Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Agnar Már Másson skrifar 3. ágúst 2025 22:04 Netþrjótar hafa að undanförnu sent íslenskum símaeigendum skilaboð þar sem þeir þykjast vera barn viðkomandi og biðja hann um að hafa samband vð sig í gegnum WhatsApp. Getty „Hæ mamma, þetta er nýja númer mitt. Sendu mér skilaboð á WhatsApp.“ Svo hljóða svikaskilaboð sem fjöldi Íslendinga hefur fengið frá netþrjótum síðustu daga. Erlendir þrjótar eru að nýta sér íslensk símanúmer frá íslenskum fjarskiptafyrirtækjum til að herja á fórnarlömb, segir Guðmundur Arnar Sigmundsson, fostöðumaður netöryggissveitarinnar Cert-Is. Guðmundur biðlar til fólks að fylgja ekki fyrirmælum netþrjótsins, sem þykist vera barn móttakandans. Þá segir hann að fjarskiptafélög verði að hætta viðskiptum við þessa erlendu aðila. Fréttastofu hefur borist fjöldi ábendinga um skilaboð af þessu tagi, stundum að því er virðist frá sama númerinu. Svo reyndist blaðamaður sjálfur fá slíka sendingu í pósthólfið. Það kom blaðamanni í opna skjöldu að hann væri móðir einhvers. Skilaboðin reyndust vera frá svikörum.Skjáskot Heilagi sannleikurinn ekki í SMS „Þeir eru bara að reyna að fá þig til að halda að þú sért að tala við fólk sem er þér nákomið. Svo reyna þeir að fá fólk til að auðkenna sig inn á þjónustur til að komast yfir gögn eða langoftast peninga og fjármagn,“ bætir Guðmundur við. Hann segir að fólk verði að sýna „heilbrigða tortryggni“ þegar það fær grunsamleg skilaboð. Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður CERT-IS.Vísir/Arnar „Ef það er eitthvað sem örlítið er á gráu svæði, eða eins og núna þar sem fólk þykist vera komið með nýtt númer, þá á maður bara að taka upp símann og hringja í viðkomandi og fá það á hreint hvort þetta sé sannarlega það sem verið var að reyna,“ segir Guðmundur enn fremur. „Aldrei ganga út frá því að taka textaskilaboðum sem heilögum sannleik.“ Finna númerin ýmist í gagnalekum eða á opinberum síðum Hann segir að það sé allur gangur á því hvernig netþrjótar komist í símanúmer fólks. Yfirleitt gerist það í gegnum gagnaleka en einnig gangi símaskrár manna á milli á „dark web“, sum sé í myrkustu hornum netheima. En oft eru símanúmer líka opinber. „Stundum er bara verið að nýta sér símanúmer sem eru opin á Internetinu. Stundum er þetta skráð á heimasíðum, eða bara já.is.“ Netglæpir Símanotkun barna Fjarskipti Tækni Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Svo hljóða svikaskilaboð sem fjöldi Íslendinga hefur fengið frá netþrjótum síðustu daga. Erlendir þrjótar eru að nýta sér íslensk símanúmer frá íslenskum fjarskiptafyrirtækjum til að herja á fórnarlömb, segir Guðmundur Arnar Sigmundsson, fostöðumaður netöryggissveitarinnar Cert-Is. Guðmundur biðlar til fólks að fylgja ekki fyrirmælum netþrjótsins, sem þykist vera barn móttakandans. Þá segir hann að fjarskiptafélög verði að hætta viðskiptum við þessa erlendu aðila. Fréttastofu hefur borist fjöldi ábendinga um skilaboð af þessu tagi, stundum að því er virðist frá sama númerinu. Svo reyndist blaðamaður sjálfur fá slíka sendingu í pósthólfið. Það kom blaðamanni í opna skjöldu að hann væri móðir einhvers. Skilaboðin reyndust vera frá svikörum.Skjáskot Heilagi sannleikurinn ekki í SMS „Þeir eru bara að reyna að fá þig til að halda að þú sért að tala við fólk sem er þér nákomið. Svo reyna þeir að fá fólk til að auðkenna sig inn á þjónustur til að komast yfir gögn eða langoftast peninga og fjármagn,“ bætir Guðmundur við. Hann segir að fólk verði að sýna „heilbrigða tortryggni“ þegar það fær grunsamleg skilaboð. Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður CERT-IS.Vísir/Arnar „Ef það er eitthvað sem örlítið er á gráu svæði, eða eins og núna þar sem fólk þykist vera komið með nýtt númer, þá á maður bara að taka upp símann og hringja í viðkomandi og fá það á hreint hvort þetta sé sannarlega það sem verið var að reyna,“ segir Guðmundur enn fremur. „Aldrei ganga út frá því að taka textaskilaboðum sem heilögum sannleik.“ Finna númerin ýmist í gagnalekum eða á opinberum síðum Hann segir að það sé allur gangur á því hvernig netþrjótar komist í símanúmer fólks. Yfirleitt gerist það í gegnum gagnaleka en einnig gangi símaskrár manna á milli á „dark web“, sum sé í myrkustu hornum netheima. En oft eru símanúmer líka opinber. „Stundum er bara verið að nýta sér símanúmer sem eru opin á Internetinu. Stundum er þetta skráð á heimasíðum, eða bara já.is.“
Netglæpir Símanotkun barna Fjarskipti Tækni Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira