Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. ágúst 2025 16:46 Fyrirlesturinn átti að fara fram í sal á Þjóðminjasafninu. Vísir/Vilhelm Fyrirlestri starfsmanns við Bar-Ilan háskólann í Ísrael á Þjóðminjasafninu var aflýst um tuttugu mínútum eftir að hann átti að hefjast í dag. Hópur mótmælenda mætti á fyrirlesturinn og mótmælti því að starfsmaður við stofnun sem styðji Ísraelsher opinberlega flytti fyrirlesturinn. Ingólfur Gíslason aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands greinir frá þessu á Facebook, en hann hefur tekið virkan þátt í umræðunni um stríðsrekstur Ísraelshers. Rannsóknarstofnunin um lífeyrismál (PRICE) stóð fyrir fyrirlestri Gil S. Epstein, prófessors í hagfræði við Bar-Ilan háskólann, um gervigreind. Fyrirlesturinn var á dagskrá Þjóðminjasafnsins klukkan hálf tvö í dag. Í færslu segir Ingólfur að Bar-Ilan háskólinn styðji hernað Ísraelsríkis með fjölbreyttum hætti og að hafi lýst yfir stuðningi við hernað og landrán Ísraela gegn Palestínu, og vísar í skýrslu unna við Erasmus-háskóla í Rotterdam sér til stuðnings. Á fyrirlestrinum hafi Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við HÍ sem stóð fyrir fyrirlestrinum, komið því sjónarmiði á framfæri að fyrirlesturinn væri ópólitískur og að hann hefði rætt við prófessorinn um morguninn og verið fullvissaður um að hann starfaði ekki fyrir herinn. Samstarf við Rússa á ís en ekki við Ísrael „Prófessorinn sjálfur kom því á framfæri að hann starfaði ekki beint fyrir herinn og að seta hans í stofnunum sem tengjast honum merki ekki neitt, hann væri hér sem algerlega ópólitísk persóna og vildi ekki ræða um þjóðarmorðið, enda væri það pólitísk umræða,“ segir í færslu Ingólfs. Hann segir merkilegt að prófessorinn hafi ekki lýst yfir neins konar vanþóknun á framferði Ísraelsríkis í þann stutta tíma sem á fyrirlestrinum stóð. Þá segir Ingólfur það lýsa smekkleysi og siðferðisgjaldþroti að taka ekki þátt í akademískri sniðgöngu á Ísrael. Sem fyrr segir hafi fyrirlesturinn verið blásinn af eftir um tuttugu mínútur. Hann vekur athygli á að Háskóli Íslands hafi gefið út yfirlýsingu þess efnis að allt samstarf við háskóla og stofnanir í Rússlandi yrði sett á ís. Skólinn hafi ekki gefið sameiginlega yfirlýsingu um Ísrael. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Lá við árekstra flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Billy Long biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Sjá meira
Ingólfur Gíslason aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands greinir frá þessu á Facebook, en hann hefur tekið virkan þátt í umræðunni um stríðsrekstur Ísraelshers. Rannsóknarstofnunin um lífeyrismál (PRICE) stóð fyrir fyrirlestri Gil S. Epstein, prófessors í hagfræði við Bar-Ilan háskólann, um gervigreind. Fyrirlesturinn var á dagskrá Þjóðminjasafnsins klukkan hálf tvö í dag. Í færslu segir Ingólfur að Bar-Ilan háskólinn styðji hernað Ísraelsríkis með fjölbreyttum hætti og að hafi lýst yfir stuðningi við hernað og landrán Ísraela gegn Palestínu, og vísar í skýrslu unna við Erasmus-háskóla í Rotterdam sér til stuðnings. Á fyrirlestrinum hafi Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við HÍ sem stóð fyrir fyrirlestrinum, komið því sjónarmiði á framfæri að fyrirlesturinn væri ópólitískur og að hann hefði rætt við prófessorinn um morguninn og verið fullvissaður um að hann starfaði ekki fyrir herinn. Samstarf við Rússa á ís en ekki við Ísrael „Prófessorinn sjálfur kom því á framfæri að hann starfaði ekki beint fyrir herinn og að seta hans í stofnunum sem tengjast honum merki ekki neitt, hann væri hér sem algerlega ópólitísk persóna og vildi ekki ræða um þjóðarmorðið, enda væri það pólitísk umræða,“ segir í færslu Ingólfs. Hann segir merkilegt að prófessorinn hafi ekki lýst yfir neins konar vanþóknun á framferði Ísraelsríkis í þann stutta tíma sem á fyrirlestrinum stóð. Þá segir Ingólfur það lýsa smekkleysi og siðferðisgjaldþroti að taka ekki þátt í akademískri sniðgöngu á Ísrael. Sem fyrr segir hafi fyrirlesturinn verið blásinn af eftir um tuttugu mínútur. Hann vekur athygli á að Háskóli Íslands hafi gefið út yfirlýsingu þess efnis að allt samstarf við háskóla og stofnanir í Rússlandi yrði sett á ís. Skólinn hafi ekki gefið sameiginlega yfirlýsingu um Ísrael.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Lá við árekstra flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Billy Long biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent