Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 13. ágúst 2025 07:32 Fyrr á árinu skrifaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, undir samkomulag við Evrópusambandið sem meðal annars felur í sér að Ísland aðlagi sig að utanríkisstefnu sambandsins. Þar segir með skýrum hætti: „Aðlögun að utanríkisstefnu ESB […] aðlögun EFTA/EES-ríkjanna að ákvörðunum, yfirlýsingum og refsiaðgerðum ESB.“ Þorgerður hefur þvertekið fyrir þetta þrátt fyrir að það standi beinlínis í skjalinu sem hún undirritaði. Fram kemur í svari frá upplýsingaskrifstofu Evrópusambandsins, unnið í samráði við utanríkisráðuneyti þess, við fyrirspurn frá mér varðandi það hvernig bæri að skilja umræddan texta í framkvæmd að hann fæli í sér pólitíska skuldbindingu Íslands í þessum efnum. Svarið er svohljóðandi: „Aðlögun felur í sér pólitíska skuldbindingu landanna þriggja sem nefnd eru, Íslands, Liechtensteins og Noregs, til þess að fylgja og framkvæma ákveðna þætti utanríkisstefnu Evrópusambandsins.“ Meðal þess sem fram kemur í rýniskýrslu Evrópusambandsins um utanríkis-, öryggis- og varnarmál, vegna umsóknar þáverandi ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og VG um inngöngu í sambandið á sínum tíma, er að ríki sem gangi þar inn þurfi einmitt að aðlaga sig að stefnu þess í þeim málum. Ríkin þurfi þannig að „aðlaga sig að yfirlýsingum Evrópusambandsins, taka þátt í ákvörðunum sambandsins og hrinda í framkvæmd samþykktum refsi- og þvingunaraðgerðum þess.“ Fram kemur að sama skapi í gögnum Evrópusambandsins almennt varðandi inngöngu nýrra ríkja í sambandið að umsóknarríkjum sé meðal annars skylt að aðlaga sig utanríkisstefnu þess: „Umsóknarríkjum er skylt að aðlaga sig jafnt og þétt að yfirlýsingum Evrópusambandsins og hrinda í framkvæmd refsi- og þvingunaraðgerðum þess þegar þess gerist þörf.“ Þá kemur skýrt fram víða í gögnum sambandsins að umsóknarferlið gangi öðru fremur út á slíka aðlögun. Hérlend stjórnvöld hafa í gegnum tíðina reglulega verið sökuð um að reka ekki sjálfstæða utanríkisstefnu. Þá ýmist gagnvart Bandaríkjunum, Evrópusambandinu eða eftir atvikum báðum þessum aðilum. Þar hefur þó verið um að ræða einstök, afmörkuð og fyrirliggjandi mál. Hversu langt sem það kann annars að hafa náð hefur ekki áður verið gengið svo langt að undirrita formlegt og skuldbindandi samkomulag um aðlögun Íslands að utanríkisstefnu erlendra ríkja. Forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa ítrekað slegið um sig með þeim orðum að þeir treysti þjóðinni til þess að ákveða í þjóðaratkvæði hvort hefja eigi á nýjan leik umsóknarferli að Evrópusambandinu. Hins vegar er á sama tíma ljóst að ráðherrar ríkisstjórnarinnar, hinir miklu lýðræðissinnar, hafa þegar hafizt handa við að vinna sér í haginn og hrinda ferlinu óformlega af stað áður en þjóðin hefur kosið um málið og áður en fyrir liggur hvort hún leggi blessun sína yfir það. Hafa má í huga í þessum efnum þau orð Þorgerðar Katrínar í Spursmálum á mbl.is þann 20. nóvember, í aðdraganda síðustu þingkosninga, að þjóðaratkvæði um málið væri „mikil málamiðlun“ af hálfu Viðreisnar. Helzt vildi flokkurinn þannig fara undir eins í umsóknarferlið í stað þess að málið færi fyrst til þjóðarinnar. Hins vegar liggur nú fyrir sem fyrr segir að ákveðið hefur verið að láta það eftir sér og hefja undir eins vinnu við ferlið í stað þess að bíða aðkomu þjóðarinnar. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Sjá meira
Fyrr á árinu skrifaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, undir samkomulag við Evrópusambandið sem meðal annars felur í sér að Ísland aðlagi sig að utanríkisstefnu sambandsins. Þar segir með skýrum hætti: „Aðlögun að utanríkisstefnu ESB […] aðlögun EFTA/EES-ríkjanna að ákvörðunum, yfirlýsingum og refsiaðgerðum ESB.“ Þorgerður hefur þvertekið fyrir þetta þrátt fyrir að það standi beinlínis í skjalinu sem hún undirritaði. Fram kemur í svari frá upplýsingaskrifstofu Evrópusambandsins, unnið í samráði við utanríkisráðuneyti þess, við fyrirspurn frá mér varðandi það hvernig bæri að skilja umræddan texta í framkvæmd að hann fæli í sér pólitíska skuldbindingu Íslands í þessum efnum. Svarið er svohljóðandi: „Aðlögun felur í sér pólitíska skuldbindingu landanna þriggja sem nefnd eru, Íslands, Liechtensteins og Noregs, til þess að fylgja og framkvæma ákveðna þætti utanríkisstefnu Evrópusambandsins.“ Meðal þess sem fram kemur í rýniskýrslu Evrópusambandsins um utanríkis-, öryggis- og varnarmál, vegna umsóknar þáverandi ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og VG um inngöngu í sambandið á sínum tíma, er að ríki sem gangi þar inn þurfi einmitt að aðlaga sig að stefnu þess í þeim málum. Ríkin þurfi þannig að „aðlaga sig að yfirlýsingum Evrópusambandsins, taka þátt í ákvörðunum sambandsins og hrinda í framkvæmd samþykktum refsi- og þvingunaraðgerðum þess.“ Fram kemur að sama skapi í gögnum Evrópusambandsins almennt varðandi inngöngu nýrra ríkja í sambandið að umsóknarríkjum sé meðal annars skylt að aðlaga sig utanríkisstefnu þess: „Umsóknarríkjum er skylt að aðlaga sig jafnt og þétt að yfirlýsingum Evrópusambandsins og hrinda í framkvæmd refsi- og þvingunaraðgerðum þess þegar þess gerist þörf.“ Þá kemur skýrt fram víða í gögnum sambandsins að umsóknarferlið gangi öðru fremur út á slíka aðlögun. Hérlend stjórnvöld hafa í gegnum tíðina reglulega verið sökuð um að reka ekki sjálfstæða utanríkisstefnu. Þá ýmist gagnvart Bandaríkjunum, Evrópusambandinu eða eftir atvikum báðum þessum aðilum. Þar hefur þó verið um að ræða einstök, afmörkuð og fyrirliggjandi mál. Hversu langt sem það kann annars að hafa náð hefur ekki áður verið gengið svo langt að undirrita formlegt og skuldbindandi samkomulag um aðlögun Íslands að utanríkisstefnu erlendra ríkja. Forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa ítrekað slegið um sig með þeim orðum að þeir treysti þjóðinni til þess að ákveða í þjóðaratkvæði hvort hefja eigi á nýjan leik umsóknarferli að Evrópusambandinu. Hins vegar er á sama tíma ljóst að ráðherrar ríkisstjórnarinnar, hinir miklu lýðræðissinnar, hafa þegar hafizt handa við að vinna sér í haginn og hrinda ferlinu óformlega af stað áður en þjóðin hefur kosið um málið og áður en fyrir liggur hvort hún leggi blessun sína yfir það. Hafa má í huga í þessum efnum þau orð Þorgerðar Katrínar í Spursmálum á mbl.is þann 20. nóvember, í aðdraganda síðustu þingkosninga, að þjóðaratkvæði um málið væri „mikil málamiðlun“ af hálfu Viðreisnar. Helzt vildi flokkurinn þannig fara undir eins í umsóknarferlið í stað þess að málið færi fyrst til þjóðarinnar. Hins vegar liggur nú fyrir sem fyrr segir að ákveðið hefur verið að láta það eftir sér og hefja undir eins vinnu við ferlið í stað þess að bíða aðkomu þjóðarinnar. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun