Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 6. ágúst 2025 18:57 Gil S. Epstein bauðst til að halda fyrirlesturinn endurgjaldslaust, segir Gylfi. Vísir/Samsett Gylfi Zoega sem stóð fyrir fyrirlestri ísraelsks hagfræðings á Þjóðminjasafninu í dag segir það hafa verið mat skipuleggjenda að ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórna og koma í veg fyrri að þeir geti lýst niðurstöðum rannsókna. Mótmælendur hleyptu upp fundinum áður en hann hófst. Til stóð að Gil S. Epstein, prófessor í hagfræði við Bar-Ilan-háskólann í Ísrael, héldi fyrirlestur um áhrif gervigreindar á mismunandi starfstéttir í dag. Fyrirlesturinn var haldinn á vegum Rannsóknarstofnunin um lífeyrismál (PRICE) sem Gylfi Zoega fer fyrir ásamt Þorsteini Sigurði Sveinssyni, hagfræðingi á sviði hagfræði og peningastefnu í Seðlabanka Íslands. Gil S. Epstein hefur að sögn Gylfa getið sér gott orð sem hagfræðingur og birt tugi fræðigreina, einkum á sviði rannsókna á búferlaflutningum. Hann er einn ritstjóra Journal og Population Economics og er félagi í IZA-stofnuninni í Bonn í Þýskalandi. Umræða um fyrirlesturinn hófst í gær og settu starfsmenn háskólans og aðrir spurningarmerki við komu Epstein. Ingólfur Gíslason aðjúnkt við menntavísindasvið benti meðal annars á skýrslu sem unnin var við Erasmus-háskóla í Rotterdam þar sem fram kemur að fræðimenn við Bar-Ilan-háskóla stundi meðal annars rannsóknir á sviði hergagna fyrir ísraelska herinn. Í skýrslunni er það raunar metið sem svo að samstarf háskólans við hernaðaryfirvöld í Ísrael jafngildi beinni þátttöku í mannréttindabrotum. Gylfi segir í samtali við fréttastofu að hann hafi rætt við Epstein sem hafi fullvissað hann um að hann hefði engin tengsl við Ísraelsher eða leyniþjónustu en hefði verið sviðsforseti sem margar deildir og stofnanir innan háskólans heyrðu undir. Tengsl hans við stjórnvöld felist í setu í ráðgjafaráði um gervigreind. „Það var mat skipuleggjanda að ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórna og koma í veg fyrir að þeir geti lýst niðurstöðum rannsókna sem eru alls óskyldar stjórnmálum og styrjöldum svo fremi sem ekki sé sýnt fram á ábyrgð þeirra á óhæfuverkum,“ segir hann svo í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum. Gylfi segist hafa reynt að koma því á framfæri að fyrirlesturinn væri ópólitískur og beðið Epstein um að hundsa spurningar sem beindust að ódæðum Ísraels á Gasasvæðinu en að hann hafi ekki haft erindi sem erfiði vegna mótmælanna. Fundinum var því aflýst í raun áður en hann hófst Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Háskólar Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira
Til stóð að Gil S. Epstein, prófessor í hagfræði við Bar-Ilan-háskólann í Ísrael, héldi fyrirlestur um áhrif gervigreindar á mismunandi starfstéttir í dag. Fyrirlesturinn var haldinn á vegum Rannsóknarstofnunin um lífeyrismál (PRICE) sem Gylfi Zoega fer fyrir ásamt Þorsteini Sigurði Sveinssyni, hagfræðingi á sviði hagfræði og peningastefnu í Seðlabanka Íslands. Gil S. Epstein hefur að sögn Gylfa getið sér gott orð sem hagfræðingur og birt tugi fræðigreina, einkum á sviði rannsókna á búferlaflutningum. Hann er einn ritstjóra Journal og Population Economics og er félagi í IZA-stofnuninni í Bonn í Þýskalandi. Umræða um fyrirlesturinn hófst í gær og settu starfsmenn háskólans og aðrir spurningarmerki við komu Epstein. Ingólfur Gíslason aðjúnkt við menntavísindasvið benti meðal annars á skýrslu sem unnin var við Erasmus-háskóla í Rotterdam þar sem fram kemur að fræðimenn við Bar-Ilan-háskóla stundi meðal annars rannsóknir á sviði hergagna fyrir ísraelska herinn. Í skýrslunni er það raunar metið sem svo að samstarf háskólans við hernaðaryfirvöld í Ísrael jafngildi beinni þátttöku í mannréttindabrotum. Gylfi segir í samtali við fréttastofu að hann hafi rætt við Epstein sem hafi fullvissað hann um að hann hefði engin tengsl við Ísraelsher eða leyniþjónustu en hefði verið sviðsforseti sem margar deildir og stofnanir innan háskólans heyrðu undir. Tengsl hans við stjórnvöld felist í setu í ráðgjafaráði um gervigreind. „Það var mat skipuleggjanda að ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórna og koma í veg fyrir að þeir geti lýst niðurstöðum rannsókna sem eru alls óskyldar stjórnmálum og styrjöldum svo fremi sem ekki sé sýnt fram á ábyrgð þeirra á óhæfuverkum,“ segir hann svo í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum. Gylfi segist hafa reynt að koma því á framfæri að fyrirlesturinn væri ópólitískur og beðið Epstein um að hundsa spurningar sem beindust að ódæðum Ísraels á Gasasvæðinu en að hann hafi ekki haft erindi sem erfiði vegna mótmælanna. Fundinum var því aflýst í raun áður en hann hófst
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Háskólar Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira