áfram unnið að eftirfylgni með reglum um skólasókn og símanotkun í skólastarfi auk móttökuferla fyrir börn með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn. Skóla- og menntamál Grunnskólar Kópavogur Börn og uppeldi PISA-könnun Bítið Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Sjá meira
„Núna erum við að fara tilkynna sextán umbótatillögur sem snúa að málaflokki grunnskóla í Kópavogi,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogsbæjar, í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Það hefur verið talsverð umræða um þær áskoranir sem grunnskólar standa frammi fyrir. Þetta er til dæmis aukið álag í skólastofunni.“ Athugasemd ritstjórnar: Skólastjóri í Kópavogi vekur athygli á því að prófin verði lögð fyrir í öllum grunnskólum landsins, þar á meðal Kópavogi. Umbótatillögurnar sextán komi vegna ákalls frá kennurum, nemendum og foreldrum í sveitarfélaginu um nánari upplýsingar um hvar nemendurnir standi í námi. Samráðshópur var settur á laggirnar þar sem fulltrúar nemenda, kennara, foreldra og stjórnvalda lögðu sitt mat á hvernig best væri að taka á málefnum grunnskóla. Menntamál landsins hafa verið mikið til umræðu, bæði samræmd námspróf og einkunnakerfi byggt á bókstöfum. „Þessar áskoranir hér, að mínu mati, skrifast alfarið á stjórnvöld. Í allt of langan tíma, og þetta nær aftur til ársins 2011, hafa stjórnvöld sýnt þessum málaflokki algjört áhugaleysi. Það hefur ríkt stefnuleysi og sinnuleysi er snýr að þessum mikilvæga málaflokki,“ segir Ásdís. „Það er alveg rétt og auðvitað þetta stefnuleysi sem hefur ríkt hefur haft áhrif á nám barnanna okkar, áhrif á störf kennaranna okkar.“ Skylda að taka prófin „Lykilaðgerðin hjá okkur er að núna í mars 2026 munu allir grunnskólar í Kópavogi, börn frá fjórða bekk upp í tíunda bekk fara í samræmd stöðupróf,“ segir Ásdís. „Þetta verður ekki valkvætt hjá okkur í Kópavogi, þetta verður skylda.“ Klippa: Taka upp samræmd próf og skipta Mentor út fyrir nýtt kerfi Prófin, sem búin voru til af Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, verða lögð árlega fyrir. Nú þegar séu til próf til að athuga lesskilning og stærðfræðikunnáttu barnanna en til stendur að búa til fleiri próf fyrir önnur kjarnafög. „Ég sem bæjarstjóri mun sjá hvar skólarnir standa miðað við aðra skóla á landsvísu, kennarar munu sjá hvar börnin standa og þannig geta þau stutt betur við þarfir sinna nemenda og síðast en ekki síst munu nemendur og foreldrar sjá hvar þau standa miðað við önnur börn á landsvísu.“ Námsumsjónarkerfið Mentor hefur einnig að sögn Ásdísar flækst fyrir foreldrum og því geti kennararnir ekki nýtt það til fulls. Nýtt námsumsjónarkerfi hefur verið þróað og verður notað sem tilraunaverkefni næsta skólaár. Takist vel verður nýja kerfið innleitt frá haustinu 2026. Leggja áherslu á umsagnir kennara Einkunnakerfið, sem nú er byggt á bókstöfum, var einnig tekið fyrir í umbótatillögunum. „Það er svolítið óskýrt hvað einkunnirnar þýða. Auðvitað var það gert að skyldu hjá stjórnvöldum 2013 að lokamat úr grunnskóla skyldi vera í bókstöfum en ekki tölustöfum. Þess vegna erum við að fara leggja ríkja áherslu á það að það verði umsagnir, það verði meira nám sem er leiðsögn. Það er að segja, nemendur fái þann stuðning sem þeir þurfi á að halda þannig að þau átti sig á því hvað B nú þýðir,“ segir Ásdís. Einkunnakerfið hefur verið á milli tanna foreldra undanfarið. Bjarki Már Baxter, foreldri fjögurra grunnskólabarna, ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni, þar sem hann sagði kerfið draga úr hvata nemenda til að vilja gera betur. Meðal umbóta eru einnig innleiðing heildstæðrar læsisáætlunar í frístundastarfi, leik- og grunnskólum. Þá verður áfram unnið að eftirfylgni með reglum um skólasókn og símanotkun í skólastarfi auk móttökuferla fyrir börn með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn.
Skóla- og menntamál Grunnskólar Kópavogur Börn og uppeldi PISA-könnun Bítið Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Sjá meira