Innlent

Sjúkra­bíllinn bilaður og kemst ekki með sjúk­ling úr Þakgili

Agnar Már Másson skrifar
Þakgil er sunnan Mýrdalsjökuls. Mynd úr safni.
Þakgil er sunnan Mýrdalsjökuls. Mynd úr safni. Vísir/Jóhann K.

Þyrla var kölluð út að Þakgili sunnan Mýrdalsjökuls um klukkan hálffjögur síðdegis í dag vegna slasaðrar hjólreiðakonu.

Ásgeir Erlendsson hjá Landhelgisgæslunni segir við Vísi að þyrlan hafi verið kölluð út á mesta forgangi að beiðni lögreglunnar.

„Það var tilkynnt um konu sem var með litla blæðingu úr fæti eftir að hafa fallið á reiðhjóli,“ segir Garðar Már Garðarsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi. Í Þakgili, nálægt Vík í Mýrdal, er vinsæl hjólaleið.

Búið er að koma konunni inn í sjúkrabíl en sjúkraflutningamenn koma ekki bílnum af stað vegna þess að bíllinn bilaði, segir Garðar. Þess vegna er enn beðið eftir þyrlu gæslunnar.

Illa hefur tekist að fá upplýsingar frá vettvangi, að sögn aðalvarðstjórans, en lítið talstöðva- og símasamband er á svæðinu.

Þyrlan er á leiðinni á vettvang. 

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×