Enski boltinn

Meiðsli Rodri verri en menn héldu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pep' Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, ræðir við Rodri á æfingu Manchester City.
Pep' Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, ræðir við Rodri á æfingu Manchester City. Getty/James Gill

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, færði stuðningsmönnum sínum slæmar fréttir á blaðamannafundi í gær.

City verður mögulega án mikilvægasta leikmanns síns í fyrstu leikjum tímabilsins.

Spænski miðjumaðurinn Rodri sleit krossband í byrjun síðasta tímabils og missti af nær öllu tímabilinu. Hann var kominn til baka en meiddist þá aftur.

Guardiola sagði að Rodri hafi orðið fyrir slæmum meiðslum í tapleiknum á móti Al Hilal í sextán liða úrslitum heimsmeistarakeppni félagsliða.

„Rodri er að verða betri en hann varð fyrir alvarlegum meiðslum í leiknum á móti Al Hilal,“ sagði Guardiola en Rodri tognaði á nára í leiknum.

„Hann hefur náð að æfa betur síðustu daga og vonandi verður hann kominn í gott form eftir landsleikjahléið í september,“ sagði Guardiola.

„Vonandi getur hann spilað einhverjar mínútur í þessum fyrstu leikjum i byrjun móts en það er mikilvægt að hann sé verkjalaus. Við viljum ekki að Rodri meiðist aftur,“ sagði Guardiola.

„Við gerum því allt til að forðast það. Hann er ekki tilbúinn í níutíu mínútur í fyrstu leikjunum,“ sagði Guardiola.

Manchester City mætir Wolves, Tottenham og Brighton í fyrstu þremur leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×