Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Kjartan Kjartansson skrifar 22. ágúst 2025 09:24 Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri Sameinaða útgáfufélagsins, útskýrir uppsagnir og skipulagsbreytingar með forsendubresti þegar Alþingi samþykkti ekki styrki til fjölmiðla fyrir þinglok í sumar. Heimildin/Heiða Helgadóttir/Golli Framkvæmdastjóri Heimildarinnar segir það ekki réttmæta lýsingu á stöðu fjölmiðilsins að hann rói fjárhagslegan lífróður. Engu að síður þurfi að grípa til aðhaldsaðgerða vegna forsendubrests í rekstrinum eftir að Alþingi framlengdi ekki rekstrarstyrki til fjölmiðla. Blaðið kemur héðan í frá út mánaðarlega í stað vikulega áður. Fækkun útgáfudaganna er hluti af aðhaldsaðgerðum hjá fjölmiðlunum en bæði Ríkisútvarpið og Samstöðin greindu frá því fyrr í þessum mánuði. Þau höfðu jafnframt eftir heimildum sínum að tveimur reyndum blaðakonum, þeim Erlu Hlynsdóttur og Margréti Marteinsdóttur, hefði verið sagt upp störfum hjá Heimildinni. Hélt Samstöðin því fram að Heimildin reri „fjárhagslegan lífróður“. Blaðið kæmi nú út mánaðarlega í stað vikulega frá og með haustinu. Þetta var staðfest í Heimildinni í morgun þar sem greint var frá því að horfið yrði til eldra rekstrarlíkans Stundarinnar um prentúgáfu einu sinni í mánuði. Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri Heimildarinnar, vill þó ekki kannast við að Heimildin rói lífróður. Rekstrargrundvöllur fjölmiðilsins sé sterkur. Í blaðinu í dag kom fram að rúmlega tíu milljón króna afgangur hefði verið af rekstrinum í fyrra. Hins vegar segir Jón Trausti að áætlanir um lausafé og sjóðsstreymi hafi ekki gengið upp vegna þess að rekstrarstyrkir til fjölmiðla voru ekki endurnýjaðir í ár. Hann vill ekki tjá sig um fréttir af uppsögnum blaðamanna en viðurkennir að unnið sé að því að útfæra reksturinn í ljósi lausafjárstöðunnar. „Nú erum við að gera það sem þarf til að axla ábyrgð á rekstri fyrirtækisins,“ segir Jón Trausti. Margrét staðfestir í samtali við Vísi að henni hafi verið sagt upp störfum í lok júlí og henni gert að vinna uppsagnarfrest. Erla vildi ekki tjá sig um fréttirnar. Sjálfbær rekstur til að viðhalda sjálfstæði Forsendubrestur varð í rekstri íslenskra fjölmiðla í sumar þegar Alþingi endurnýjaði ekki rekstrarstyrki til einkarekinna fjölmiðla, að sögn Jóns Trausta. Heimildin hafi getað fengið skammtímafjármögnun með veði í komandi styrkjum í fyrra en nú hafi það ekki verið hægt. Heimildin og Sameinaða útgáfufélagið, útgefandi hennar, séu skuldbundin til að stunda sjálfbæran rekstur. Það hafi ekki í hyggju að sækja fé til hagsmunaaðila. „Við þurfum þess vegna að grípa til aðhaldsaðgerða þegar þannig stendur á til að viðhalda sjálfbærum rekstri og viðhalda sjálfstæði ritstjórnarinnar því að engin ritstjórn getur verið sjálfstæð til lengri tíma ef reksturinn er ekki sjálfbær,“ segir Jón Trausti. Jón Trausti segir að ætlunin sé að viðhalda eins sterkum prentmiðli og mögulegt sé. Lægri útgáfutíðni skapi rými til að styrkja hvert tölublað. Heimildin hafi vaxið mikið eftir skarpa og snögga sókn í kjölfar samruna Kjarnans og Stundarinnar. „Nú erum við svona að skala okkur niður í sjálfbærarar módel en var í þeim sóknarham. Við erum að fara leggja meiri áherslu á það sem skiptir mestu máli og það sem sker okkur frá öðrum,“ segir Jón Trausti. Áfram óvissa um styrkina Íslenska ríkið hefur undanfarin ár styrkt einkarekna fjölmiðla með því að greiða hluta af rekstrarkostnaði þeirra. Jón Trausti segir að meðalstórir og litlir fjölmiðlar séu í uppnámi vegna þess að Alþingi samþykkti ekki framlengingu á lögum sem liggja styrkjunum til grundvallar þrátt fyrir að það hefði verið boðað. „Við erum fyrst og fremst að bregðast við mikilli óvissu sem er í rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla og er í raun manngerð að miklu leyti. Ofan á það að íslenskir fjölmiðlar eru náttúrulega, eins og sést á rekstrartölum þeirra, í viðvarandi rekstrarvandræðum og hafa þurft að leita á náðir hagsmunaaðila sem við viljum ekki þurfa að gera,“ segir hann. Styrkir hvers árs byggðu á rekstrartölum fjölmiðla frá árinu áður. Jón Trausti segir að út frá rekstri fjölmiðilsins hefði hann viljað vita við upphaf síðasta árs hvernig reglur um endurgreiðslur ritstjórnarkostnaðar yrði háttað fyrir það ár. „Núna erum við komin einhverja tuttugu mánuði umfram þann tíma þar sem óvissa hefur verið til staðar. Óvissan teygir sig algerlega til framtíðar. Það er ekki bara síðasta ár sem hefur ekki verið ákveðið heldur ekki þetta líðandi ár. Það er ekki einu sinni vitað hvernig styrkjagreiðslur verða byggðar upp fyrir þetta ár.“ Uppgjör á orlofi skekkti tekjulista Bæði Jón Trausti og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Heimildarinnar, voru í hópi tíu launahæstu fjölmiðlamannanna á lista Tekjublaðs Frjálsrar verslunar sem kom út í vikunni. Þau voru þar bæði sögð með í kringum 1,8 milljónir króna í laun á mánuði. Jón Trausti segir tölurnar ekki endurspegla mánaðarlaun hjá Heimildinni. Þær skýrist af því að í fyrra hafi verið ráðist í uppgjör á uppsöfnuðu orlofi starfsmanna en það hafi verið töluvert frá samruna Kjarnans og Stundarinnar á sínum tíma. Blaðamenn eiga meðal annars rétt á svonefndu þriggja mánaða orlofi á fimm ára fresti samkvæmt kjarasamningi þeirra. Starfsmannavelta, deilur um kaup á Mannlífi og umdeild umfjöllun Talsverðar breytingar hafa orðið hjá Heimildinni undanfarin misseri. Miðillinn varð til við sameiningu Stundarinnar og Kjarnans árið 2023. Þórður Snær Júlíusson, sem var ritstjóri Kjarnans og annar ritstjóra Heimildarinnar, hætti störfum fyrir fjölmiðilinn í fyrra og fór síðar í framboð til Alþingis. Allir fyrri starfsmenn Kjarnans eru nú hættir hjá blaðinu. Þá sköpuðust deilur í eigendahópi Heimildarinnar um kaup útgáfufélagsins á vefmiðlinum Mannlífi af Reyni Traustasyni, föður Jóns Trausta. Þeir Þorsteinn Vilhjálmsson og Hjálmar Gíslason, tveir af bakhjörlum Kjarnans, hættu í stjórn Sameinaða útgáfufélagsins, vegna óánægju sinnar með áformin. Nokkuð hefur einnig gustað um Heimildina vegna umfjallana hennar upp á síðkastið. Sveitarstjóri Mýrdalshrepps sakaði Heimildina um að vega að byggðinni með umfjöllun um áhrif ferðamennsku á sveitarfélagið í sumar. Fulltrúi ferðaþjónustunnar sakaði blaðið um „einhliða og einstaklega rætna herferð“ gegn ferðaþjónustunni. Jón Trausti sakaði sveitarstjórann á móti um atvinnuróg og „klámhögg“. Heimildin þurfti einnig að leiðrétta umfjöllun sína um kolefnisförgunarfyrirtækið Carbfix síðasta vetur. Fullyrti blaðið á forsíðu að á meðal viðskiptavina Carbfix væri sementsrisi sem hefði verið dæmdur fyrir glæpi gegn mannkyninu, fyrst fyrirtækja. Fyrirtækið hafði þó hvorki verið dæmt fyrir slíka glæpi, þótt það sætti ákæru fyrir þá, né var það á meðal viðskiptavina Carbfix. Síðar birti Heimildin athugasemdir Carbfix við umfjöllunina á vefsíðu sinni. Þá var fullyrðing blaðsins um dóminn yfir sementsfyrirtækinu leiðrétt en ekki um meint viðskiptasamband þess við Carbfix. „Þetta er dæmi um ótrúleg tengsl sem eru teiknuð upp í þessari umfjöllun og vekja mikla furðu hjá okkur. Við höfum ekki gert viljayfirlýsingu við þetta félag þannig að það er bara rangt sem er haldið fram á forsíðu blaðsins,“ sagði Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix við Vísi í janúar. Fjölmiðlar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Sjá meira
Fækkun útgáfudaganna er hluti af aðhaldsaðgerðum hjá fjölmiðlunum en bæði Ríkisútvarpið og Samstöðin greindu frá því fyrr í þessum mánuði. Þau höfðu jafnframt eftir heimildum sínum að tveimur reyndum blaðakonum, þeim Erlu Hlynsdóttur og Margréti Marteinsdóttur, hefði verið sagt upp störfum hjá Heimildinni. Hélt Samstöðin því fram að Heimildin reri „fjárhagslegan lífróður“. Blaðið kæmi nú út mánaðarlega í stað vikulega frá og með haustinu. Þetta var staðfest í Heimildinni í morgun þar sem greint var frá því að horfið yrði til eldra rekstrarlíkans Stundarinnar um prentúgáfu einu sinni í mánuði. Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri Heimildarinnar, vill þó ekki kannast við að Heimildin rói lífróður. Rekstrargrundvöllur fjölmiðilsins sé sterkur. Í blaðinu í dag kom fram að rúmlega tíu milljón króna afgangur hefði verið af rekstrinum í fyrra. Hins vegar segir Jón Trausti að áætlanir um lausafé og sjóðsstreymi hafi ekki gengið upp vegna þess að rekstrarstyrkir til fjölmiðla voru ekki endurnýjaðir í ár. Hann vill ekki tjá sig um fréttir af uppsögnum blaðamanna en viðurkennir að unnið sé að því að útfæra reksturinn í ljósi lausafjárstöðunnar. „Nú erum við að gera það sem þarf til að axla ábyrgð á rekstri fyrirtækisins,“ segir Jón Trausti. Margrét staðfestir í samtali við Vísi að henni hafi verið sagt upp störfum í lok júlí og henni gert að vinna uppsagnarfrest. Erla vildi ekki tjá sig um fréttirnar. Sjálfbær rekstur til að viðhalda sjálfstæði Forsendubrestur varð í rekstri íslenskra fjölmiðla í sumar þegar Alþingi endurnýjaði ekki rekstrarstyrki til einkarekinna fjölmiðla, að sögn Jóns Trausta. Heimildin hafi getað fengið skammtímafjármögnun með veði í komandi styrkjum í fyrra en nú hafi það ekki verið hægt. Heimildin og Sameinaða útgáfufélagið, útgefandi hennar, séu skuldbundin til að stunda sjálfbæran rekstur. Það hafi ekki í hyggju að sækja fé til hagsmunaaðila. „Við þurfum þess vegna að grípa til aðhaldsaðgerða þegar þannig stendur á til að viðhalda sjálfbærum rekstri og viðhalda sjálfstæði ritstjórnarinnar því að engin ritstjórn getur verið sjálfstæð til lengri tíma ef reksturinn er ekki sjálfbær,“ segir Jón Trausti. Jón Trausti segir að ætlunin sé að viðhalda eins sterkum prentmiðli og mögulegt sé. Lægri útgáfutíðni skapi rými til að styrkja hvert tölublað. Heimildin hafi vaxið mikið eftir skarpa og snögga sókn í kjölfar samruna Kjarnans og Stundarinnar. „Nú erum við svona að skala okkur niður í sjálfbærarar módel en var í þeim sóknarham. Við erum að fara leggja meiri áherslu á það sem skiptir mestu máli og það sem sker okkur frá öðrum,“ segir Jón Trausti. Áfram óvissa um styrkina Íslenska ríkið hefur undanfarin ár styrkt einkarekna fjölmiðla með því að greiða hluta af rekstrarkostnaði þeirra. Jón Trausti segir að meðalstórir og litlir fjölmiðlar séu í uppnámi vegna þess að Alþingi samþykkti ekki framlengingu á lögum sem liggja styrkjunum til grundvallar þrátt fyrir að það hefði verið boðað. „Við erum fyrst og fremst að bregðast við mikilli óvissu sem er í rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla og er í raun manngerð að miklu leyti. Ofan á það að íslenskir fjölmiðlar eru náttúrulega, eins og sést á rekstrartölum þeirra, í viðvarandi rekstrarvandræðum og hafa þurft að leita á náðir hagsmunaaðila sem við viljum ekki þurfa að gera,“ segir hann. Styrkir hvers árs byggðu á rekstrartölum fjölmiðla frá árinu áður. Jón Trausti segir að út frá rekstri fjölmiðilsins hefði hann viljað vita við upphaf síðasta árs hvernig reglur um endurgreiðslur ritstjórnarkostnaðar yrði háttað fyrir það ár. „Núna erum við komin einhverja tuttugu mánuði umfram þann tíma þar sem óvissa hefur verið til staðar. Óvissan teygir sig algerlega til framtíðar. Það er ekki bara síðasta ár sem hefur ekki verið ákveðið heldur ekki þetta líðandi ár. Það er ekki einu sinni vitað hvernig styrkjagreiðslur verða byggðar upp fyrir þetta ár.“ Uppgjör á orlofi skekkti tekjulista Bæði Jón Trausti og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Heimildarinnar, voru í hópi tíu launahæstu fjölmiðlamannanna á lista Tekjublaðs Frjálsrar verslunar sem kom út í vikunni. Þau voru þar bæði sögð með í kringum 1,8 milljónir króna í laun á mánuði. Jón Trausti segir tölurnar ekki endurspegla mánaðarlaun hjá Heimildinni. Þær skýrist af því að í fyrra hafi verið ráðist í uppgjör á uppsöfnuðu orlofi starfsmanna en það hafi verið töluvert frá samruna Kjarnans og Stundarinnar á sínum tíma. Blaðamenn eiga meðal annars rétt á svonefndu þriggja mánaða orlofi á fimm ára fresti samkvæmt kjarasamningi þeirra. Starfsmannavelta, deilur um kaup á Mannlífi og umdeild umfjöllun Talsverðar breytingar hafa orðið hjá Heimildinni undanfarin misseri. Miðillinn varð til við sameiningu Stundarinnar og Kjarnans árið 2023. Þórður Snær Júlíusson, sem var ritstjóri Kjarnans og annar ritstjóra Heimildarinnar, hætti störfum fyrir fjölmiðilinn í fyrra og fór síðar í framboð til Alþingis. Allir fyrri starfsmenn Kjarnans eru nú hættir hjá blaðinu. Þá sköpuðust deilur í eigendahópi Heimildarinnar um kaup útgáfufélagsins á vefmiðlinum Mannlífi af Reyni Traustasyni, föður Jóns Trausta. Þeir Þorsteinn Vilhjálmsson og Hjálmar Gíslason, tveir af bakhjörlum Kjarnans, hættu í stjórn Sameinaða útgáfufélagsins, vegna óánægju sinnar með áformin. Nokkuð hefur einnig gustað um Heimildina vegna umfjallana hennar upp á síðkastið. Sveitarstjóri Mýrdalshrepps sakaði Heimildina um að vega að byggðinni með umfjöllun um áhrif ferðamennsku á sveitarfélagið í sumar. Fulltrúi ferðaþjónustunnar sakaði blaðið um „einhliða og einstaklega rætna herferð“ gegn ferðaþjónustunni. Jón Trausti sakaði sveitarstjórann á móti um atvinnuróg og „klámhögg“. Heimildin þurfti einnig að leiðrétta umfjöllun sína um kolefnisförgunarfyrirtækið Carbfix síðasta vetur. Fullyrti blaðið á forsíðu að á meðal viðskiptavina Carbfix væri sementsrisi sem hefði verið dæmdur fyrir glæpi gegn mannkyninu, fyrst fyrirtækja. Fyrirtækið hafði þó hvorki verið dæmt fyrir slíka glæpi, þótt það sætti ákæru fyrir þá, né var það á meðal viðskiptavina Carbfix. Síðar birti Heimildin athugasemdir Carbfix við umfjöllunina á vefsíðu sinni. Þá var fullyrðing blaðsins um dóminn yfir sementsfyrirtækinu leiðrétt en ekki um meint viðskiptasamband þess við Carbfix. „Þetta er dæmi um ótrúleg tengsl sem eru teiknuð upp í þessari umfjöllun og vekja mikla furðu hjá okkur. Við höfum ekki gert viljayfirlýsingu við þetta félag þannig að það er bara rangt sem er haldið fram á forsíðu blaðsins,“ sagði Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix við Vísi í janúar.
Fjölmiðlar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Sjá meira