Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2025 09:30 Wayne Rooney fékk ekki langan tíma hjá Birmingham enda var árangurinn enginn undir hans stjórn. EPA/ADAM VAUGHAN Wayne Rooney hefur tjáð sig um ummæli Tom Brady í heimildaþáttunum um Íslendingafélagið Birmingham City. NFL goðsögnin kom inn í eigandahóp Birmingham og var fljótur að missa trú á Rooney sem þá var knattspyrnustjóri Birmingham. Rooney var síðan rekinn eftir aðeins 83 daga í starfi. Brady kom í heimsókn til Birmingham í nóvember 2023 og myndavélarnar voru á honum þegar hann mætti á æfingasvæðið og fylgdist með liðsfundi Rooney. Brady questioning my work ethic was very unfair - Rooney https://t.co/inxYOwgK0D— BBC News (UK) (@BBCNews) August 14, 2025 Brady efaðist í framhaldinu um vinnusemi Rooney og taldi hann ekki leggja nógu mikið á sig í starfinu. „Ég held að Tom hafi komið einu sinni til að fylgjast með og það var degi fyrir leik þegar minna er í gangi. Ég held að hann skilji ekki okkar fótbolta nógu vel,“ sagði Wayne Rooney í nýja þætti sínum The Wayne Rooney Show. Breska ríkisútvarpið segir frá. „Hann þekkir hins vegar vinnusemi og að leggja mikið á sig. Við vitum það,“ sagði Rooney. „Fótbolti er ekki NFL. NFL fólk er í vinnunni í þrjá mánuði á ári. Leikmenn þurfa að hvíla sig fyrir leik og mér fannst hann vera mjög ósanngjarn. Svona hvernig hann kom fram og orðaði þetta,“ sagði Rooney. Rooney segir að allt hafi verið í tómu rugli hjá félaginu þegar hann tók við. „Þarna voru leikmenn sem gátu ekki tekið félagið upp á næsta stig. Menn eins og Tony Mowbray og Gary Rowett komu á eftir mér og þeir voru líka í vandræðum,“ sagði Rooney. „Ekki misskilja mig. Ég ber mikla virðingu fyrir Tom Bady. Hann er einn af þeim allra bestu íþróttamönnum sögunnar ef ekki sá besti. Það lítur út fyrir að Birmingham sé núna að takst að komast á réttan stað sem er gott. Þeir náðu að mínu mati í leikmenn sem þeir þurftu til að komast upp,“ sagði Rooney. After Tom Brady criticised Wayne Rooney's work ethic in a viral documentary clip, the former Birmingham boss has responded... 💬 pic.twitter.com/WMn7pWpTWe— Sky Sports (@SkySports) August 14, 2025 Enski boltinn Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira
NFL goðsögnin kom inn í eigandahóp Birmingham og var fljótur að missa trú á Rooney sem þá var knattspyrnustjóri Birmingham. Rooney var síðan rekinn eftir aðeins 83 daga í starfi. Brady kom í heimsókn til Birmingham í nóvember 2023 og myndavélarnar voru á honum þegar hann mætti á æfingasvæðið og fylgdist með liðsfundi Rooney. Brady questioning my work ethic was very unfair - Rooney https://t.co/inxYOwgK0D— BBC News (UK) (@BBCNews) August 14, 2025 Brady efaðist í framhaldinu um vinnusemi Rooney og taldi hann ekki leggja nógu mikið á sig í starfinu. „Ég held að Tom hafi komið einu sinni til að fylgjast með og það var degi fyrir leik þegar minna er í gangi. Ég held að hann skilji ekki okkar fótbolta nógu vel,“ sagði Wayne Rooney í nýja þætti sínum The Wayne Rooney Show. Breska ríkisútvarpið segir frá. „Hann þekkir hins vegar vinnusemi og að leggja mikið á sig. Við vitum það,“ sagði Rooney. „Fótbolti er ekki NFL. NFL fólk er í vinnunni í þrjá mánuði á ári. Leikmenn þurfa að hvíla sig fyrir leik og mér fannst hann vera mjög ósanngjarn. Svona hvernig hann kom fram og orðaði þetta,“ sagði Rooney. Rooney segir að allt hafi verið í tómu rugli hjá félaginu þegar hann tók við. „Þarna voru leikmenn sem gátu ekki tekið félagið upp á næsta stig. Menn eins og Tony Mowbray og Gary Rowett komu á eftir mér og þeir voru líka í vandræðum,“ sagði Rooney. „Ekki misskilja mig. Ég ber mikla virðingu fyrir Tom Bady. Hann er einn af þeim allra bestu íþróttamönnum sögunnar ef ekki sá besti. Það lítur út fyrir að Birmingham sé núna að takst að komast á réttan stað sem er gott. Þeir náðu að mínu mati í leikmenn sem þeir þurftu til að komast upp,“ sagði Rooney. After Tom Brady criticised Wayne Rooney's work ethic in a viral documentary clip, the former Birmingham boss has responded... 💬 pic.twitter.com/WMn7pWpTWe— Sky Sports (@SkySports) August 14, 2025
Enski boltinn Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira