Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. ágúst 2025 18:38 Andlit Bandaríkjaforseta prýðir marga hamborgarastaði í Texasríki. Getty Eigandi skyndibitakeðjunnar Trump Burger stendur frammi fyrir að vera vísað á brott úr Bandaríkjunum eftir að Innflytjendastofnun Bandaríkjanna handtók hann. Um er að ræða líbanskan mann á þrítugsaldri sem dvaldi ólöglega í Texas. Maðurinn heitir Roland Mehrez Beainy og kom til Bandaríkjanna frá Líbanon árið 2019 sem ferðamaður en dvalarleyfi hans rann út 12. febrúar á síðasta ári samkvæmt skriflegu svari Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE) við fyrirspurn Guardian. ICE færir sig upp á skaftið Miðillinn Fayette County Record greinir frá því að Beainy hafi verð handtekinn 16. maí síðastliðinn en síðustu fimm ár hefur hann opnað röð hamborgarastaða víða um Texasríki sem bera nafn Trump Bandaríkjaforseta. Undanfarna mánuði hefur ICE gert fjölda áhlaupa víða um Banaríkin og handtekið talsverðan fjölda fólks. Er það gert í því skyni að framfylgja kosningaloforði Donalds Trump um að stórauka brottvísanir á fólki sem dvelur ólöglega í Bandaríkjunum. Miðillinn fyrrnefndi greinir einnig frá því að Beainy hafi sótt um framlengingu dvalarleyfis síns á grundvelli þess að hann hefði gifst bandarískri konu en ICE heldur því fram að ekkert bendi til þess að hann hafi nokkurn tíma búið með meintri eiginkonu sinni. „Í valdatíð núverandi ríkisstjórnar er ICE skuldbundið því að endurvekja trúverðuleika innflytjendakerfis þjóðarinnar með því að draga alla til ábyrgðar sem koma ólöglega inn í landið eða dvelja lengur en heimild þeirra nær til. Þetta gildir sama hvaða veitingastaði maður á eða hverjar stjórnmálaskoðanir manns eru,“ hefur Guardian upp úr skriflegu svari ICE. Samkvæmt umfjöllun miðla í Texas harðneita Beainy ásökunum innflytjendastofnunarinnar á hendur sér. Hann fer fyrir dómara 18. nóvember samkvæmt fyrirliggjandi skipulagi. „Níutíu prósent af því sem þeir eru að segja er kjaftæði,“ hefur Houston Chronicle eftir honum. Lagði fé til hliðar til að styðja Trump Í umfjöllun Guardian kemur fram að það hafi vakið mikla athygli um öll Bandaríkin þegar Beainy opnaði fyrsta veitingastaðinn undir nafninu Trump Burger. Hann hóf starfsemi sína í Bellville í Texas árið 2020 og var skreyttur Trump-tengdum munum hátt og lágt. Þar að auki var matseðillinn með Trump-þema og réttirnir hétu nöfnum sem skírskotuðu í pólitíska andstæðinga hans. Hróður Trump Burger barst víða og brátt opnuðu fleiri staðir víða um fylkið. Beainy lagði meira að segja hluta hagnaðar staðarins til hliðar til að styðja við síðustu kosningaherferð Trump. „Ég vildi gjarnan að fá blessun [Trump] og að hann kíkti við. Við vonumst til þess að hann kíki á staðinn,“ sagði hann í viðtali við Houston Chronicle frá árinu 2022. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Maðurinn heitir Roland Mehrez Beainy og kom til Bandaríkjanna frá Líbanon árið 2019 sem ferðamaður en dvalarleyfi hans rann út 12. febrúar á síðasta ári samkvæmt skriflegu svari Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE) við fyrirspurn Guardian. ICE færir sig upp á skaftið Miðillinn Fayette County Record greinir frá því að Beainy hafi verð handtekinn 16. maí síðastliðinn en síðustu fimm ár hefur hann opnað röð hamborgarastaða víða um Texasríki sem bera nafn Trump Bandaríkjaforseta. Undanfarna mánuði hefur ICE gert fjölda áhlaupa víða um Banaríkin og handtekið talsverðan fjölda fólks. Er það gert í því skyni að framfylgja kosningaloforði Donalds Trump um að stórauka brottvísanir á fólki sem dvelur ólöglega í Bandaríkjunum. Miðillinn fyrrnefndi greinir einnig frá því að Beainy hafi sótt um framlengingu dvalarleyfis síns á grundvelli þess að hann hefði gifst bandarískri konu en ICE heldur því fram að ekkert bendi til þess að hann hafi nokkurn tíma búið með meintri eiginkonu sinni. „Í valdatíð núverandi ríkisstjórnar er ICE skuldbundið því að endurvekja trúverðuleika innflytjendakerfis þjóðarinnar með því að draga alla til ábyrgðar sem koma ólöglega inn í landið eða dvelja lengur en heimild þeirra nær til. Þetta gildir sama hvaða veitingastaði maður á eða hverjar stjórnmálaskoðanir manns eru,“ hefur Guardian upp úr skriflegu svari ICE. Samkvæmt umfjöllun miðla í Texas harðneita Beainy ásökunum innflytjendastofnunarinnar á hendur sér. Hann fer fyrir dómara 18. nóvember samkvæmt fyrirliggjandi skipulagi. „Níutíu prósent af því sem þeir eru að segja er kjaftæði,“ hefur Houston Chronicle eftir honum. Lagði fé til hliðar til að styðja Trump Í umfjöllun Guardian kemur fram að það hafi vakið mikla athygli um öll Bandaríkin þegar Beainy opnaði fyrsta veitingastaðinn undir nafninu Trump Burger. Hann hóf starfsemi sína í Bellville í Texas árið 2020 og var skreyttur Trump-tengdum munum hátt og lágt. Þar að auki var matseðillinn með Trump-þema og réttirnir hétu nöfnum sem skírskotuðu í pólitíska andstæðinga hans. Hróður Trump Burger barst víða og brátt opnuðu fleiri staðir víða um fylkið. Beainy lagði meira að segja hluta hagnaðar staðarins til hliðar til að styðja við síðustu kosningaherferð Trump. „Ég vildi gjarnan að fá blessun [Trump] og að hann kíkti við. Við vonumst til þess að hann kíki á staðinn,“ sagði hann í viðtali við Houston Chronicle frá árinu 2022.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira