Innlent

Átta utan­ríkis­ráðherrar for­dæma her­námið á Gasa

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Vísir/Lýður

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er meðal utanríkisráðherra átta landa sem hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu þar sem ákvörðun ísraelskra stjórnvalda að útvíkka hernaðaraðgerðir sínar og hernám á Gasa er fordæmd. Kallað er eftir lausn allra gísla og að Hamas láti af stjórn Gasa.

Yfirlýsingin er gefin út af utanríkisráðherrum Íslands, Írlands, Lúxemborgar, Möltu, Noregs, Portúgals, Slóveníu og Spánar.

Ráðherrarnir hafna öllum lýðfræðilegum breytingum eða landamerkjum Palestínu. Öll skref í slíka átt teljist brot á alþjóðalögum og alþjóða mannúðarlögum.

Tveggja ríkja lausnin sé eina raunhæfa leiðin til varanlegs friðar í Mið-Austurlöndum.

Ítrekað er ákall um tafarlaus vopnahlé og að öllum gíslum verði sleppt. Tryggja verði aukið aðgengi mannúðaraðstoðar á Gaza. Þá geti Hamas ekki átt neinn þátt í stjórn Gaza eftirleiðis.

Nánar á vef Stjórnarráðsins en yfirlýsinguna í heild sinni má lesa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×