„Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. ágúst 2025 18:05 Arnar Már Ólafsson er ferðamálastjóri. Vísir/Samsett Ferðamálastjóri segir mál leigubílstjórans Saint Paul Edeh ekki vera fyrsta slíka málið sem hann heyrir af en að það teljist samt til frávika. Yfirgnæfandi meirihluti ferðamanna njóti dvalar sinnar hér á landi. Myndband fór í dreifingu í dag af leigubílstjóranum Saint Paul Edeh hnakkrífast við tvær ferðakonur frá Mexíkó við Bláa lónið eftir að ágreiningur kom upp um fargjald. Konurnar töldu leigubílstjórann okra á sér og hann virtist skella skotti bílsins á höfuð annarrar þeirra þegar hún reynir að sækja farangur sinn án þess að borga. Arnar Már Ólafsson ferðamálastjóri segir að það „krullist“ á honum tærnar þegar hann sér svona myndbönd. „En ég held ég verði að líta á þetta sem frávik. Hingað koma í ár líklega 2,3 milljónir ferðamanna og það er í örfáum undantekningartilfellum sem svona hlutir gerast,“ segir Arnar. Árið 2023 tóku ný leigubílalög gildi sem fólu meðal annars í sér afnám stöðvarskyldu. Arnar Már segir lögin hafa haft vandamál í för með sér en að leigubílamarkaðurinn hafi ekki verið nein paradís fyrir. „Við hjá ferðamálastofu höfum séð þetta. Það eru atvik sem tengjast leigubílaakstri þar sem fólk verður fyrir barðinu á ósanngjarnri meðhöndlun. Okkur finnst þetta miður. En það sem við erum að gera er að við erum að mónitora reynslu ferðamanna og upplifun. Við sjáum það að yfirgnæfandi meirihluti ferðamanna eru mjög ánægðir. Ísland fer fram úr væntingum tæplega 70 prósent ferðamanna sem hingað koma. Einungis örfá prósent, kannski tvö þrjú, segja að Ísland hafi ekki uppfyllt þeirra væntingar,“ segir Andri Már. Hann segir það fyrst og fremst fjöldi ferðamanna á áfangastöðum sem ferðamenn kvarti yfir en að ferðamenn sem fari svekktir heim séu í pínulitlu hlutfalli. Leigubílar Ferðaþjónusta Neytendur Bláa lónið Samgöngur Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira
Myndband fór í dreifingu í dag af leigubílstjóranum Saint Paul Edeh hnakkrífast við tvær ferðakonur frá Mexíkó við Bláa lónið eftir að ágreiningur kom upp um fargjald. Konurnar töldu leigubílstjórann okra á sér og hann virtist skella skotti bílsins á höfuð annarrar þeirra þegar hún reynir að sækja farangur sinn án þess að borga. Arnar Már Ólafsson ferðamálastjóri segir að það „krullist“ á honum tærnar þegar hann sér svona myndbönd. „En ég held ég verði að líta á þetta sem frávik. Hingað koma í ár líklega 2,3 milljónir ferðamanna og það er í örfáum undantekningartilfellum sem svona hlutir gerast,“ segir Arnar. Árið 2023 tóku ný leigubílalög gildi sem fólu meðal annars í sér afnám stöðvarskyldu. Arnar Már segir lögin hafa haft vandamál í för með sér en að leigubílamarkaðurinn hafi ekki verið nein paradís fyrir. „Við hjá ferðamálastofu höfum séð þetta. Það eru atvik sem tengjast leigubílaakstri þar sem fólk verður fyrir barðinu á ósanngjarnri meðhöndlun. Okkur finnst þetta miður. En það sem við erum að gera er að við erum að mónitora reynslu ferðamanna og upplifun. Við sjáum það að yfirgnæfandi meirihluti ferðamanna eru mjög ánægðir. Ísland fer fram úr væntingum tæplega 70 prósent ferðamanna sem hingað koma. Einungis örfá prósent, kannski tvö þrjú, segja að Ísland hafi ekki uppfyllt þeirra væntingar,“ segir Andri Már. Hann segir það fyrst og fremst fjöldi ferðamanna á áfangastöðum sem ferðamenn kvarti yfir en að ferðamenn sem fari svekktir heim séu í pínulitlu hlutfalli.
Leigubílar Ferðaþjónusta Neytendur Bláa lónið Samgöngur Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira