„Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 7. ágúst 2025 12:24 Hannes Hólmsteinn er prófessor emiritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, og Ingólfur Gíslason er aðjúnkt við menntavísindasvið sama skóla. Hannes segir Ingólf sekan um gyðingahatur en Ingólfur segir sniðgöngukröfuna ekki byggða á þjóðerni. Vísir/Vilhelm Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir rektor Háskóla Íslands eiga að áminna Ingólf Gíslason, fyrir virka tilraun með ofbeldi til að hefta málfrelsi og rannsóknarfrelsi innan skólans, með því að hafa afstýrt fyrirlestri ísraelsks prófessors í gær. Ingólfur segir að Háskóli Íslands sé ekki stofnun þar sem stjórnendur skipti sér af eða viti af einstökum atburðum eða verkefnum. Fyrirlestri Gil S. Epstein, ísraelsks prófessors í hagfræði við Bar-Ilan-háskólann í Ísrael, sem haldinn var á Þjóðminjasafninu í gær, var aflýst um tuttugu mínútum eftir að hann átti að hefjast. Hópur mótmælenda mætti á fyrirlesturinn og mótmælti því að starfsmaður við stofnun sem styddi Ísraelsher opinberlega flytti fyrirlesturinn. Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, stóð fyrir fyrirlestrinum en hann sagði það hafa verið mat skipuleggjenda að ekki ætti að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórna og koma í veg fyrir að þeir gætu lýst niðurstöðum rannsókna. Rektor eigi að áminna Ingólf Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor emiritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að yfirgangur gyðingahatara sé algerlega óþolandi. Rektor eigi að áminna Ingólf Gíslason fyrir virka tilraun með ofbeldi til að hefta málfrelsi og rannsóknarfrelsi innan Háskóla Íslands. Hann hafi sjálfur skipulagt fund á sama stað á síðasta ári með ísraelskum heimspekingi, en hann hafi gert miklar öryggisráðstafanir. „Ég skil ekki barnaskapinn í fundarboðendum. Auðvitað hlutu gyðingahatararnir að hleypa fundinum upp.“ „Ég hélt 14. október 2024 fund á sama stað með ísraelskum heimspekingi, sem hafði gegnt herþjónustu í Ísraelsher, Ely Lassman, og hann sagði margt mjög merkilegt. Ég auglýsti fundinn ekki, heldur boðaði hann beint þeim, sem hefðu áhuga, og var húsfyllir.“ „Jafnframt gerði ég hljóðlega ráðstafanir til þess, hefðu gyðingahatararnir (nasistar nútímans) mætt, að nægilegt afl væri á staðnum til þess að stugga þeim á brott. Fundurinn með Lassman tókst hið besta,“ segir Hannes í færslu á samfélagsmiðlum.“ Sniðgöngukrafan byggi ekki á þjóðerni Ingólfur Gíslason, sem er aðjúnkt við menntavísindasvið Háskóla Íslands, segir í færslu á samfélagsmiðlum að sniðgöngukrafan um Gil Epstein byggi ekki á þjóðerni. Það sem skipti máli sé ábyrgðarstaða hans innan ísraelska herveldisins. „Öllu venjulegu fólki misbýður þegar fjöldamorðingjum er boðið að kynna „rannsóknir“ sínar, milli þess sem hann beitir vopnum sínum. Gylfi Zoega telur að það sé ekkert vandamál - hann geti einfaldlega lagt til glæpina hliðar á meðan,“ segir Ingólfur um málið. „Gil er einhvers konar sviðsforseti eða formaður innan Bar-Ilan háskóla, og hefur opinberlega, fyrir hönd þess skóla lýst stuðningi við þjóðarmorðið (ég læt tvö skjáskot fylgja). Bar-Ilan háskóli styður opinberlega og efnislega við ólöglegt hernám Ísraels í Palestínu og auðvitað yfirstandandi þjóðarmorð.“ Ingólfur bendir á að stofnunin sem hélt viðburðinn heyri ekki beint undir Háskóla Íslands, og háskólinn sé ekki stofnun þar sem stjórnendur skipti sér af eða viti af einstökum atburðum eða verkefnum. Silja Bára Ómarsdóttir, rektor Háskóla Íslands, hefur ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu það sem af er degi. Ísrael Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Fyrirlestri Gil S. Epstein, ísraelsks prófessors í hagfræði við Bar-Ilan-háskólann í Ísrael, sem haldinn var á Þjóðminjasafninu í gær, var aflýst um tuttugu mínútum eftir að hann átti að hefjast. Hópur mótmælenda mætti á fyrirlesturinn og mótmælti því að starfsmaður við stofnun sem styddi Ísraelsher opinberlega flytti fyrirlesturinn. Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, stóð fyrir fyrirlestrinum en hann sagði það hafa verið mat skipuleggjenda að ekki ætti að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórna og koma í veg fyrir að þeir gætu lýst niðurstöðum rannsókna. Rektor eigi að áminna Ingólf Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor emiritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að yfirgangur gyðingahatara sé algerlega óþolandi. Rektor eigi að áminna Ingólf Gíslason fyrir virka tilraun með ofbeldi til að hefta málfrelsi og rannsóknarfrelsi innan Háskóla Íslands. Hann hafi sjálfur skipulagt fund á sama stað á síðasta ári með ísraelskum heimspekingi, en hann hafi gert miklar öryggisráðstafanir. „Ég skil ekki barnaskapinn í fundarboðendum. Auðvitað hlutu gyðingahatararnir að hleypa fundinum upp.“ „Ég hélt 14. október 2024 fund á sama stað með ísraelskum heimspekingi, sem hafði gegnt herþjónustu í Ísraelsher, Ely Lassman, og hann sagði margt mjög merkilegt. Ég auglýsti fundinn ekki, heldur boðaði hann beint þeim, sem hefðu áhuga, og var húsfyllir.“ „Jafnframt gerði ég hljóðlega ráðstafanir til þess, hefðu gyðingahatararnir (nasistar nútímans) mætt, að nægilegt afl væri á staðnum til þess að stugga þeim á brott. Fundurinn með Lassman tókst hið besta,“ segir Hannes í færslu á samfélagsmiðlum.“ Sniðgöngukrafan byggi ekki á þjóðerni Ingólfur Gíslason, sem er aðjúnkt við menntavísindasvið Háskóla Íslands, segir í færslu á samfélagsmiðlum að sniðgöngukrafan um Gil Epstein byggi ekki á þjóðerni. Það sem skipti máli sé ábyrgðarstaða hans innan ísraelska herveldisins. „Öllu venjulegu fólki misbýður þegar fjöldamorðingjum er boðið að kynna „rannsóknir“ sínar, milli þess sem hann beitir vopnum sínum. Gylfi Zoega telur að það sé ekkert vandamál - hann geti einfaldlega lagt til glæpina hliðar á meðan,“ segir Ingólfur um málið. „Gil er einhvers konar sviðsforseti eða formaður innan Bar-Ilan háskóla, og hefur opinberlega, fyrir hönd þess skóla lýst stuðningi við þjóðarmorðið (ég læt tvö skjáskot fylgja). Bar-Ilan háskóli styður opinberlega og efnislega við ólöglegt hernám Ísraels í Palestínu og auðvitað yfirstandandi þjóðarmorð.“ Ingólfur bendir á að stofnunin sem hélt viðburðinn heyri ekki beint undir Háskóla Íslands, og háskólinn sé ekki stofnun þar sem stjórnendur skipti sér af eða viti af einstökum atburðum eða verkefnum. Silja Bára Ómarsdóttir, rektor Háskóla Íslands, hefur ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu það sem af er degi.
Ísrael Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira