Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2025 06:22 Candelaria Rivas kom fyrsta í mark en hljóp ekki alveg í þessum venjulega klæðnaði. Instagram Candelaria Rivas er orðin að þjóðhetju í Mexíkó eftir óvænt afrek sitt í ofurhlaupi í sumar. Rivas er mexíkanskur frumbyggi og ættbálkur hennar er þekktur fyrir mikla hlaupagetu og ótrúlegt úthald. Það sannaði hún heldur betur í þessu hlaupi. Sigur hennar í Canyon Ultra maraþoninu fyrr í sumar vakti vissulega athygli en hún kláraði þá þetta 63 kílómetra ofurhlaup á sjö klukkutímum og 34 mínútu og kom fyrst kvenna í mark. Svo fréttist af því að þetta hafi verið hennar fyrsta hlaup á ævinni en svo kom líklega mesta afrek hennar fram í dagsljósið. View this post on Instagram A post shared by TOGETHXR (@togethxr) Mexíkanska blaðið El Universal sagði frá því að Rivas hefði gengið á keppnisstað og það var löng leið. Hún var fjórtán klukkutíma á leiðinni frá Guadalupe y Calvo til Guachochi þar sem keppnin fór fram. Hún átti heima í litlu fjallaþorpi og þetta var eina leiðin til að geta tekið þátt í hlaupinu. Það er eitt að hlaupa hraðar en allir aðrir keppendur en að geta það eftir fjórtán tíma upphitun er eitthvað allt annað. Rivas og ættbálkur hennar stunda langhlaup að kappi sem hluti af þeirra hefð og venjum en þau stunda veiðar á fótum. Þar er markmiðið að elta bráðina þar til að hún örmagnast og eins og gefur að skilja þá þarf veiðimaðurinn að vera í afar góðu formi til að ná því. Afrek Rivas vakti mikla lukku og þekktir íþróttamenn mexíkönsku þjóðarinnar hafa fagnað því með því að færa henni peningagjafir. Hnefaleikakappinn Canelo Alvarex, NFL hlauparinn Isiah Pacheco og fleiri gáfu henni santals meira en þrjár milljónir dollara eða 368 milljónir króna. Þegar hún fékk eina milljón dollara og tilfinningaríkt bréf að auki frá Pacheco þá fór hún að gráta. „Enginn hefur komið svona vel fram við mig áður,“ sagði Candelaria Rivas. Hlaup Mexíkó Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Stólar og Stjörnukonur takast á Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sektaður um tólf milljónir fyrir að lesa yfir eigin leikmanni Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Varaforseti EHF handtekinn „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Sjá meira
Rivas er mexíkanskur frumbyggi og ættbálkur hennar er þekktur fyrir mikla hlaupagetu og ótrúlegt úthald. Það sannaði hún heldur betur í þessu hlaupi. Sigur hennar í Canyon Ultra maraþoninu fyrr í sumar vakti vissulega athygli en hún kláraði þá þetta 63 kílómetra ofurhlaup á sjö klukkutímum og 34 mínútu og kom fyrst kvenna í mark. Svo fréttist af því að þetta hafi verið hennar fyrsta hlaup á ævinni en svo kom líklega mesta afrek hennar fram í dagsljósið. View this post on Instagram A post shared by TOGETHXR (@togethxr) Mexíkanska blaðið El Universal sagði frá því að Rivas hefði gengið á keppnisstað og það var löng leið. Hún var fjórtán klukkutíma á leiðinni frá Guadalupe y Calvo til Guachochi þar sem keppnin fór fram. Hún átti heima í litlu fjallaþorpi og þetta var eina leiðin til að geta tekið þátt í hlaupinu. Það er eitt að hlaupa hraðar en allir aðrir keppendur en að geta það eftir fjórtán tíma upphitun er eitthvað allt annað. Rivas og ættbálkur hennar stunda langhlaup að kappi sem hluti af þeirra hefð og venjum en þau stunda veiðar á fótum. Þar er markmiðið að elta bráðina þar til að hún örmagnast og eins og gefur að skilja þá þarf veiðimaðurinn að vera í afar góðu formi til að ná því. Afrek Rivas vakti mikla lukku og þekktir íþróttamenn mexíkönsku þjóðarinnar hafa fagnað því með því að færa henni peningagjafir. Hnefaleikakappinn Canelo Alvarex, NFL hlauparinn Isiah Pacheco og fleiri gáfu henni santals meira en þrjár milljónir dollara eða 368 milljónir króna. Þegar hún fékk eina milljón dollara og tilfinningaríkt bréf að auki frá Pacheco þá fór hún að gráta. „Enginn hefur komið svona vel fram við mig áður,“ sagði Candelaria Rivas.
Hlaup Mexíkó Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Stólar og Stjörnukonur takast á Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sektaður um tólf milljónir fyrir að lesa yfir eigin leikmanni Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Varaforseti EHF handtekinn „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Sjá meira