Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. ágúst 2025 15:18 Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra. Vísir/Anton Brink Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur breytt horfum um lánshæfi ríkissjóðs úr stöðugum í jákvæðar og staðfest um leið „A“ lánshæfiseinkunn ríkissjóðs. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að jákvæðar horfur endurspegli sterkari stöðu opinberra fjármála. „Gert er ráð fyrir að skuldir hins opinbera lækki verulega á árinu 2025 eftir vel heppnað uppgjör á skuldbindingum Íbúðalánasjóðs og sölu á hlutum ríkissjóðs í Íslandsbanka. Áfram fjölgar stoðum í atvinnulífinu, með áherslu á verðmætar atvinnugreinar, svo sem lyfjaiðnað, upplýsinga- og samskiptatækni og líftækni. Gnægð endurnýjanlegrar orku og samkeppnishæft orkuverð hafa laðað að sér fjárfestingar í orkufrekum gagnaverum. Þá eru miklir möguleikar í lagareldi þar sem Ísland hefur samkeppnisforskot á heimsvísu,“ segir í tilkynningunni. Þá er bent á hvað gæti leitt til hærri lánshæfiseinkunnar. „Aukin trú á verulegri og viðvarandi lækkun skuldahlutfalls ríkissjóðs, áframhaldandi kröftugur vöxtur og vísbendingar um frekari fjölbreytni í efnahagslífinu sem dregur úr áhættu Íslands gagnvart ytri áföllum, gæti leitt til hærri lánshæfiseinkunnar.“ En það getur brugðið til beggja vona eins og fram kemur í tilkynningunni. „Veruleg hækkun skuldahlutfallsins, til dæmis vegna langvarandi slökunar í ríkisfjármálum eða alvarlegs efnahagsáfalls, sem gæti til að mynda komið til vegna verulegs samdráttar í heimshagkerfinu, gæti leitt til lægri lánshæfiseinkunnar.“ Fitch ratings er eitt af þremur stóru matsfyrirtækjunum en hin tvö eru Standard & Poor’s og Moody’s. Hæsta mögulega lánshæfi er AAA en sú lægsta er D, algjört greiðslufall. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Lánshæfismat ríkissjóðs óbreytt Lánshæfiseinkunn ríkissjóðs er óbreytt í A og horfur stöðugar. Þetta er mat lánshæsfismatsfyrirtækisins Fitch Ratings. 2. mars 2024 09:35 Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Okkar eiginn Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Airbnb aukið ójöfnuð Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Eldaðu maður Viðskipti innlent Eintak af dýrustu bók heims seldist á 1,3 milljarða Viðskipti erlent Treystu ekki Kaupþingi Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að jákvæðar horfur endurspegli sterkari stöðu opinberra fjármála. „Gert er ráð fyrir að skuldir hins opinbera lækki verulega á árinu 2025 eftir vel heppnað uppgjör á skuldbindingum Íbúðalánasjóðs og sölu á hlutum ríkissjóðs í Íslandsbanka. Áfram fjölgar stoðum í atvinnulífinu, með áherslu á verðmætar atvinnugreinar, svo sem lyfjaiðnað, upplýsinga- og samskiptatækni og líftækni. Gnægð endurnýjanlegrar orku og samkeppnishæft orkuverð hafa laðað að sér fjárfestingar í orkufrekum gagnaverum. Þá eru miklir möguleikar í lagareldi þar sem Ísland hefur samkeppnisforskot á heimsvísu,“ segir í tilkynningunni. Þá er bent á hvað gæti leitt til hærri lánshæfiseinkunnar. „Aukin trú á verulegri og viðvarandi lækkun skuldahlutfalls ríkissjóðs, áframhaldandi kröftugur vöxtur og vísbendingar um frekari fjölbreytni í efnahagslífinu sem dregur úr áhættu Íslands gagnvart ytri áföllum, gæti leitt til hærri lánshæfiseinkunnar.“ En það getur brugðið til beggja vona eins og fram kemur í tilkynningunni. „Veruleg hækkun skuldahlutfallsins, til dæmis vegna langvarandi slökunar í ríkisfjármálum eða alvarlegs efnahagsáfalls, sem gæti til að mynda komið til vegna verulegs samdráttar í heimshagkerfinu, gæti leitt til lægri lánshæfiseinkunnar.“ Fitch ratings er eitt af þremur stóru matsfyrirtækjunum en hin tvö eru Standard & Poor’s og Moody’s. Hæsta mögulega lánshæfi er AAA en sú lægsta er D, algjört greiðslufall.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Lánshæfismat ríkissjóðs óbreytt Lánshæfiseinkunn ríkissjóðs er óbreytt í A og horfur stöðugar. Þetta er mat lánshæsfismatsfyrirtækisins Fitch Ratings. 2. mars 2024 09:35 Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Okkar eiginn Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Airbnb aukið ójöfnuð Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Eldaðu maður Viðskipti innlent Eintak af dýrustu bók heims seldist á 1,3 milljarða Viðskipti erlent Treystu ekki Kaupþingi Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Sjá meira
Lánshæfismat ríkissjóðs óbreytt Lánshæfiseinkunn ríkissjóðs er óbreytt í A og horfur stöðugar. Þetta er mat lánshæsfismatsfyrirtækisins Fitch Ratings. 2. mars 2024 09:35