Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar 19. ágúst 2025 12:00 Fyrst þegar ég heyrði af Fágætissafninu í Vestmannaeyjum hugsaði ég með mér að þar kynnu að leynast merkisgripir á borð við ljóðahandrit Ása úr Bæ, nótur með lögum Oddgeirs Kristjánssonar eða frumútgáfur af fyrstu hljóðritun hljómsveitarinnar Loga. En það var annars konar fortíð og enn markverðari gripir sem tóku á móti mér í stuttri heimsókn á dögunum. Það eru ekki mörg söfn á Íslandi sem fá gesti til að staldra við strax í dyrunum og anda aðeins dýpra. Fágætissafnið í Safnahúsinu, vestan við Ráðhúsið í Vestmannaeyjum, er slíkur staður. Þar ríkir andrúmsloft sem minnir á helgidóm – safn sem sameinar íslenskan þjóðararf, listasögu og menningararf Vestmannaeyja með þeim hætti að aðkomumaður finnur strax að hér er ekkert tilviljunum háð. Á efstu hæð hússins er Byggðasafnið með margvíslegum útfærslum á sögu Eyjamanna. Á jarðhæð er Bókasafnið og í kjallaranum er Fágætissafnið. Í stafni stendur Kári Bjarnason, forstöðumaður Bókasafns Vestmannaeyja frá árinu 2007. Kári er magister í íslenskum fræðum og með B.A. í heimspeki – en það sem stendur ekki á prófskírteinum er einstök einlægni hans og virðing fyrir efninu sem hann vinnur með. Hann er ekki aðeins safnvörður heldur fræðari, sögumaður og varðmaður minninganna. Fingur hans snerta af varfærni blaðsíður margra alda gamalla bóka, og málfar hans er stundum eilítið fornt líkt og gripirnir sem hann sýnir. Hann er sjálfur orðinn hluti af fágætum Eyjanna. Safnið var formlega opnað 18. maí síðastliðinn í glæsilegum nýjum sýningarsal á neðri hæð Safnahússins. Uppsetningin, verk Sigrúnar Örnu Gunnarsdóttur, er sjálf til sýnis – allt frá rakastýringu til lýsingar og skápa, útfært af nákvæmni og smekk. Kjarninn í safninu er ómetanleg bókagjöf Ágústs Einarssonar, fyrrverandi prófessors og rektors, sem gaf um 1.500 sjaldgæfar bækur í minningu föður síns, Einars Sigurðssonar útgerðarmanns. Þar á meðal eru allar íslenskar útgáfur Biblíunnar, allt frá Guðbrandsbiblíu 1584 til nýjustu útgáfna. En bókakosturinn er aðeins hluti sögunnar. Á veggjum hangir eitt stærsta safn verka Jóhannesar Kjarvals. Flest verkin, 37 talsins, komu úr fórum Sigfúsar M. Johnsen, fyrrum bæjarfógeta, og hafa ekki áður verið aðgengileg almenningi. Að frumkvæði Þorsteins Þ. Víglundssonar, fyrrverandi skólastjóra, heiðursborgara Vestmannaeyja og hvatamanns að stofnun Byggðasafnsins, ákvað Sigfús að gefa dýrgripi Kjarvals til bæjarins. Í svonefndu átthagarými prýða nokkur málverk Júlíönu Sveinsdóttur veggi. Þar eru einnig varðveitt um tvö þúsund rit og blöð um Eyjarnar, að mestu safnað af Þorsteini sjálfum. Að auki eru þar fágæt Íslandskort, allt frá 16. öld, sem nú má sjá í frumútgáfum. Fágætissafnið er ekki einungis varðveisla fortíðar – það er lifandi vitnisburður um menningarlega sjálfsmynd Eyjanna og þeirra sem hafa lagt sig fram við að varðveita hana. Þegar gengið er aftur út í sjávarloftið, með sögur safna- og sagnameistarans Kára í fersku minni, er líkt og maður hafi siglt í gegnum tíma. Augun eru enn föst við undurfögur málverk Kjarvals og gullbrúnar blaðsíður Guðbrandsbiblíunnar. Og líkast til hugsa margir það sama eftir heimsóknina: að safnið sjálft – og maðurinn sem heldur utan um það – séu fágætir dýrgripir í menningarflóru Íslands. Höfundur er fyrrverandi fréttamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vestmannaeyjar Söfn Gunnar Salvarsson Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrst þegar ég heyrði af Fágætissafninu í Vestmannaeyjum hugsaði ég með mér að þar kynnu að leynast merkisgripir á borð við ljóðahandrit Ása úr Bæ, nótur með lögum Oddgeirs Kristjánssonar eða frumútgáfur af fyrstu hljóðritun hljómsveitarinnar Loga. En það var annars konar fortíð og enn markverðari gripir sem tóku á móti mér í stuttri heimsókn á dögunum. Það eru ekki mörg söfn á Íslandi sem fá gesti til að staldra við strax í dyrunum og anda aðeins dýpra. Fágætissafnið í Safnahúsinu, vestan við Ráðhúsið í Vestmannaeyjum, er slíkur staður. Þar ríkir andrúmsloft sem minnir á helgidóm – safn sem sameinar íslenskan þjóðararf, listasögu og menningararf Vestmannaeyja með þeim hætti að aðkomumaður finnur strax að hér er ekkert tilviljunum háð. Á efstu hæð hússins er Byggðasafnið með margvíslegum útfærslum á sögu Eyjamanna. Á jarðhæð er Bókasafnið og í kjallaranum er Fágætissafnið. Í stafni stendur Kári Bjarnason, forstöðumaður Bókasafns Vestmannaeyja frá árinu 2007. Kári er magister í íslenskum fræðum og með B.A. í heimspeki – en það sem stendur ekki á prófskírteinum er einstök einlægni hans og virðing fyrir efninu sem hann vinnur með. Hann er ekki aðeins safnvörður heldur fræðari, sögumaður og varðmaður minninganna. Fingur hans snerta af varfærni blaðsíður margra alda gamalla bóka, og málfar hans er stundum eilítið fornt líkt og gripirnir sem hann sýnir. Hann er sjálfur orðinn hluti af fágætum Eyjanna. Safnið var formlega opnað 18. maí síðastliðinn í glæsilegum nýjum sýningarsal á neðri hæð Safnahússins. Uppsetningin, verk Sigrúnar Örnu Gunnarsdóttur, er sjálf til sýnis – allt frá rakastýringu til lýsingar og skápa, útfært af nákvæmni og smekk. Kjarninn í safninu er ómetanleg bókagjöf Ágústs Einarssonar, fyrrverandi prófessors og rektors, sem gaf um 1.500 sjaldgæfar bækur í minningu föður síns, Einars Sigurðssonar útgerðarmanns. Þar á meðal eru allar íslenskar útgáfur Biblíunnar, allt frá Guðbrandsbiblíu 1584 til nýjustu útgáfna. En bókakosturinn er aðeins hluti sögunnar. Á veggjum hangir eitt stærsta safn verka Jóhannesar Kjarvals. Flest verkin, 37 talsins, komu úr fórum Sigfúsar M. Johnsen, fyrrum bæjarfógeta, og hafa ekki áður verið aðgengileg almenningi. Að frumkvæði Þorsteins Þ. Víglundssonar, fyrrverandi skólastjóra, heiðursborgara Vestmannaeyja og hvatamanns að stofnun Byggðasafnsins, ákvað Sigfús að gefa dýrgripi Kjarvals til bæjarins. Í svonefndu átthagarými prýða nokkur málverk Júlíönu Sveinsdóttur veggi. Þar eru einnig varðveitt um tvö þúsund rit og blöð um Eyjarnar, að mestu safnað af Þorsteini sjálfum. Að auki eru þar fágæt Íslandskort, allt frá 16. öld, sem nú má sjá í frumútgáfum. Fágætissafnið er ekki einungis varðveisla fortíðar – það er lifandi vitnisburður um menningarlega sjálfsmynd Eyjanna og þeirra sem hafa lagt sig fram við að varðveita hana. Þegar gengið er aftur út í sjávarloftið, með sögur safna- og sagnameistarans Kára í fersku minni, er líkt og maður hafi siglt í gegnum tíma. Augun eru enn föst við undurfögur málverk Kjarvals og gullbrúnar blaðsíður Guðbrandsbiblíunnar. Og líkast til hugsa margir það sama eftir heimsóknina: að safnið sjálft – og maðurinn sem heldur utan um það – séu fágætir dýrgripir í menningarflóru Íslands. Höfundur er fyrrverandi fréttamaður.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun