Enski boltinn

Enska augna­blikið: Sá allra svalasti

Valur Páll Eiríksson skrifar
Cantona var einfaldlega kóngurinn. Henry Birgir fær enn gæsahúð þegar hann hugsar til marksins fræga.
Cantona var einfaldlega kóngurinn. Henry Birgir fær enn gæsahúð þegar hann hugsar til marksins fræga. Samsett/Vísir/Getty

Fjórir dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Það er einn maður í sögu deildarinnar sem er einfaldlega svalari en aðrir. Sá heitir Eric Cantona og er í miklu uppáhaldi hjá Henry Birgi Gunnarssyni, líkt og fleirum.

„Tíminn sem Eric Cantona spilaði með Man. Utd er minn uppáhaldstími í enska boltanum. Maðurinn var snillingur og þú vissir aldrei hvað myndi gerast næst. Maður sat bara límdur í sófanum og beið eftir næstu snilld eða sturlun frá Frakkanum,“ segir Henry Birgir er hann rifjar upp Cantona-tímann.

Cantona kom til Englands árið 1991 þegar Leeds borgaði Nimes eina milljón punda fyrir kappann. Hann hafði brennt þónokkrar brýr í heimalandinu og jafði Michael Platini reynt að koma honum að víðar á Englandi fyrir skiptin. Graeme Souness sagði takk en nei takk við að fá Cantona til Liverpool vegna áhrifa sem hann gæti haft á stemninguna í klefanum og Sheffield Wednesday hafði ekki efni á Frakkanum sem hafði verið á reynslu í stálborginni um hríð.

Klippa: Enska augnablikið: Kóngurinn Cantona

Cantona var hjá Leeds frá janúar 1992 fram í nóvember þegar hann bað um sölu eftir að hafa verið settur út úr liðinu. Hann spilaði fyrsta leikinn í byrjun desember það ár og það var ekki aftur snúið. Franski kóngurinn var mættur til Manchester.

„Það var enginn maður með mönnum nema vera með kragann uppi eins og king Eric. Það var alvöru költ í kringum Cantona.“

Frakkinn skoraði mörg eftirminnileg mörk fyrir United en þetta mark er í uppáhaldi hjá Henry.

„Þetta mark á móti Sunderland er svo geggjað. Cantona byrjar á því að hrista af sér hálft Sunderland-liðið eins og ekkert sé sjálfsagðara. Það er eins og hann sé að spila á móti strákum í yngri flokkum. Gæðin gjörsamlega leka af honum.

„Afgreiðslan er svo algjörlega úr efstu hillu. Markið er ekki bara meiriháttar heldur er fagnið ekki síður goðsagnakennt. Þarna stendur kóngurinn á sviðinu, með kragann uppi, og horfir á lýðinn sem hyllir hann. Eins og ekkert sé eðlilegra en að hann hafi hlaðið í þessa snilld. Einstakur fótboltamaður og karakter. Sá svalasti sem hefur spilað í enska boltanum.“

Ekki aðeins má sjá mark Cantona gegn Sunderland í spilaranum heldur öll fimm bestu mörk hans í deildinni. Sjón er sögu ríkari.

Henry Birgir mun lýsa leikjum í enska boltanum á Sýn Sport í vetur.

Hér má tryggja sér áskrift að enska boltanum hjá Sýn Sport.


Tengdar fréttir

Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu

Fjórir dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir réði sér vart fyrir kæti þegar hinn 17 ára gamli Federico Macheda skoraði mark sem fór langt með að tryggja Manchester United enska meistaratitilinn árið 2009.

Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum

Fjórir dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Ríkharð Óskar Guðnason er einn mesti Paolo Di Canio maður landsins og sem ungur maður keypti hann sér treyju merkta Ítalanum þrátt fyrir að styðja allt annað lið.

Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla

Fimm dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Enski boltinn hefur haft mikil áhrif á sálartetur Kjartans í gegnum tíðina og leikur Manchester United og Tottenham vorið 1999 gleymist seint.

Enska augna­blikið: Geðsturlun Georgíu­mannsins

Sjö dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Bjarni Guðjónsson var leikmaður Newcastle og sat í stúkunni þegar liðsfélagi hans gekk berserksgang á St. James' Park.

Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði

Fimm dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Kristjana Arnarsdóttir fór í eftirminnilega ferð á Anfield veturinn 2002.

Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford

Sex dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Lárus Orri Sigurðsson gleymir seint fyrsta leiknum sem hann spilaði í deild þeirra bestu á Englandi.

Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf

Sjö dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Hjörvar Hafliðason gleymir seint leik Manchester United og Sheffield Wednesday vorið 1993.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×