Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar 15. ágúst 2025 15:00 Við hjá Krabbameinsfélaginu höfum lengi lagt mikla áherslu á að horfst verði í augu við þau áhrif sem mikil fjölgun krabbameinstilvika hefur á heilbrigðisþjónustuna, sem á mörgum sviðum er komin að þolmörkum. Með öldrun þjóðarinnar fjölgar krabbameinstilvikum en sama gera framfarir í vísindum sem bæta greiningaraðferðir en auka batahorfur sömuleiðis. Út frá fjölgun þjóðarinnar, aldurssamsetningu og fleiri þáttum getum við spáð með áreiðanlegum hætti fyrir um fjölda krabbameinstilvika fram í tímann. Fjölgun tilvika hefur verið langt umfram fólksfjölgun á síðustu áratugum. Um 1980 voru krabbameinstilvik 717 að meðaltali á ári en eru nú um 2.000 að meðaltali á ári. Árið 2040 gerum við ráð fyrir 2.900 tilvikum. Um leið og við hjá Krabbameinsfélaginu vinnum að því að fækka í hópi þeirra sem fá krabbamein beitum við okkur fyrir því að öllum þeim sem veikjast bjóðist besta meðferð sem tryggir bestar batahorfur og lífsgæði, með og eftir krabbamein. Sú staða sem upp er komin varðandi geislameðferð hér á landi sýnir svo ekki verður um villst að grunnstoðum; sérhæfðum mannafla, húsnæði og tækjakosti hefur ekki verið viðhaldið þannig að krabbameinsþjónustan ráði að fullu við verkefni sín. Það veldur óþarfa töfum, áhyggjum og álagi á það fólk sem þarf á meðferðinni að halda og fjölskyldur þess og getur haft áhrif á batahorfur. Að auki er staðan líka erfið fyrir það starfsfólk sem getur ekki veitt bestu þjónustu. Við hjá Krabbameinsfélaginu treystum því að spretthópur heilbrigðisráðherra finni árangursríkar lausnir bæði til skamms og langs tíma. Þrátt fyrir mjög erfiða og viðkvæma stöðu í dag er rík ástæða til að fagna því að þingmenn, þvert á flokka, samþykktu samhljóða aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum til ársins 2030 á vorþinginu. Í aðgerðaáætluninni er fjöldi atriða sem Krabbameinsfélagið hefur lengi talað fyrir og við vitum að framkvæmd áætlunarinnar mun skipta sköpum varðandi þjónustuna fram á veginn. Mörg atriðanna eru forsenda þess að á Landspítala verði alþjóðlega vottuð krabbameinsmiðstöð sem er markmið metnaðarfulls starfsfólks spítalans. Við trúum því að með samþykkt aðgerðaáætlunarinnar hafi þingmenn sýnt í verki að þeir vilji að þjónusta við fólk með krabbamein hér á landi sé eins góð og mögulegt er og séu tilbúnir að leggjast á árarnar til að svo verði. Augljóst er að aðgerðaáætlunin hefur aldrei verið eins nauðsynleg og nú. Hún er hins vegar takmörkuð og tekur til dæmis hvorki á húsnæðis- né tækjamálum og er ekki full fjármögnuð. Forsvarsfólk krabbameinsþjónustu á Landspítala hefur í samtölum við okkur hjá Krabbameinsfélaginu allt frá árinu 2018 lýst því hve nauðsynlegt sé að bæta úr húsnæðismálum án þess að við hafi verið brugðist með viðunandi hætti. Í nýbyggingu Landspítala er ekki gert ráð fyrir geislameðferð við krabbameinum eða dag- og göngudeild fyrir krabbameinslyfjagjafir. Málið þolir enga bið, það verður að bregðast við. Við treystum á að staðan sem nú er uppi varðandi geislameðferð verði víti til varnaðar og stjórnvöld stígi þau skref sem til þarf svo tryggja megi nauðsynlegan tækjakost, aðstöðu og sérhæft starfsfólk til framtíðar. Fólk sem tekst á við ein erfiðustu verkefni lífs síns verður að geta treyst á að fá bestu þjónustu sem völ er á. Við hjá Krabbameinsfélaginu skorum á stjórnvöld að láta verkin tala. Við þurfum sterka forystu með skýra og metnaðarfulla sýn á krabbameinsþjónustu til framtíðar. Við treystum því að það muni endurspeglast í aðgerðum stjórnvalda og fjárlögum næsta árs og hlökkum til frekara samstarfs því lífið liggur við. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þorvaldsdóttir Krabbamein Heilbrigðismál Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Við hjá Krabbameinsfélaginu höfum lengi lagt mikla áherslu á að horfst verði í augu við þau áhrif sem mikil fjölgun krabbameinstilvika hefur á heilbrigðisþjónustuna, sem á mörgum sviðum er komin að þolmörkum. Með öldrun þjóðarinnar fjölgar krabbameinstilvikum en sama gera framfarir í vísindum sem bæta greiningaraðferðir en auka batahorfur sömuleiðis. Út frá fjölgun þjóðarinnar, aldurssamsetningu og fleiri þáttum getum við spáð með áreiðanlegum hætti fyrir um fjölda krabbameinstilvika fram í tímann. Fjölgun tilvika hefur verið langt umfram fólksfjölgun á síðustu áratugum. Um 1980 voru krabbameinstilvik 717 að meðaltali á ári en eru nú um 2.000 að meðaltali á ári. Árið 2040 gerum við ráð fyrir 2.900 tilvikum. Um leið og við hjá Krabbameinsfélaginu vinnum að því að fækka í hópi þeirra sem fá krabbamein beitum við okkur fyrir því að öllum þeim sem veikjast bjóðist besta meðferð sem tryggir bestar batahorfur og lífsgæði, með og eftir krabbamein. Sú staða sem upp er komin varðandi geislameðferð hér á landi sýnir svo ekki verður um villst að grunnstoðum; sérhæfðum mannafla, húsnæði og tækjakosti hefur ekki verið viðhaldið þannig að krabbameinsþjónustan ráði að fullu við verkefni sín. Það veldur óþarfa töfum, áhyggjum og álagi á það fólk sem þarf á meðferðinni að halda og fjölskyldur þess og getur haft áhrif á batahorfur. Að auki er staðan líka erfið fyrir það starfsfólk sem getur ekki veitt bestu þjónustu. Við hjá Krabbameinsfélaginu treystum því að spretthópur heilbrigðisráðherra finni árangursríkar lausnir bæði til skamms og langs tíma. Þrátt fyrir mjög erfiða og viðkvæma stöðu í dag er rík ástæða til að fagna því að þingmenn, þvert á flokka, samþykktu samhljóða aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum til ársins 2030 á vorþinginu. Í aðgerðaáætluninni er fjöldi atriða sem Krabbameinsfélagið hefur lengi talað fyrir og við vitum að framkvæmd áætlunarinnar mun skipta sköpum varðandi þjónustuna fram á veginn. Mörg atriðanna eru forsenda þess að á Landspítala verði alþjóðlega vottuð krabbameinsmiðstöð sem er markmið metnaðarfulls starfsfólks spítalans. Við trúum því að með samþykkt aðgerðaáætlunarinnar hafi þingmenn sýnt í verki að þeir vilji að þjónusta við fólk með krabbamein hér á landi sé eins góð og mögulegt er og séu tilbúnir að leggjast á árarnar til að svo verði. Augljóst er að aðgerðaáætlunin hefur aldrei verið eins nauðsynleg og nú. Hún er hins vegar takmörkuð og tekur til dæmis hvorki á húsnæðis- né tækjamálum og er ekki full fjármögnuð. Forsvarsfólk krabbameinsþjónustu á Landspítala hefur í samtölum við okkur hjá Krabbameinsfélaginu allt frá árinu 2018 lýst því hve nauðsynlegt sé að bæta úr húsnæðismálum án þess að við hafi verið brugðist með viðunandi hætti. Í nýbyggingu Landspítala er ekki gert ráð fyrir geislameðferð við krabbameinum eða dag- og göngudeild fyrir krabbameinslyfjagjafir. Málið þolir enga bið, það verður að bregðast við. Við treystum á að staðan sem nú er uppi varðandi geislameðferð verði víti til varnaðar og stjórnvöld stígi þau skref sem til þarf svo tryggja megi nauðsynlegan tækjakost, aðstöðu og sérhæft starfsfólk til framtíðar. Fólk sem tekst á við ein erfiðustu verkefni lífs síns verður að geta treyst á að fá bestu þjónustu sem völ er á. Við hjá Krabbameinsfélaginu skorum á stjórnvöld að láta verkin tala. Við þurfum sterka forystu með skýra og metnaðarfulla sýn á krabbameinsþjónustu til framtíðar. Við treystum því að það muni endurspeglast í aðgerðum stjórnvalda og fjárlögum næsta árs og hlökkum til frekara samstarfs því lífið liggur við. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar