„Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 7. ágúst 2025 12:24 Hannes Hólmsteinn er prófessor emiritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, og Ingólfur Gíslason er aðjúnkt við menntavísindasvið sama skóla. Hannes segir Ingólf sekan um gyðingahatur en Ingólfur segir sniðgöngukröfuna ekki byggða á þjóðerni. Vísir/Vilhelm Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir rektor Háskóla Íslands eiga að áminna Ingólf Gíslason, fyrir virka tilraun með ofbeldi til að hefta málfrelsi og rannsóknarfrelsi innan skólans, með því að hafa afstýrt fyrirlestri ísraelsks prófessors í gær. Ingólfur segir að Háskóli Íslands sé ekki stofnun þar sem stjórnendur skipti sér af eða viti af einstökum atburðum eða verkefnum. Fyrirlestri Gil S. Epstein, ísraelsks prófessors í hagfræði við Bar-Ilan-háskólann í Ísrael, sem haldinn var á Þjóðminjasafninu í gær, var aflýst um tuttugu mínútum eftir að hann átti að hefjast. Hópur mótmælenda mætti á fyrirlesturinn og mótmælti því að starfsmaður við stofnun sem styddi Ísraelsher opinberlega flytti fyrirlesturinn. Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, stóð fyrir fyrirlestrinum en hann sagði það hafa verið mat skipuleggjenda að ekki ætti að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórna og koma í veg fyrir að þeir gætu lýst niðurstöðum rannsókna. Rektor eigi að áminna Ingólf Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor emiritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að yfirgangur gyðingahatara sé algerlega óþolandi. Rektor eigi að áminna Ingólf Gíslason fyrir virka tilraun með ofbeldi til að hefta málfrelsi og rannsóknarfrelsi innan Háskóla Íslands. Hann hafi sjálfur skipulagt fund á sama stað á síðasta ári með ísraelskum heimspekingi, en hann hafi gert miklar öryggisráðstafanir. „Ég skil ekki barnaskapinn í fundarboðendum. Auðvitað hlutu gyðingahatararnir að hleypa fundinum upp.“ „Ég hélt 14. október 2024 fund á sama stað með ísraelskum heimspekingi, sem hafði gegnt herþjónustu í Ísraelsher, Ely Lassman, og hann sagði margt mjög merkilegt. Ég auglýsti fundinn ekki, heldur boðaði hann beint þeim, sem hefðu áhuga, og var húsfyllir.“ „Jafnframt gerði ég hljóðlega ráðstafanir til þess, hefðu gyðingahatararnir (nasistar nútímans) mætt, að nægilegt afl væri á staðnum til þess að stugga þeim á brott. Fundurinn með Lassman tókst hið besta,“ segir Hannes í færslu á samfélagsmiðlum.“ Sniðgöngukrafan byggi ekki á þjóðerni Ingólfur Gíslason, sem er aðjúnkt við menntavísindasvið Háskóla Íslands, segir í færslu á samfélagsmiðlum að sniðgöngukrafan um Gil Epstein byggi ekki á þjóðerni. Það sem skipti máli sé ábyrgðarstaða hans innan ísraelska herveldisins. „Öllu venjulegu fólki misbýður þegar fjöldamorðingjum er boðið að kynna „rannsóknir“ sínar, milli þess sem hann beitir vopnum sínum. Gylfi Zoega telur að það sé ekkert vandamál - hann geti einfaldlega lagt til glæpina hliðar á meðan,“ segir Ingólfur um málið. „Gil er einhvers konar sviðsforseti eða formaður innan Bar-Ilan háskóla, og hefur opinberlega, fyrir hönd þess skóla lýst stuðningi við þjóðarmorðið (ég læt tvö skjáskot fylgja). Bar-Ilan háskóli styður opinberlega og efnislega við ólöglegt hernám Ísraels í Palestínu og auðvitað yfirstandandi þjóðarmorð.“ Ingólfur bendir á að stofnunin sem hélt viðburðinn heyri ekki beint undir Háskóla Íslands, og háskólinn sé ekki stofnun þar sem stjórnendur skipti sér af eða viti af einstökum atburðum eða verkefnum. Silja Bára Ómarsdóttir, rektor Háskóla Íslands, hefur ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu það sem af er degi. Ísrael Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Fleiri fréttir Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Sjá meira
Fyrirlestri Gil S. Epstein, ísraelsks prófessors í hagfræði við Bar-Ilan-háskólann í Ísrael, sem haldinn var á Þjóðminjasafninu í gær, var aflýst um tuttugu mínútum eftir að hann átti að hefjast. Hópur mótmælenda mætti á fyrirlesturinn og mótmælti því að starfsmaður við stofnun sem styddi Ísraelsher opinberlega flytti fyrirlesturinn. Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, stóð fyrir fyrirlestrinum en hann sagði það hafa verið mat skipuleggjenda að ekki ætti að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórna og koma í veg fyrir að þeir gætu lýst niðurstöðum rannsókna. Rektor eigi að áminna Ingólf Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor emiritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að yfirgangur gyðingahatara sé algerlega óþolandi. Rektor eigi að áminna Ingólf Gíslason fyrir virka tilraun með ofbeldi til að hefta málfrelsi og rannsóknarfrelsi innan Háskóla Íslands. Hann hafi sjálfur skipulagt fund á sama stað á síðasta ári með ísraelskum heimspekingi, en hann hafi gert miklar öryggisráðstafanir. „Ég skil ekki barnaskapinn í fundarboðendum. Auðvitað hlutu gyðingahatararnir að hleypa fundinum upp.“ „Ég hélt 14. október 2024 fund á sama stað með ísraelskum heimspekingi, sem hafði gegnt herþjónustu í Ísraelsher, Ely Lassman, og hann sagði margt mjög merkilegt. Ég auglýsti fundinn ekki, heldur boðaði hann beint þeim, sem hefðu áhuga, og var húsfyllir.“ „Jafnframt gerði ég hljóðlega ráðstafanir til þess, hefðu gyðingahatararnir (nasistar nútímans) mætt, að nægilegt afl væri á staðnum til þess að stugga þeim á brott. Fundurinn með Lassman tókst hið besta,“ segir Hannes í færslu á samfélagsmiðlum.“ Sniðgöngukrafan byggi ekki á þjóðerni Ingólfur Gíslason, sem er aðjúnkt við menntavísindasvið Háskóla Íslands, segir í færslu á samfélagsmiðlum að sniðgöngukrafan um Gil Epstein byggi ekki á þjóðerni. Það sem skipti máli sé ábyrgðarstaða hans innan ísraelska herveldisins. „Öllu venjulegu fólki misbýður þegar fjöldamorðingjum er boðið að kynna „rannsóknir“ sínar, milli þess sem hann beitir vopnum sínum. Gylfi Zoega telur að það sé ekkert vandamál - hann geti einfaldlega lagt til glæpina hliðar á meðan,“ segir Ingólfur um málið. „Gil er einhvers konar sviðsforseti eða formaður innan Bar-Ilan háskóla, og hefur opinberlega, fyrir hönd þess skóla lýst stuðningi við þjóðarmorðið (ég læt tvö skjáskot fylgja). Bar-Ilan háskóli styður opinberlega og efnislega við ólöglegt hernám Ísraels í Palestínu og auðvitað yfirstandandi þjóðarmorð.“ Ingólfur bendir á að stofnunin sem hélt viðburðinn heyri ekki beint undir Háskóla Íslands, og háskólinn sé ekki stofnun þar sem stjórnendur skipti sér af eða viti af einstökum atburðum eða verkefnum. Silja Bára Ómarsdóttir, rektor Háskóla Íslands, hefur ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu það sem af er degi.
Ísrael Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Fleiri fréttir Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Sjá meira