Innlent

Halla og Björn ætla til Nýja Ís­lands

Jón Þór Stefánsson skrifar
Forsetahjónin Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason stefna til Kanada.
Forsetahjónin Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason stefna til Kanada. Vísir/Vilhelm

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands og Björn Skúlason, eiginmaður hennar, munu heimsækja Kanada á morgun og dvelja í nokkra daga. Ástæðan er að 150 ár eru liðin frá því að fyrsti stóri Íslendingahópurinn fór vestur um haf, til Manitoba og stofnaði þar svæðið Nýja Ísland.

Heimsóknin fer fram frá 30. júlí til 5. ágúst, en umræddra tímamóta verður minnst á Íslendingahátíðinni 1. til 4. ágúst.

Dagskrá heimsóknarinnar mun vera á þessa vegu:

„Í Winnipeg heimsækir forseti Manitoba-háskóla og fundar með dr. Michael Benarroch rektor og skoðar bókasafn skólans. Þá mun hún eiga fundi með fylkisstjóra Manitoba, Anitu Neville, og Uzoma Asagwara heilbrigðisráðherra. Einnig mun hún skoða Mannréttindasafnið í Winnipeg.

Þá liggur leið forseta til Nýja Íslands, byggðarlagsins norður af Winnipeg þar sem margir Íslendingar settust að á 19. öld, og tekur hún þar þátt í Íslendingadagshátíðinni. Meðal viðburða má nefna heimsóknir til Árborgar, Hecla Island og Riverton auk þess sem forseti mun skoða The New Iceland Heritage Museum, héraðssafnið í Gimli, taka þátt í skrúðgöngu og flytja hátíðarræðu á Íslendingadeginum 4. ágúst.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×