Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. júlí 2025 20:03 Fannar Máni með mömmu sinni, Hildi Hlín við „Fannars bakarí“ í Innri Njarðvík í Reykjanesbæ. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fannar Máni Halldórsson, sem er níu ára strákur í Innri Njarðvík í Reykjanesbæ deyr ekki ráðalaus því hann hefur komið sér upp sölubás við heimili fjölskyldunnar þar sem hann selur nýsteiktar kleinur, Muffins og skúffukökur. Íbúar fagna framtakinu og hrósa Fannari fyrir framtakið en hann er að safna sér peningum til að komast á Ferrari bílasýningu á Ítalíu. „Fannars bakarí“ stendur á skiltinu þar sem Fannar stendur vaktina og selur bakarísbakkelsi en um baksturinn sjá foreldrar hans og amma og afi inn í húsinu við Njarðvíkurbraut 1 í Innri Njarðvík. Hann ber síðan vörurnar jafnóðum í básinn sinn þar sem er oftast nóg að gera. „Ég ætla að fá tvo kleinupoka“, segir Friðjón Ingi Sörensson, viðskiptavinur. „Já tvo kleinupoka, hérna gjörðu svo vel,“ segir Fannar. Ég ætla að fara að ná mér í kleinu eða eitthvað nýbakað, það gaman að fá þetta hérna. Það er um að gera að styrkja þessa krakka, sem eru svona dugleg við þetta,” segir Guðmundur Ólafsson, viðskiptavinur, „Þetta eru bara bestur kleinur, sem ég hef fengið Fannar. Gangi þér svo vel elskan mín,” segir Guðrún María Vilbergsdóttir. „Þetta er geggjað, svona á unga fólkið að hugsa í dag og fá leyfi til að vera svolítið sjálfstæð, það skiptir öllu máli,” segir Fanný Laustsen, viðskiptavinur. Hversu marga poka ætlar þú að fá? „Heyrðu, verð ég ekki að fá tvo poka,” segir Hafdís Hafsteinsdóttir, viðskiptavinur. „Já, það er eitt þúsund kall. Gjörðu svo vel og gangi þér vel,” segir Fannar við Hafdísi. Þetta er öflugur strákur, finnst þér það ekki? „Mjög svo, æðislegur, vel gert hjá þér. Ég sé hann alveg fyrir mér, sem bakari framtíðarinnar,” segir Hafdís alsæl með viðskiptin. Bakkelsið er sett í poka eins og þessa, sem viðskiptavinurinn fær með því, sem hann keypti af Fannari Mána.Magnús Hlynur Hreiðarsson En þetta er ótrúlegt, bara 9 ára gamall, hvað segir mamma hans við því? „Já, hann er mjög góður í allskonar svona og fær alveg stuðning frá okkur að gera það sem honum dettur í hug,” segir Hildur Hlín Jónsdóttir, mamma Fannars Mána. En hann ætlar ekki að vera bakari eða hvað? „Nei, hann segir ekki en maður veit aldrei, tíminn leiðir það í ljós,” segir Hildur. Verðskrá bakarísins er ekki flókinMagnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig datt Fannar í hug að fara að selja bakkelsi úti á gangstétt við heimili fjölskyldunnar? „Ég vildi safna mér fyrir ferð til Ítalíu til að fara á Ferar safnið. Ég er komin með fullt af peningum, búin að græða mikið”, segir Fannar. Þú ert alveg stórkostlegur? „Já, ég er það,” segir Fannar Máni, sem býr í Innri Njarðvík í Reykjanesbæ með foreldrum sínum og yngri bróður. Facebooksíða Fannars bakarís Reykjanesbær Bakarí Börn og uppeldi Krakkar Grín og gaman Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Fleiri fréttir Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Sjá meira
„Fannars bakarí“ stendur á skiltinu þar sem Fannar stendur vaktina og selur bakarísbakkelsi en um baksturinn sjá foreldrar hans og amma og afi inn í húsinu við Njarðvíkurbraut 1 í Innri Njarðvík. Hann ber síðan vörurnar jafnóðum í básinn sinn þar sem er oftast nóg að gera. „Ég ætla að fá tvo kleinupoka“, segir Friðjón Ingi Sörensson, viðskiptavinur. „Já tvo kleinupoka, hérna gjörðu svo vel,“ segir Fannar. Ég ætla að fara að ná mér í kleinu eða eitthvað nýbakað, það gaman að fá þetta hérna. Það er um að gera að styrkja þessa krakka, sem eru svona dugleg við þetta,” segir Guðmundur Ólafsson, viðskiptavinur, „Þetta eru bara bestur kleinur, sem ég hef fengið Fannar. Gangi þér svo vel elskan mín,” segir Guðrún María Vilbergsdóttir. „Þetta er geggjað, svona á unga fólkið að hugsa í dag og fá leyfi til að vera svolítið sjálfstæð, það skiptir öllu máli,” segir Fanný Laustsen, viðskiptavinur. Hversu marga poka ætlar þú að fá? „Heyrðu, verð ég ekki að fá tvo poka,” segir Hafdís Hafsteinsdóttir, viðskiptavinur. „Já, það er eitt þúsund kall. Gjörðu svo vel og gangi þér vel,” segir Fannar við Hafdísi. Þetta er öflugur strákur, finnst þér það ekki? „Mjög svo, æðislegur, vel gert hjá þér. Ég sé hann alveg fyrir mér, sem bakari framtíðarinnar,” segir Hafdís alsæl með viðskiptin. Bakkelsið er sett í poka eins og þessa, sem viðskiptavinurinn fær með því, sem hann keypti af Fannari Mána.Magnús Hlynur Hreiðarsson En þetta er ótrúlegt, bara 9 ára gamall, hvað segir mamma hans við því? „Já, hann er mjög góður í allskonar svona og fær alveg stuðning frá okkur að gera það sem honum dettur í hug,” segir Hildur Hlín Jónsdóttir, mamma Fannars Mána. En hann ætlar ekki að vera bakari eða hvað? „Nei, hann segir ekki en maður veit aldrei, tíminn leiðir það í ljós,” segir Hildur. Verðskrá bakarísins er ekki flókinMagnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig datt Fannar í hug að fara að selja bakkelsi úti á gangstétt við heimili fjölskyldunnar? „Ég vildi safna mér fyrir ferð til Ítalíu til að fara á Ferar safnið. Ég er komin með fullt af peningum, búin að græða mikið”, segir Fannar. Þú ert alveg stórkostlegur? „Já, ég er það,” segir Fannar Máni, sem býr í Innri Njarðvík í Reykjanesbæ með foreldrum sínum og yngri bróður. Facebooksíða Fannars bakarís
Reykjanesbær Bakarí Börn og uppeldi Krakkar Grín og gaman Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Fleiri fréttir Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Sjá meira