Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2025 08:31 Florian Wirtz í leik með Liverpool í fyrsta leik sínum á Anfield. Getty/Carl Recine Florian Wirtz er nýjasta stjarnan hjá Englandsmeisturum Liverpool sem keyptu hann í sumar fyrir metfé frá þýska félaginu Bayer Leverkusen. Saga Wirtz er samt svolítið mikið öðruvísi en annarra ungra leikmanna í dag. Wirtz, sem er 22 ára, hefur unnið markvisst að því að verða fótboltamaður alla tíð og þykir nú einn sá mesta spennandi í heiminum. Hann fékk mikinn stuðning frá fjölskyldu sinni en þurfti einnig að fara eftir mjög hörðum reglum í uppeldinu. NRK segir frá. Foreldrar hans héldu utan um öll peningamál hans, sáu til þess að hann fékk alls til alls og að fátt væri að trufla hann utan fótboltans. Hann fékk ekki að ganga í launin sín heldur fékk hann vissa vasapeninga á viku. Það er ljóst að margur ungur knattspyrnumaðurinn missir fótanna þegar peningarnir og freistingarnar fara að banka á dyrnar en fjölskylda Wirtz passaði upp á það að einbeitingin væru á hárréttum stað. The Telegraph sagði meðal annars frá því að Wirtz fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér þegar hann var lítill og að fjölskyldan notaði frekar reiðhjól en bíla til að ferðast á milli. Wirtz fjölskyldan fer svo sannarlega sínar eigin leiðir og foreldrarnir eru ennþá umboðsmenn hans í dag þrátt fyrir að samningar hans hafi hækkað umtalsvert með árunum. „Ég hafði enga aðra valkosti en að vera úti og æfa. Ég er líka ánægður með það,“ sagði Florian Wirtz við Bundesliga Magazine. Eldri systir hans Juliane Wirtz hefur einnig blómstrað sem fótboltakona en hún spilar með Leverkusen og hefur spilað leiki fyrir yngri landslið Þjóðverja. Florian Wirtz var yngsti markaskorarinn í Bundesligunni og er nú orðinn dýrasti þýski knattspyrnumaður sögunnar. Annað kvöld spilar hann síðan sinn fyrsta leik með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport „Virkilega galið tap“ Fótbolti Fleiri fréttir Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira
Wirtz, sem er 22 ára, hefur unnið markvisst að því að verða fótboltamaður alla tíð og þykir nú einn sá mesta spennandi í heiminum. Hann fékk mikinn stuðning frá fjölskyldu sinni en þurfti einnig að fara eftir mjög hörðum reglum í uppeldinu. NRK segir frá. Foreldrar hans héldu utan um öll peningamál hans, sáu til þess að hann fékk alls til alls og að fátt væri að trufla hann utan fótboltans. Hann fékk ekki að ganga í launin sín heldur fékk hann vissa vasapeninga á viku. Það er ljóst að margur ungur knattspyrnumaðurinn missir fótanna þegar peningarnir og freistingarnar fara að banka á dyrnar en fjölskylda Wirtz passaði upp á það að einbeitingin væru á hárréttum stað. The Telegraph sagði meðal annars frá því að Wirtz fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér þegar hann var lítill og að fjölskyldan notaði frekar reiðhjól en bíla til að ferðast á milli. Wirtz fjölskyldan fer svo sannarlega sínar eigin leiðir og foreldrarnir eru ennþá umboðsmenn hans í dag þrátt fyrir að samningar hans hafi hækkað umtalsvert með árunum. „Ég hafði enga aðra valkosti en að vera úti og æfa. Ég er líka ánægður með það,“ sagði Florian Wirtz við Bundesliga Magazine. Eldri systir hans Juliane Wirtz hefur einnig blómstrað sem fótboltakona en hún spilar með Leverkusen og hefur spilað leiki fyrir yngri landslið Þjóðverja. Florian Wirtz var yngsti markaskorarinn í Bundesligunni og er nú orðinn dýrasti þýski knattspyrnumaður sögunnar. Annað kvöld spilar hann síðan sinn fyrsta leik með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni.
Enski boltinn Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport „Virkilega galið tap“ Fótbolti Fleiri fréttir Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira