Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar 15. ágúst 2025 15:00 Við hjá Krabbameinsfélaginu höfum lengi lagt mikla áherslu á að horfst verði í augu við þau áhrif sem mikil fjölgun krabbameinstilvika hefur á heilbrigðisþjónustuna, sem á mörgum sviðum er komin að þolmörkum. Með öldrun þjóðarinnar fjölgar krabbameinstilvikum en sama gera framfarir í vísindum sem bæta greiningaraðferðir en auka batahorfur sömuleiðis. Út frá fjölgun þjóðarinnar, aldurssamsetningu og fleiri þáttum getum við spáð með áreiðanlegum hætti fyrir um fjölda krabbameinstilvika fram í tímann. Fjölgun tilvika hefur verið langt umfram fólksfjölgun á síðustu áratugum. Um 1980 voru krabbameinstilvik 717 að meðaltali á ári en eru nú um 2.000 að meðaltali á ári. Árið 2040 gerum við ráð fyrir 2.900 tilvikum. Um leið og við hjá Krabbameinsfélaginu vinnum að því að fækka í hópi þeirra sem fá krabbamein beitum við okkur fyrir því að öllum þeim sem veikjast bjóðist besta meðferð sem tryggir bestar batahorfur og lífsgæði, með og eftir krabbamein. Sú staða sem upp er komin varðandi geislameðferð hér á landi sýnir svo ekki verður um villst að grunnstoðum; sérhæfðum mannafla, húsnæði og tækjakosti hefur ekki verið viðhaldið þannig að krabbameinsþjónustan ráði að fullu við verkefni sín. Það veldur óþarfa töfum, áhyggjum og álagi á það fólk sem þarf á meðferðinni að halda og fjölskyldur þess og getur haft áhrif á batahorfur. Að auki er staðan líka erfið fyrir það starfsfólk sem getur ekki veitt bestu þjónustu. Við hjá Krabbameinsfélaginu treystum því að spretthópur heilbrigðisráðherra finni árangursríkar lausnir bæði til skamms og langs tíma. Þrátt fyrir mjög erfiða og viðkvæma stöðu í dag er rík ástæða til að fagna því að þingmenn, þvert á flokka, samþykktu samhljóða aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum til ársins 2030 á vorþinginu. Í aðgerðaáætluninni er fjöldi atriða sem Krabbameinsfélagið hefur lengi talað fyrir og við vitum að framkvæmd áætlunarinnar mun skipta sköpum varðandi þjónustuna fram á veginn. Mörg atriðanna eru forsenda þess að á Landspítala verði alþjóðlega vottuð krabbameinsmiðstöð sem er markmið metnaðarfulls starfsfólks spítalans. Við trúum því að með samþykkt aðgerðaáætlunarinnar hafi þingmenn sýnt í verki að þeir vilji að þjónusta við fólk með krabbamein hér á landi sé eins góð og mögulegt er og séu tilbúnir að leggjast á árarnar til að svo verði. Augljóst er að aðgerðaáætlunin hefur aldrei verið eins nauðsynleg og nú. Hún er hins vegar takmörkuð og tekur til dæmis hvorki á húsnæðis- né tækjamálum og er ekki full fjármögnuð. Forsvarsfólk krabbameinsþjónustu á Landspítala hefur í samtölum við okkur hjá Krabbameinsfélaginu allt frá árinu 2018 lýst því hve nauðsynlegt sé að bæta úr húsnæðismálum án þess að við hafi verið brugðist með viðunandi hætti. Í nýbyggingu Landspítala er ekki gert ráð fyrir geislameðferð við krabbameinum eða dag- og göngudeild fyrir krabbameinslyfjagjafir. Málið þolir enga bið, það verður að bregðast við. Við treystum á að staðan sem nú er uppi varðandi geislameðferð verði víti til varnaðar og stjórnvöld stígi þau skref sem til þarf svo tryggja megi nauðsynlegan tækjakost, aðstöðu og sérhæft starfsfólk til framtíðar. Fólk sem tekst á við ein erfiðustu verkefni lífs síns verður að geta treyst á að fá bestu þjónustu sem völ er á. Við hjá Krabbameinsfélaginu skorum á stjórnvöld að láta verkin tala. Við þurfum sterka forystu með skýra og metnaðarfulla sýn á krabbameinsþjónustu til framtíðar. Við treystum því að það muni endurspeglast í aðgerðum stjórnvalda og fjárlögum næsta árs og hlökkum til frekara samstarfs því lífið liggur við. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þorvaldsdóttir Krabbamein Heilbrigðismál Mest lesið Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Við hjá Krabbameinsfélaginu höfum lengi lagt mikla áherslu á að horfst verði í augu við þau áhrif sem mikil fjölgun krabbameinstilvika hefur á heilbrigðisþjónustuna, sem á mörgum sviðum er komin að þolmörkum. Með öldrun þjóðarinnar fjölgar krabbameinstilvikum en sama gera framfarir í vísindum sem bæta greiningaraðferðir en auka batahorfur sömuleiðis. Út frá fjölgun þjóðarinnar, aldurssamsetningu og fleiri þáttum getum við spáð með áreiðanlegum hætti fyrir um fjölda krabbameinstilvika fram í tímann. Fjölgun tilvika hefur verið langt umfram fólksfjölgun á síðustu áratugum. Um 1980 voru krabbameinstilvik 717 að meðaltali á ári en eru nú um 2.000 að meðaltali á ári. Árið 2040 gerum við ráð fyrir 2.900 tilvikum. Um leið og við hjá Krabbameinsfélaginu vinnum að því að fækka í hópi þeirra sem fá krabbamein beitum við okkur fyrir því að öllum þeim sem veikjast bjóðist besta meðferð sem tryggir bestar batahorfur og lífsgæði, með og eftir krabbamein. Sú staða sem upp er komin varðandi geislameðferð hér á landi sýnir svo ekki verður um villst að grunnstoðum; sérhæfðum mannafla, húsnæði og tækjakosti hefur ekki verið viðhaldið þannig að krabbameinsþjónustan ráði að fullu við verkefni sín. Það veldur óþarfa töfum, áhyggjum og álagi á það fólk sem þarf á meðferðinni að halda og fjölskyldur þess og getur haft áhrif á batahorfur. Að auki er staðan líka erfið fyrir það starfsfólk sem getur ekki veitt bestu þjónustu. Við hjá Krabbameinsfélaginu treystum því að spretthópur heilbrigðisráðherra finni árangursríkar lausnir bæði til skamms og langs tíma. Þrátt fyrir mjög erfiða og viðkvæma stöðu í dag er rík ástæða til að fagna því að þingmenn, þvert á flokka, samþykktu samhljóða aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum til ársins 2030 á vorþinginu. Í aðgerðaáætluninni er fjöldi atriða sem Krabbameinsfélagið hefur lengi talað fyrir og við vitum að framkvæmd áætlunarinnar mun skipta sköpum varðandi þjónustuna fram á veginn. Mörg atriðanna eru forsenda þess að á Landspítala verði alþjóðlega vottuð krabbameinsmiðstöð sem er markmið metnaðarfulls starfsfólks spítalans. Við trúum því að með samþykkt aðgerðaáætlunarinnar hafi þingmenn sýnt í verki að þeir vilji að þjónusta við fólk með krabbamein hér á landi sé eins góð og mögulegt er og séu tilbúnir að leggjast á árarnar til að svo verði. Augljóst er að aðgerðaáætlunin hefur aldrei verið eins nauðsynleg og nú. Hún er hins vegar takmörkuð og tekur til dæmis hvorki á húsnæðis- né tækjamálum og er ekki full fjármögnuð. Forsvarsfólk krabbameinsþjónustu á Landspítala hefur í samtölum við okkur hjá Krabbameinsfélaginu allt frá árinu 2018 lýst því hve nauðsynlegt sé að bæta úr húsnæðismálum án þess að við hafi verið brugðist með viðunandi hætti. Í nýbyggingu Landspítala er ekki gert ráð fyrir geislameðferð við krabbameinum eða dag- og göngudeild fyrir krabbameinslyfjagjafir. Málið þolir enga bið, það verður að bregðast við. Við treystum á að staðan sem nú er uppi varðandi geislameðferð verði víti til varnaðar og stjórnvöld stígi þau skref sem til þarf svo tryggja megi nauðsynlegan tækjakost, aðstöðu og sérhæft starfsfólk til framtíðar. Fólk sem tekst á við ein erfiðustu verkefni lífs síns verður að geta treyst á að fá bestu þjónustu sem völ er á. Við hjá Krabbameinsfélaginu skorum á stjórnvöld að láta verkin tala. Við þurfum sterka forystu með skýra og metnaðarfulla sýn á krabbameinsþjónustu til framtíðar. Við treystum því að það muni endurspeglast í aðgerðum stjórnvalda og fjárlögum næsta árs og hlökkum til frekara samstarfs því lífið liggur við. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun