„Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. ágúst 2025 11:01 Blær blæs nýjum og ferskum blæ í lið Leipzig. leipzig Nýjan, ferskan blæ vantaði í lið Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta og þar kemur Blær Hinriksson sterkur inn, að eigin sögn. Blær hefur spilað með Aftureldingu hér á landi undanfarin ár en hugurinn hefur lengi leitað út í atvinnumennsku. Í sumar ákvað hann að stíga skrefið út og tók nokkuð stórt stökk með því að semja við Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni, bestu handboltadeild heims. „Síðustu ár hefur maður verið að stefna út og ég hef alveg hugsað líka um að taka einhver milliskref en svo er maður líka bara búinn að vera þolinmóður. Markmiðið hefur alltaf verið að fara til Þýskalands og mér finnst bara mjög gott og gaman að geta byrjað í bestu deild í heimi. Ekki þurfa að fara til Svíþjóðar eða í eitthvað svoleiðis milliskref. Mér finnst ég eiga heima í þýsku deildinni og þarf núna að sýna það.“ Blær byrjar atvinnumannaferilinn erlendis í sterkustu handboltadeild heims.leipzig Blær er hluti af miklum breytingum hjá Leipzig, sem endaði í þrettánda sæti á síðasta tímabili og ákvað að láta þjálfara liðsins, Rúnar Sigtryggsson fara. Sonur hans, Andri Már Rúnarsson, fór einnig frá félaginu og Blær kemur inn í hans stöðu. „Þetta er klúbbur sem er búinn að vera á uppleið síðustu ár en það koma smá babb í bátinn á síðasta tímabili og varð mjög þung stemning. Ég held að hugsunin með ráðningunni á þjálfaranum og að fá nýja leikmenn er að byrja smá upp á nýtt. Þeir eru með góðan grunn en svo er mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta, þá kem ég sterkur inn“ sagði Blær glottandi og blikkaði myndavélina. Fjöllistamaður sem lætur ekki setja sig í box En Blær er ekki bara handboltamaður, hann er listamaður líka og hefur starfað mikið sem leikari og fyrirsæta. Þeim ferli er ekki lokið þrátt fyrir flutninginn til Þýskalands. „Nei, alls ekki. Ég er mjög lítið í því að loka á eitthvað og hef aldrei gert það. Það er svo fyndið, fólk er alltaf að reyna að setja mann í einhver box, alltaf verið að skilgreina mann sem eitthvað. En maður er bara í öllu, einhvers konar fjöllistamaður, get verið að leika einn daginn og svo í handbolta einn daginn.“ Fjallað var um félagaskipti Blæs í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan. Þýski handboltinn Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Sjá meira
Blær hefur spilað með Aftureldingu hér á landi undanfarin ár en hugurinn hefur lengi leitað út í atvinnumennsku. Í sumar ákvað hann að stíga skrefið út og tók nokkuð stórt stökk með því að semja við Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni, bestu handboltadeild heims. „Síðustu ár hefur maður verið að stefna út og ég hef alveg hugsað líka um að taka einhver milliskref en svo er maður líka bara búinn að vera þolinmóður. Markmiðið hefur alltaf verið að fara til Þýskalands og mér finnst bara mjög gott og gaman að geta byrjað í bestu deild í heimi. Ekki þurfa að fara til Svíþjóðar eða í eitthvað svoleiðis milliskref. Mér finnst ég eiga heima í þýsku deildinni og þarf núna að sýna það.“ Blær byrjar atvinnumannaferilinn erlendis í sterkustu handboltadeild heims.leipzig Blær er hluti af miklum breytingum hjá Leipzig, sem endaði í þrettánda sæti á síðasta tímabili og ákvað að láta þjálfara liðsins, Rúnar Sigtryggsson fara. Sonur hans, Andri Már Rúnarsson, fór einnig frá félaginu og Blær kemur inn í hans stöðu. „Þetta er klúbbur sem er búinn að vera á uppleið síðustu ár en það koma smá babb í bátinn á síðasta tímabili og varð mjög þung stemning. Ég held að hugsunin með ráðningunni á þjálfaranum og að fá nýja leikmenn er að byrja smá upp á nýtt. Þeir eru með góðan grunn en svo er mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta, þá kem ég sterkur inn“ sagði Blær glottandi og blikkaði myndavélina. Fjöllistamaður sem lætur ekki setja sig í box En Blær er ekki bara handboltamaður, hann er listamaður líka og hefur starfað mikið sem leikari og fyrirsæta. Þeim ferli er ekki lokið þrátt fyrir flutninginn til Þýskalands. „Nei, alls ekki. Ég er mjög lítið í því að loka á eitthvað og hef aldrei gert það. Það er svo fyndið, fólk er alltaf að reyna að setja mann í einhver box, alltaf verið að skilgreina mann sem eitthvað. En maður er bara í öllu, einhvers konar fjöllistamaður, get verið að leika einn daginn og svo í handbolta einn daginn.“ Fjallað var um félagaskipti Blæs í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan.
Þýski handboltinn Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Sjá meira