Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar 15. ágúst 2025 15:00 Við hjá Krabbameinsfélaginu höfum lengi lagt mikla áherslu á að horfst verði í augu við þau áhrif sem mikil fjölgun krabbameinstilvika hefur á heilbrigðisþjónustuna, sem á mörgum sviðum er komin að þolmörkum. Með öldrun þjóðarinnar fjölgar krabbameinstilvikum en sama gera framfarir í vísindum sem bæta greiningaraðferðir en auka batahorfur sömuleiðis. Út frá fjölgun þjóðarinnar, aldurssamsetningu og fleiri þáttum getum við spáð með áreiðanlegum hætti fyrir um fjölda krabbameinstilvika fram í tímann. Fjölgun tilvika hefur verið langt umfram fólksfjölgun á síðustu áratugum. Um 1980 voru krabbameinstilvik 717 að meðaltali á ári en eru nú um 2.000 að meðaltali á ári. Árið 2040 gerum við ráð fyrir 2.900 tilvikum. Um leið og við hjá Krabbameinsfélaginu vinnum að því að fækka í hópi þeirra sem fá krabbamein beitum við okkur fyrir því að öllum þeim sem veikjast bjóðist besta meðferð sem tryggir bestar batahorfur og lífsgæði, með og eftir krabbamein. Sú staða sem upp er komin varðandi geislameðferð hér á landi sýnir svo ekki verður um villst að grunnstoðum; sérhæfðum mannafla, húsnæði og tækjakosti hefur ekki verið viðhaldið þannig að krabbameinsþjónustan ráði að fullu við verkefni sín. Það veldur óþarfa töfum, áhyggjum og álagi á það fólk sem þarf á meðferðinni að halda og fjölskyldur þess og getur haft áhrif á batahorfur. Að auki er staðan líka erfið fyrir það starfsfólk sem getur ekki veitt bestu þjónustu. Við hjá Krabbameinsfélaginu treystum því að spretthópur heilbrigðisráðherra finni árangursríkar lausnir bæði til skamms og langs tíma. Þrátt fyrir mjög erfiða og viðkvæma stöðu í dag er rík ástæða til að fagna því að þingmenn, þvert á flokka, samþykktu samhljóða aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum til ársins 2030 á vorþinginu. Í aðgerðaáætluninni er fjöldi atriða sem Krabbameinsfélagið hefur lengi talað fyrir og við vitum að framkvæmd áætlunarinnar mun skipta sköpum varðandi þjónustuna fram á veginn. Mörg atriðanna eru forsenda þess að á Landspítala verði alþjóðlega vottuð krabbameinsmiðstöð sem er markmið metnaðarfulls starfsfólks spítalans. Við trúum því að með samþykkt aðgerðaáætlunarinnar hafi þingmenn sýnt í verki að þeir vilji að þjónusta við fólk með krabbamein hér á landi sé eins góð og mögulegt er og séu tilbúnir að leggjast á árarnar til að svo verði. Augljóst er að aðgerðaáætlunin hefur aldrei verið eins nauðsynleg og nú. Hún er hins vegar takmörkuð og tekur til dæmis hvorki á húsnæðis- né tækjamálum og er ekki full fjármögnuð. Forsvarsfólk krabbameinsþjónustu á Landspítala hefur í samtölum við okkur hjá Krabbameinsfélaginu allt frá árinu 2018 lýst því hve nauðsynlegt sé að bæta úr húsnæðismálum án þess að við hafi verið brugðist með viðunandi hætti. Í nýbyggingu Landspítala er ekki gert ráð fyrir geislameðferð við krabbameinum eða dag- og göngudeild fyrir krabbameinslyfjagjafir. Málið þolir enga bið, það verður að bregðast við. Við treystum á að staðan sem nú er uppi varðandi geislameðferð verði víti til varnaðar og stjórnvöld stígi þau skref sem til þarf svo tryggja megi nauðsynlegan tækjakost, aðstöðu og sérhæft starfsfólk til framtíðar. Fólk sem tekst á við ein erfiðustu verkefni lífs síns verður að geta treyst á að fá bestu þjónustu sem völ er á. Við hjá Krabbameinsfélaginu skorum á stjórnvöld að láta verkin tala. Við þurfum sterka forystu með skýra og metnaðarfulla sýn á krabbameinsþjónustu til framtíðar. Við treystum því að það muni endurspeglast í aðgerðum stjórnvalda og fjárlögum næsta árs og hlökkum til frekara samstarfs því lífið liggur við. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þorvaldsdóttir Krabbamein Heilbrigðismál Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Við hjá Krabbameinsfélaginu höfum lengi lagt mikla áherslu á að horfst verði í augu við þau áhrif sem mikil fjölgun krabbameinstilvika hefur á heilbrigðisþjónustuna, sem á mörgum sviðum er komin að þolmörkum. Með öldrun þjóðarinnar fjölgar krabbameinstilvikum en sama gera framfarir í vísindum sem bæta greiningaraðferðir en auka batahorfur sömuleiðis. Út frá fjölgun þjóðarinnar, aldurssamsetningu og fleiri þáttum getum við spáð með áreiðanlegum hætti fyrir um fjölda krabbameinstilvika fram í tímann. Fjölgun tilvika hefur verið langt umfram fólksfjölgun á síðustu áratugum. Um 1980 voru krabbameinstilvik 717 að meðaltali á ári en eru nú um 2.000 að meðaltali á ári. Árið 2040 gerum við ráð fyrir 2.900 tilvikum. Um leið og við hjá Krabbameinsfélaginu vinnum að því að fækka í hópi þeirra sem fá krabbamein beitum við okkur fyrir því að öllum þeim sem veikjast bjóðist besta meðferð sem tryggir bestar batahorfur og lífsgæði, með og eftir krabbamein. Sú staða sem upp er komin varðandi geislameðferð hér á landi sýnir svo ekki verður um villst að grunnstoðum; sérhæfðum mannafla, húsnæði og tækjakosti hefur ekki verið viðhaldið þannig að krabbameinsþjónustan ráði að fullu við verkefni sín. Það veldur óþarfa töfum, áhyggjum og álagi á það fólk sem þarf á meðferðinni að halda og fjölskyldur þess og getur haft áhrif á batahorfur. Að auki er staðan líka erfið fyrir það starfsfólk sem getur ekki veitt bestu þjónustu. Við hjá Krabbameinsfélaginu treystum því að spretthópur heilbrigðisráðherra finni árangursríkar lausnir bæði til skamms og langs tíma. Þrátt fyrir mjög erfiða og viðkvæma stöðu í dag er rík ástæða til að fagna því að þingmenn, þvert á flokka, samþykktu samhljóða aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum til ársins 2030 á vorþinginu. Í aðgerðaáætluninni er fjöldi atriða sem Krabbameinsfélagið hefur lengi talað fyrir og við vitum að framkvæmd áætlunarinnar mun skipta sköpum varðandi þjónustuna fram á veginn. Mörg atriðanna eru forsenda þess að á Landspítala verði alþjóðlega vottuð krabbameinsmiðstöð sem er markmið metnaðarfulls starfsfólks spítalans. Við trúum því að með samþykkt aðgerðaáætlunarinnar hafi þingmenn sýnt í verki að þeir vilji að þjónusta við fólk með krabbamein hér á landi sé eins góð og mögulegt er og séu tilbúnir að leggjast á árarnar til að svo verði. Augljóst er að aðgerðaáætlunin hefur aldrei verið eins nauðsynleg og nú. Hún er hins vegar takmörkuð og tekur til dæmis hvorki á húsnæðis- né tækjamálum og er ekki full fjármögnuð. Forsvarsfólk krabbameinsþjónustu á Landspítala hefur í samtölum við okkur hjá Krabbameinsfélaginu allt frá árinu 2018 lýst því hve nauðsynlegt sé að bæta úr húsnæðismálum án þess að við hafi verið brugðist með viðunandi hætti. Í nýbyggingu Landspítala er ekki gert ráð fyrir geislameðferð við krabbameinum eða dag- og göngudeild fyrir krabbameinslyfjagjafir. Málið þolir enga bið, það verður að bregðast við. Við treystum á að staðan sem nú er uppi varðandi geislameðferð verði víti til varnaðar og stjórnvöld stígi þau skref sem til þarf svo tryggja megi nauðsynlegan tækjakost, aðstöðu og sérhæft starfsfólk til framtíðar. Fólk sem tekst á við ein erfiðustu verkefni lífs síns verður að geta treyst á að fá bestu þjónustu sem völ er á. Við hjá Krabbameinsfélaginu skorum á stjórnvöld að láta verkin tala. Við þurfum sterka forystu með skýra og metnaðarfulla sýn á krabbameinsþjónustu til framtíðar. Við treystum því að það muni endurspeglast í aðgerðum stjórnvalda og fjárlögum næsta árs og hlökkum til frekara samstarfs því lífið liggur við. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun