Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Bjarki Sigurðsson skrifar 29. júlí 2025 11:19 Frá Þjóðhátíð í Eyjum. Vísir/Elísabet Hanna Þjóðhátíðarnefnd er reiðubúin í að bregðast skjótt við raungerist slæm veðurspá um Verslunarmannahelgina. Vindhraði gæti náð 22 metrum á sekúndu laugardagsmorgun í Vestmannaeyjum og það stefnir allt í að helgin verði ansi blaut. Þjóðhátíð í Eyjum hefst með pompi og prakt á Húkkaraballinu á fimmtudagskvöld, og svo verður hátíðin formlega sett á föstudeginum. Það kvöld er miklu hvassviðri spáð, sem nær hámarki laugardagsmorguninn þegar vindhraði gæti náð allt að 22 metrum á sekúndu í miklu rigningarveðri. Í raun er spáð rigningu um land allt bróðurpart laugardagsins. Það á svo að halda áfram að rigna í Eyjum á sunnudeginum. Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, segir allt vera orðið reiðubúið fyrir hátíðarhöldin, og að menn séu undirbúnir í allskyns veður. Miðasalan gangi vel, hún sé á pari við hátíðina fyrir tveimur árum. „Við tökum þessu bara. Þetta er spá, og við vonum að hún rætist bara ekki neitt. Þetta fari bara framhjá en við búumst við því versta og vonum það besta. Erum tilbúin í það. Við höfum fest öll tjöld vel og eins og ég segi, þetta er bara spá,“ segir Jónas. Í fyrra fór þetta illa hjá sumum sem misstu sín tjöld og þurftu að leita skjóls í íþróttahöllinni, eruð þið viðbúin í að eitthvað svoleiðis gerist aftur? „Já, við erum alltaf tilbúin að opna hana og hleypa fólki inn eins og við gerðum í fyrra. Það er allt í startholum ef til þess kemur.“ Þeir sem hafi neyðst til að gista í íþróttahöllinni í fyrra hafi verið himinlifandi með úrræðið. Það sé einmitt tvennt sem er mikilvægast að pakka í töskur fyrir Þjóðhátíð. Það er pollagalli og góða skapið. „Komið bara. Þetta verður bara fjör. Smá rigning, ef hún kemur, þá tökum við því. Við erum Íslendingar og öllu vön,“ segir Jónas. Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Veður Verslunarmannahelgin Tengdar fréttir Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Hljómsveitin Stuðlabandið eru höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins í ár. Lagið heitir Við eldana og var frumflutt í Brennslunni á FM957 í morgun. Hlusta má á lagið neðar í fréttinni. 15. maí 2025 12:02 Margir urðu brekkunni að bráð Þrátt fyrir ansi slæmt veður skemmtu langflestir sér vel á Þjóðhátíð í ár að sögn formanns Þjóðhátíðarnefndar. Fimmtán þúsund manns voru í Vestmannaeyjum um helgina og lenti brekkan í Herjólfsdal illa í því sunnudagskvöldið. 6. ágúst 2024 11:52 Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Náðu manninum úr sjónum Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Þjóðhátíð í Eyjum hefst með pompi og prakt á Húkkaraballinu á fimmtudagskvöld, og svo verður hátíðin formlega sett á föstudeginum. Það kvöld er miklu hvassviðri spáð, sem nær hámarki laugardagsmorguninn þegar vindhraði gæti náð allt að 22 metrum á sekúndu í miklu rigningarveðri. Í raun er spáð rigningu um land allt bróðurpart laugardagsins. Það á svo að halda áfram að rigna í Eyjum á sunnudeginum. Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, segir allt vera orðið reiðubúið fyrir hátíðarhöldin, og að menn séu undirbúnir í allskyns veður. Miðasalan gangi vel, hún sé á pari við hátíðina fyrir tveimur árum. „Við tökum þessu bara. Þetta er spá, og við vonum að hún rætist bara ekki neitt. Þetta fari bara framhjá en við búumst við því versta og vonum það besta. Erum tilbúin í það. Við höfum fest öll tjöld vel og eins og ég segi, þetta er bara spá,“ segir Jónas. Í fyrra fór þetta illa hjá sumum sem misstu sín tjöld og þurftu að leita skjóls í íþróttahöllinni, eruð þið viðbúin í að eitthvað svoleiðis gerist aftur? „Já, við erum alltaf tilbúin að opna hana og hleypa fólki inn eins og við gerðum í fyrra. Það er allt í startholum ef til þess kemur.“ Þeir sem hafi neyðst til að gista í íþróttahöllinni í fyrra hafi verið himinlifandi með úrræðið. Það sé einmitt tvennt sem er mikilvægast að pakka í töskur fyrir Þjóðhátíð. Það er pollagalli og góða skapið. „Komið bara. Þetta verður bara fjör. Smá rigning, ef hún kemur, þá tökum við því. Við erum Íslendingar og öllu vön,“ segir Jónas.
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Veður Verslunarmannahelgin Tengdar fréttir Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Hljómsveitin Stuðlabandið eru höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins í ár. Lagið heitir Við eldana og var frumflutt í Brennslunni á FM957 í morgun. Hlusta má á lagið neðar í fréttinni. 15. maí 2025 12:02 Margir urðu brekkunni að bráð Þrátt fyrir ansi slæmt veður skemmtu langflestir sér vel á Þjóðhátíð í ár að sögn formanns Þjóðhátíðarnefndar. Fimmtán þúsund manns voru í Vestmannaeyjum um helgina og lenti brekkan í Herjólfsdal illa í því sunnudagskvöldið. 6. ágúst 2024 11:52 Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Náðu manninum úr sjónum Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Hljómsveitin Stuðlabandið eru höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins í ár. Lagið heitir Við eldana og var frumflutt í Brennslunni á FM957 í morgun. Hlusta má á lagið neðar í fréttinni. 15. maí 2025 12:02
Margir urðu brekkunni að bráð Þrátt fyrir ansi slæmt veður skemmtu langflestir sér vel á Þjóðhátíð í ár að sögn formanns Þjóðhátíðarnefndar. Fimmtán þúsund manns voru í Vestmannaeyjum um helgina og lenti brekkan í Herjólfsdal illa í því sunnudagskvöldið. 6. ágúst 2024 11:52