Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. júlí 2025 20:03 Fannar Máni með mömmu sinni, Hildi Hlín við „Fannars bakarí“ í Innri Njarðvík í Reykjanesbæ. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fannar Máni Halldórsson, sem er níu ára strákur í Innri Njarðvík í Reykjanesbæ deyr ekki ráðalaus því hann hefur komið sér upp sölubás við heimili fjölskyldunnar þar sem hann selur nýsteiktar kleinur, Muffins og skúffukökur. Íbúar fagna framtakinu og hrósa Fannari fyrir framtakið en hann er að safna sér peningum til að komast á Ferrari bílasýningu á Ítalíu. „Fannars bakarí“ stendur á skiltinu þar sem Fannar stendur vaktina og selur bakarísbakkelsi en um baksturinn sjá foreldrar hans og amma og afi inn í húsinu við Njarðvíkurbraut 1 í Innri Njarðvík. Hann ber síðan vörurnar jafnóðum í básinn sinn þar sem er oftast nóg að gera. „Ég ætla að fá tvo kleinupoka“, segir Friðjón Ingi Sörensson, viðskiptavinur. „Já tvo kleinupoka, hérna gjörðu svo vel,“ segir Fannar. Ég ætla að fara að ná mér í kleinu eða eitthvað nýbakað, það gaman að fá þetta hérna. Það er um að gera að styrkja þessa krakka, sem eru svona dugleg við þetta,” segir Guðmundur Ólafsson, viðskiptavinur, „Þetta eru bara bestur kleinur, sem ég hef fengið Fannar. Gangi þér svo vel elskan mín,” segir Guðrún María Vilbergsdóttir. „Þetta er geggjað, svona á unga fólkið að hugsa í dag og fá leyfi til að vera svolítið sjálfstæð, það skiptir öllu máli,” segir Fanný Laustsen, viðskiptavinur. Hversu marga poka ætlar þú að fá? „Heyrðu, verð ég ekki að fá tvo poka,” segir Hafdís Hafsteinsdóttir, viðskiptavinur. „Já, það er eitt þúsund kall. Gjörðu svo vel og gangi þér vel,” segir Fannar við Hafdísi. Þetta er öflugur strákur, finnst þér það ekki? „Mjög svo, æðislegur, vel gert hjá þér. Ég sé hann alveg fyrir mér, sem bakari framtíðarinnar,” segir Hafdís alsæl með viðskiptin. Bakkelsið er sett í poka eins og þessa, sem viðskiptavinurinn fær með því, sem hann keypti af Fannari Mána.Magnús Hlynur Hreiðarsson En þetta er ótrúlegt, bara 9 ára gamall, hvað segir mamma hans við því? „Já, hann er mjög góður í allskonar svona og fær alveg stuðning frá okkur að gera það sem honum dettur í hug,” segir Hildur Hlín Jónsdóttir, mamma Fannars Mána. En hann ætlar ekki að vera bakari eða hvað? „Nei, hann segir ekki en maður veit aldrei, tíminn leiðir það í ljós,” segir Hildur. Verðskrá bakarísins er ekki flókinMagnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig datt Fannar í hug að fara að selja bakkelsi úti á gangstétt við heimili fjölskyldunnar? „Ég vildi safna mér fyrir ferð til Ítalíu til að fara á Ferar safnið. Ég er komin með fullt af peningum, búin að græða mikið”, segir Fannar. Þú ert alveg stórkostlegur? „Já, ég er það,” segir Fannar Máni, sem býr í Innri Njarðvík í Reykjanesbæ með foreldrum sínum og yngri bróður. Facebooksíða Fannars bakarís Reykjanesbær Bakarí Börn og uppeldi Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Sjá meira
„Fannars bakarí“ stendur á skiltinu þar sem Fannar stendur vaktina og selur bakarísbakkelsi en um baksturinn sjá foreldrar hans og amma og afi inn í húsinu við Njarðvíkurbraut 1 í Innri Njarðvík. Hann ber síðan vörurnar jafnóðum í básinn sinn þar sem er oftast nóg að gera. „Ég ætla að fá tvo kleinupoka“, segir Friðjón Ingi Sörensson, viðskiptavinur. „Já tvo kleinupoka, hérna gjörðu svo vel,“ segir Fannar. Ég ætla að fara að ná mér í kleinu eða eitthvað nýbakað, það gaman að fá þetta hérna. Það er um að gera að styrkja þessa krakka, sem eru svona dugleg við þetta,” segir Guðmundur Ólafsson, viðskiptavinur, „Þetta eru bara bestur kleinur, sem ég hef fengið Fannar. Gangi þér svo vel elskan mín,” segir Guðrún María Vilbergsdóttir. „Þetta er geggjað, svona á unga fólkið að hugsa í dag og fá leyfi til að vera svolítið sjálfstæð, það skiptir öllu máli,” segir Fanný Laustsen, viðskiptavinur. Hversu marga poka ætlar þú að fá? „Heyrðu, verð ég ekki að fá tvo poka,” segir Hafdís Hafsteinsdóttir, viðskiptavinur. „Já, það er eitt þúsund kall. Gjörðu svo vel og gangi þér vel,” segir Fannar við Hafdísi. Þetta er öflugur strákur, finnst þér það ekki? „Mjög svo, æðislegur, vel gert hjá þér. Ég sé hann alveg fyrir mér, sem bakari framtíðarinnar,” segir Hafdís alsæl með viðskiptin. Bakkelsið er sett í poka eins og þessa, sem viðskiptavinurinn fær með því, sem hann keypti af Fannari Mána.Magnús Hlynur Hreiðarsson En þetta er ótrúlegt, bara 9 ára gamall, hvað segir mamma hans við því? „Já, hann er mjög góður í allskonar svona og fær alveg stuðning frá okkur að gera það sem honum dettur í hug,” segir Hildur Hlín Jónsdóttir, mamma Fannars Mána. En hann ætlar ekki að vera bakari eða hvað? „Nei, hann segir ekki en maður veit aldrei, tíminn leiðir það í ljós,” segir Hildur. Verðskrá bakarísins er ekki flókinMagnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig datt Fannar í hug að fara að selja bakkelsi úti á gangstétt við heimili fjölskyldunnar? „Ég vildi safna mér fyrir ferð til Ítalíu til að fara á Ferar safnið. Ég er komin með fullt af peningum, búin að græða mikið”, segir Fannar. Þú ert alveg stórkostlegur? „Já, ég er það,” segir Fannar Máni, sem býr í Innri Njarðvík í Reykjanesbæ með foreldrum sínum og yngri bróður. Facebooksíða Fannars bakarís
Reykjanesbær Bakarí Börn og uppeldi Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Sjá meira