Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. júlí 2025 08:42 Árásin átti sér stað 20. desember síðastlðinn. Getty/Halil Sagirkaya Einstaklingar sem urðu fyrir meiðslum þegar maður ók á fólk á jólamarkaði í Magdeburg í desember síðastliðnum, segjast hafa orðið fyrir öðru áfalli nú þegar þeim bárust á dögunum afsökunarbeiðnir frá gerandanum. Sex létust, þeirra á meðal sex ára gamalt barn, og hundruð særðust, nokkrir alvarlega, þegar geðlæknirinn Taleb al-Abdulmohsen, frá Sádi Arabíu, ók inn í mannþröngina á jólamarkaðnum. Hann situr í gæsluvarðhaldi þar sem málið hefur ekki enn ratað fyrir dómstóla. „Við trúðum þessu ekki í fyrstu,“ hefur dagblaðið Magdeburger Volksstimme eftir einum af þeim sem fékk handskrifað bréf sent frá al-Abdulmohsen. „Við fengum sjokk þegar við snérum aftur úr fríi og fundum bréfið í bréfakassanum,“ sagði annar í samtali við MDR. „Hvernig getur morðingi nálgast heimilisföng þolenda?“ Samkvæmt miðlum í Magdeburg bað al-Abdulmohsen, 50 ára, viðkomandi fyrirgefningar og óskaði þeim velfarnaðar. En hann lét einnig fylgja ruglingslegar hugleiðingar á borð við þær sem hann birti á samfélagsmiðlum áður en hann lét til skarar skríða. Þær vörðuðu reiði gagnvart stjórnvöldum í Þýskalandi og samsæriskenningar um meinta viðleitni stjórnvalda til að íslam-væða Evrópu. Undir bréfin ritaði hann: „Vinakveðja“. Talið er að al-Abdulmohsen hafi fengið heimilisföngin í gegnum gögn frá verjendum sínum. Ljóst er að saksóknaraembættið sem fer með málið gegn honum vissi að hann hefði sent bréfin en það hafði merkt þau sérstaklega til að vara viðtakendurna við innihaldinu. Eftir atvikið hefur reglum verið breytt og framvegis haft samband við þolendur símleiðis áður en bréf frá gerendum eru send áfram. Þýskaland Ekið á gesti jólamarkaðar í Magdeburg Erlend sakamál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Sex létust, þeirra á meðal sex ára gamalt barn, og hundruð særðust, nokkrir alvarlega, þegar geðlæknirinn Taleb al-Abdulmohsen, frá Sádi Arabíu, ók inn í mannþröngina á jólamarkaðnum. Hann situr í gæsluvarðhaldi þar sem málið hefur ekki enn ratað fyrir dómstóla. „Við trúðum þessu ekki í fyrstu,“ hefur dagblaðið Magdeburger Volksstimme eftir einum af þeim sem fékk handskrifað bréf sent frá al-Abdulmohsen. „Við fengum sjokk þegar við snérum aftur úr fríi og fundum bréfið í bréfakassanum,“ sagði annar í samtali við MDR. „Hvernig getur morðingi nálgast heimilisföng þolenda?“ Samkvæmt miðlum í Magdeburg bað al-Abdulmohsen, 50 ára, viðkomandi fyrirgefningar og óskaði þeim velfarnaðar. En hann lét einnig fylgja ruglingslegar hugleiðingar á borð við þær sem hann birti á samfélagsmiðlum áður en hann lét til skarar skríða. Þær vörðuðu reiði gagnvart stjórnvöldum í Þýskalandi og samsæriskenningar um meinta viðleitni stjórnvalda til að íslam-væða Evrópu. Undir bréfin ritaði hann: „Vinakveðja“. Talið er að al-Abdulmohsen hafi fengið heimilisföngin í gegnum gögn frá verjendum sínum. Ljóst er að saksóknaraembættið sem fer með málið gegn honum vissi að hann hefði sent bréfin en það hafði merkt þau sérstaklega til að vara viðtakendurna við innihaldinu. Eftir atvikið hefur reglum verið breytt og framvegis haft samband við þolendur símleiðis áður en bréf frá gerendum eru send áfram.
Þýskaland Ekið á gesti jólamarkaðar í Magdeburg Erlend sakamál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira