Innlent

Reyndist ekki borgunar­maður fyrir viku­dvölinni

Atli Ísleifsson skrifar
Alls gista fimm fangageymslur lögreglu á höfuðborgarsvæðinu eftir nóttina.
Alls gista fimm fangageymslur lögreglu á höfuðborgarsvæðinu eftir nóttina. Vísir/Vilhelm

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út eftir að starfsmaður á hóteli í miðborg Reykjavíkur óskaði eftir aðstoðar vegna manns sem hafði leigt herbergi hjá þeim í tæpa viku.

Þegar komið var að greiða reyndist greiðslukort aðilans stolið og hann ekki borgunarmaður fyrir reikningnum.

Frá þessu segir í tilkynningu frá lögreglu þar sem segir frá verkefnum gærkvöldsins og næturinnar.

Þar segir einnig að á svæði lögreglustöðvar 4, sem nær yfir Árbæ, Grafarvog, Norðlingaholt og Mosfellsbæ, hafi verið tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir við sjoppu í austurbæ Reykjavíkur. Þegar lögreglu bar að garði voru aðilarnir búnir að brjóta sér leið inn í sjoppuna. Þeir voru handteknir og gista nú fangageymslur lögreglu.

Þá segir að lögregla hafi einnig stöðvað ökumann vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna. Svo reyndist vera, en þegar lögregla ætlaði að gefa sig á tal við ökumanninn rann bíll hans á lögreglubílinn þannig að tjón varð. Maðurinn var handtekinn á staðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×