Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Aron Guðmundsson skrifar 16. ágúst 2025 10:02 Jamie Carragher, sparkspekingur og fyrrverandi leikmaður Liverpool, hafði sitthvað að segja um varnarleik liðsins gegn Bournemouth í gær. Vísir/Getty Jamie Carragher, sparkspekingur og fyrrverandi leikmaður Liverpool, var allt annað en sáttur með varnarleik liðsins, sér í lagi í seinna markinu sem liðið fékk á sig gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í gær. Liverpool vinni ekki ensku deildina með svona nálgun. Liverpool hóf titilvörn sína í ensku úrvalsdeildinni með 4-2 sigri gegn Bournemouth í opnunarleik deildarinnar á Anfield í Liverpool í gærkvöldi. Heimamenn komust tveimur mörkum yfir áður en að Antoine Semenyo tók yfir og með tveimur mörkum jafnaði hann metin fyrir Bournemouth. Ríkjandi Englandsmeistarar Liverpool eru hins vegar ekki þekktir fyrir að leggja árar í bát og mörk undir lokin frá Federico Chiesa og Mohamed Salah sáu til þess að Liverpool hóf titilvörnina á 4-2 sigri. Jamie Carragher, sem var hluti af varnarlínu Liverpool á sínum tíma og er nú sparkspekingur á Sky Sports, tætti í sig varnarleik liðsins í seinna markinu sem Bournemouth skoraði í gær. „Þetta er ótrúlegt,“ sagði Carragher í þættinum Friday Night Football á Sky Sports í gær. „Þetta er frábært frá Semenyo en þetta er vandamál sem Liverpool er þekkt fyrir. Hversu margir leikmenn Liverpool voru fyrir framan boltannn þarna í stöðunni 2-1 við teig Bournemouth þegar að þeir missa boltann? Þetta á ekki að gerast, er ekki boðlegt á þessu gæðastigi.“ Semenyo hafi fengið alltof mikið pláss til þess að hlaupa upp völlinn og koma skoti á markið. Carragher segir varnarleik Liverpool á undirbúningstímabilinu ekki hafa verið góðan og að liðið hafi fengið svipuð mörk á sig þar sem og í leiknum um Samfélagsskjöldinn á dögunum. „Ef Liverpool heldur áfram á þessari braut þá tel ég að liðið vinni ekki deildina,“ bætti Carragher við en hann er á því að lið Liverpool sé helst til of sóknarsinnað þegar liðið er með forystu í leikjum. Slot svaraði Carragher Áhyggjur Carragher voru bornar undir Arne Slot, þjálfara Liverpool, sem benti réttilega á að liðið væri að spila án mikilvægs leikmanns á miðjunni, Ryan Gravenberch. Liverpool sé meira viðkvæmt fyrir skyndisóknum mótherja sinna án hans. Arne Slot, þjálfari Liverpool, á hliðarlínunni í gærVísir/Getty Varðandi það að vera með marga leikmenn framarlega á vellinum þegar að Liverpool er með forystu í leikjum sagðist Arne Slot ekki ætla víkja frá hugmyndafræði sinni. „Þetta er það sem við höfum gert, það sem við stöndum fyrir og þess vegna er gaman að horfa á leiki með Liverpool. Við munum ekki hörfa niður í lágblokk til að verjast.“ Carragher sagði þessi orð Slot valda sér áhyggjum en Hollendingurinn svaraði þeim áhyggjum fljótt og beinskeytt: „Þú hefur rétt á þinni skoðun en þarft þá kannski að finna þér annað lið til að styðja. Lið sem verst með alla ellefu leikmenn sína í sínum eigin vítateig. Væri ég þá frekar til í að sjá það sem við stóðum fyrir í kvöld. Allt það helsta úr leik opnunarleik Liverpool og Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni þetta tímabilið má sjá hér fyrir ofan. Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu á Sýn Sport. Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira
Liverpool hóf titilvörn sína í ensku úrvalsdeildinni með 4-2 sigri gegn Bournemouth í opnunarleik deildarinnar á Anfield í Liverpool í gærkvöldi. Heimamenn komust tveimur mörkum yfir áður en að Antoine Semenyo tók yfir og með tveimur mörkum jafnaði hann metin fyrir Bournemouth. Ríkjandi Englandsmeistarar Liverpool eru hins vegar ekki þekktir fyrir að leggja árar í bát og mörk undir lokin frá Federico Chiesa og Mohamed Salah sáu til þess að Liverpool hóf titilvörnina á 4-2 sigri. Jamie Carragher, sem var hluti af varnarlínu Liverpool á sínum tíma og er nú sparkspekingur á Sky Sports, tætti í sig varnarleik liðsins í seinna markinu sem Bournemouth skoraði í gær. „Þetta er ótrúlegt,“ sagði Carragher í þættinum Friday Night Football á Sky Sports í gær. „Þetta er frábært frá Semenyo en þetta er vandamál sem Liverpool er þekkt fyrir. Hversu margir leikmenn Liverpool voru fyrir framan boltannn þarna í stöðunni 2-1 við teig Bournemouth þegar að þeir missa boltann? Þetta á ekki að gerast, er ekki boðlegt á þessu gæðastigi.“ Semenyo hafi fengið alltof mikið pláss til þess að hlaupa upp völlinn og koma skoti á markið. Carragher segir varnarleik Liverpool á undirbúningstímabilinu ekki hafa verið góðan og að liðið hafi fengið svipuð mörk á sig þar sem og í leiknum um Samfélagsskjöldinn á dögunum. „Ef Liverpool heldur áfram á þessari braut þá tel ég að liðið vinni ekki deildina,“ bætti Carragher við en hann er á því að lið Liverpool sé helst til of sóknarsinnað þegar liðið er með forystu í leikjum. Slot svaraði Carragher Áhyggjur Carragher voru bornar undir Arne Slot, þjálfara Liverpool, sem benti réttilega á að liðið væri að spila án mikilvægs leikmanns á miðjunni, Ryan Gravenberch. Liverpool sé meira viðkvæmt fyrir skyndisóknum mótherja sinna án hans. Arne Slot, þjálfari Liverpool, á hliðarlínunni í gærVísir/Getty Varðandi það að vera með marga leikmenn framarlega á vellinum þegar að Liverpool er með forystu í leikjum sagðist Arne Slot ekki ætla víkja frá hugmyndafræði sinni. „Þetta er það sem við höfum gert, það sem við stöndum fyrir og þess vegna er gaman að horfa á leiki með Liverpool. Við munum ekki hörfa niður í lágblokk til að verjast.“ Carragher sagði þessi orð Slot valda sér áhyggjum en Hollendingurinn svaraði þeim áhyggjum fljótt og beinskeytt: „Þú hefur rétt á þinni skoðun en þarft þá kannski að finna þér annað lið til að styðja. Lið sem verst með alla ellefu leikmenn sína í sínum eigin vítateig. Væri ég þá frekar til í að sjá það sem við stóðum fyrir í kvöld. Allt það helsta úr leik opnunarleik Liverpool og Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni þetta tímabilið má sjá hér fyrir ofan. Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu á Sýn Sport.
Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira