Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar 13. ágúst 2025 08:30 Nú er hinsegin dögum lokið þetta árið. Á hverju ári sameinast hinsegin fólk í ákalli um réttlátt, litríkt samfélag. Ég man fyrir nokkrum árum þar sem erlendar þjóðir öfunduðu okkur Íslendinga að vera komin svona langt í baráttu hinsegin fólks, eitthvað sem við vorum stolt af. Erum við á þeim stað í dag? Það er komið bakslag í baráttuna og af hverju er þetta ennþá barátta eftir öll þessi ár? Samkvæmt netheimildum var fyrsta baráttugangan haldin árið 1999 fyrir 26 árum síðan. Á þessu tímabili ætti margt að vera breytt og allir í okkar samfélagi ættu að geta fengið að vera eins og þeir eru. Á netmiðlum sést greinilega að þar er sterk hatursorðræða. Þar er fólk sem þykist vita betur en aðrir og úthúðar öllum þeim sem passa ekki inn í hinn hefðbundna kassa. Góð vinkona mín og hennar kona hafa lent í aðkasti tvö ár í röð á hinsegin dögum bara fyrir það að vera samkynhneigðar. Af hverju leyfir okkar íslenska samfélag ekki öllum að vera eins og þeir eru og elska þá sem þeir vilja sama hvers kyns þau eru? Við í skólum landsins höfum einnig fundið fyrir þessu aukna bakslagi. Það er hópur barna sem tekur sig saman og talar niður til þeirra sem skera sig úr heildinni. Hvort sem það eru fullorðnir eða börn. Þau ganga eftir börnum eða fullorðnum og gelta á þau svo þau upplifi sig valdmeiri en aðrir. Það er auðvelt að tala aðra niður til að upphefja sjálfan sig. Viljum við búa í þannig samfélagi? Við í skólunum þurfum að berjast fyrir rétti allra þannig að allir fá að tilheyra, sama hvernig þeir eru. Það er erfitt þegar samfélagið er í svona miklu bakslagi. Samtökin ´78 hafa gert fræðslusamning við sveitarfélög þar sem þau koma með fræðslu inn í skóla landsins. Öll stærri sveitarfélög landsins eru búin að gera samning við samtökin. Kópavogur er eftir og þarf að stíga sama skref og aðrir svo börn í sveitarfélaginu fái fræðslu um mannréttindi og jafnrétti. Öll börn eiga að fá að njóta sama réttar, að þau upplifi sig örugg. Með undirritun fræðslusamnings gefa sveitarfélög það út að þau styðja við öll börn. Fjölbreytileikinn er mikilvægur. Við höfum heyrt að við séum að innræta börn og hafa áhrif á þau. Fræðsla er ekki innræting. Fræðsla stuðlar að vitundarvakningu. Fræðsla upplýsir nemendur um það málefni sem fræðslan snýr að. Fræðsla til nemenda er mikilvæg. Nemendur þurfa að fá að vita að það eru ekki allir eins. Við eigum að fá að vera eins og við erum en ekki vera eitthvað annað. Ár hvert þegar elstu nemendur skólans hjá mér útskrifast fá nemendur afhentar rósir. Rósirnar eru allar mismunandi á litinn og allar hafa sitt sérkenni. Þau skilaboð sem ég sendi með nemendum út í lífið er að rósirnar tákna þau sjálf. Það er enginn eins og það er mikilvægt að allir fá að vera eins og þeir eru og taki öðrum eins og þeir eru. Þau eiga að vera stolt af sér sjálfum. Ekki vera sá sem úthúðar öðrum. Þú veist ekki hvort að barnið þitt, barnabarn, vinur eða náinn aðili sé trans eða hinsegin. Fólk sem þú elskar. Gættu orða þinna. Við viljum lifa öruggu lífi í okkar samfélagi og ekki vera niðurlægð. Við viljum samfélag þar sem náunginn sýnir okkur samkennd og virðingu, sama hver við erum. Viljum við ekki gera allt fyrir ástina eins og Páll Óskar syngur um. Út með hatrið. Inn með ástina. Höfundur er skólastjóri Hörðuvallaskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Hinsegin Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Sjá meira
Nú er hinsegin dögum lokið þetta árið. Á hverju ári sameinast hinsegin fólk í ákalli um réttlátt, litríkt samfélag. Ég man fyrir nokkrum árum þar sem erlendar þjóðir öfunduðu okkur Íslendinga að vera komin svona langt í baráttu hinsegin fólks, eitthvað sem við vorum stolt af. Erum við á þeim stað í dag? Það er komið bakslag í baráttuna og af hverju er þetta ennþá barátta eftir öll þessi ár? Samkvæmt netheimildum var fyrsta baráttugangan haldin árið 1999 fyrir 26 árum síðan. Á þessu tímabili ætti margt að vera breytt og allir í okkar samfélagi ættu að geta fengið að vera eins og þeir eru. Á netmiðlum sést greinilega að þar er sterk hatursorðræða. Þar er fólk sem þykist vita betur en aðrir og úthúðar öllum þeim sem passa ekki inn í hinn hefðbundna kassa. Góð vinkona mín og hennar kona hafa lent í aðkasti tvö ár í röð á hinsegin dögum bara fyrir það að vera samkynhneigðar. Af hverju leyfir okkar íslenska samfélag ekki öllum að vera eins og þeir eru og elska þá sem þeir vilja sama hvers kyns þau eru? Við í skólum landsins höfum einnig fundið fyrir þessu aukna bakslagi. Það er hópur barna sem tekur sig saman og talar niður til þeirra sem skera sig úr heildinni. Hvort sem það eru fullorðnir eða börn. Þau ganga eftir börnum eða fullorðnum og gelta á þau svo þau upplifi sig valdmeiri en aðrir. Það er auðvelt að tala aðra niður til að upphefja sjálfan sig. Viljum við búa í þannig samfélagi? Við í skólunum þurfum að berjast fyrir rétti allra þannig að allir fá að tilheyra, sama hvernig þeir eru. Það er erfitt þegar samfélagið er í svona miklu bakslagi. Samtökin ´78 hafa gert fræðslusamning við sveitarfélög þar sem þau koma með fræðslu inn í skóla landsins. Öll stærri sveitarfélög landsins eru búin að gera samning við samtökin. Kópavogur er eftir og þarf að stíga sama skref og aðrir svo börn í sveitarfélaginu fái fræðslu um mannréttindi og jafnrétti. Öll börn eiga að fá að njóta sama réttar, að þau upplifi sig örugg. Með undirritun fræðslusamnings gefa sveitarfélög það út að þau styðja við öll börn. Fjölbreytileikinn er mikilvægur. Við höfum heyrt að við séum að innræta börn og hafa áhrif á þau. Fræðsla er ekki innræting. Fræðsla stuðlar að vitundarvakningu. Fræðsla upplýsir nemendur um það málefni sem fræðslan snýr að. Fræðsla til nemenda er mikilvæg. Nemendur þurfa að fá að vita að það eru ekki allir eins. Við eigum að fá að vera eins og við erum en ekki vera eitthvað annað. Ár hvert þegar elstu nemendur skólans hjá mér útskrifast fá nemendur afhentar rósir. Rósirnar eru allar mismunandi á litinn og allar hafa sitt sérkenni. Þau skilaboð sem ég sendi með nemendum út í lífið er að rósirnar tákna þau sjálf. Það er enginn eins og það er mikilvægt að allir fá að vera eins og þeir eru og taki öðrum eins og þeir eru. Þau eiga að vera stolt af sér sjálfum. Ekki vera sá sem úthúðar öðrum. Þú veist ekki hvort að barnið þitt, barnabarn, vinur eða náinn aðili sé trans eða hinsegin. Fólk sem þú elskar. Gættu orða þinna. Við viljum lifa öruggu lífi í okkar samfélagi og ekki vera niðurlægð. Við viljum samfélag þar sem náunginn sýnir okkur samkennd og virðingu, sama hver við erum. Viljum við ekki gera allt fyrir ástina eins og Páll Óskar syngur um. Út með hatrið. Inn með ástina. Höfundur er skólastjóri Hörðuvallaskóla.
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar