Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Bjarki Sigurðsson skrifar 29. júlí 2025 11:19 Frá Þjóðhátíð í Eyjum. Vísir/Elísabet Hanna Þjóðhátíðarnefnd er reiðubúin í að bregðast skjótt við raungerist slæm veðurspá um Verslunarmannahelgina. Vindhraði gæti náð 22 metrum á sekúndu laugardagsmorgun í Vestmannaeyjum og það stefnir allt í að helgin verði ansi blaut. Þjóðhátíð í Eyjum hefst með pompi og prakt á Húkkaraballinu á fimmtudagskvöld, og svo verður hátíðin formlega sett á föstudeginum. Það kvöld er miklu hvassviðri spáð, sem nær hámarki laugardagsmorguninn þegar vindhraði gæti náð allt að 22 metrum á sekúndu í miklu rigningarveðri. Í raun er spáð rigningu um land allt bróðurpart laugardagsins. Það á svo að halda áfram að rigna í Eyjum á sunnudeginum. Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, segir allt vera orðið reiðubúið fyrir hátíðarhöldin, og að menn séu undirbúnir í allskyns veður. Miðasalan gangi vel, hún sé á pari við hátíðina fyrir tveimur árum. „Við tökum þessu bara. Þetta er spá, og við vonum að hún rætist bara ekki neitt. Þetta fari bara framhjá en við búumst við því versta og vonum það besta. Erum tilbúin í það. Við höfum fest öll tjöld vel og eins og ég segi, þetta er bara spá,“ segir Jónas. Í fyrra fór þetta illa hjá sumum sem misstu sín tjöld og þurftu að leita skjóls í íþróttahöllinni, eruð þið viðbúin í að eitthvað svoleiðis gerist aftur? „Já, við erum alltaf tilbúin að opna hana og hleypa fólki inn eins og við gerðum í fyrra. Það er allt í startholum ef til þess kemur.“ Þeir sem hafi neyðst til að gista í íþróttahöllinni í fyrra hafi verið himinlifandi með úrræðið. Það sé einmitt tvennt sem er mikilvægast að pakka í töskur fyrir Þjóðhátíð. Það er pollagalli og góða skapið. „Komið bara. Þetta verður bara fjör. Smá rigning, ef hún kemur, þá tökum við því. Við erum Íslendingar og öllu vön,“ segir Jónas. Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Veður Verslunarmannahelgin Tengdar fréttir Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Hljómsveitin Stuðlabandið eru höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins í ár. Lagið heitir Við eldana og var frumflutt í Brennslunni á FM957 í morgun. Hlusta má á lagið neðar í fréttinni. 15. maí 2025 12:02 Margir urðu brekkunni að bráð Þrátt fyrir ansi slæmt veður skemmtu langflestir sér vel á Þjóðhátíð í ár að sögn formanns Þjóðhátíðarnefndar. Fimmtán þúsund manns voru í Vestmannaeyjum um helgina og lenti brekkan í Herjólfsdal illa í því sunnudagskvöldið. 6. ágúst 2024 11:52 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Sjá meira
Þjóðhátíð í Eyjum hefst með pompi og prakt á Húkkaraballinu á fimmtudagskvöld, og svo verður hátíðin formlega sett á föstudeginum. Það kvöld er miklu hvassviðri spáð, sem nær hámarki laugardagsmorguninn þegar vindhraði gæti náð allt að 22 metrum á sekúndu í miklu rigningarveðri. Í raun er spáð rigningu um land allt bróðurpart laugardagsins. Það á svo að halda áfram að rigna í Eyjum á sunnudeginum. Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, segir allt vera orðið reiðubúið fyrir hátíðarhöldin, og að menn séu undirbúnir í allskyns veður. Miðasalan gangi vel, hún sé á pari við hátíðina fyrir tveimur árum. „Við tökum þessu bara. Þetta er spá, og við vonum að hún rætist bara ekki neitt. Þetta fari bara framhjá en við búumst við því versta og vonum það besta. Erum tilbúin í það. Við höfum fest öll tjöld vel og eins og ég segi, þetta er bara spá,“ segir Jónas. Í fyrra fór þetta illa hjá sumum sem misstu sín tjöld og þurftu að leita skjóls í íþróttahöllinni, eruð þið viðbúin í að eitthvað svoleiðis gerist aftur? „Já, við erum alltaf tilbúin að opna hana og hleypa fólki inn eins og við gerðum í fyrra. Það er allt í startholum ef til þess kemur.“ Þeir sem hafi neyðst til að gista í íþróttahöllinni í fyrra hafi verið himinlifandi með úrræðið. Það sé einmitt tvennt sem er mikilvægast að pakka í töskur fyrir Þjóðhátíð. Það er pollagalli og góða skapið. „Komið bara. Þetta verður bara fjör. Smá rigning, ef hún kemur, þá tökum við því. Við erum Íslendingar og öllu vön,“ segir Jónas.
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Veður Verslunarmannahelgin Tengdar fréttir Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Hljómsveitin Stuðlabandið eru höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins í ár. Lagið heitir Við eldana og var frumflutt í Brennslunni á FM957 í morgun. Hlusta má á lagið neðar í fréttinni. 15. maí 2025 12:02 Margir urðu brekkunni að bráð Þrátt fyrir ansi slæmt veður skemmtu langflestir sér vel á Þjóðhátíð í ár að sögn formanns Þjóðhátíðarnefndar. Fimmtán þúsund manns voru í Vestmannaeyjum um helgina og lenti brekkan í Herjólfsdal illa í því sunnudagskvöldið. 6. ágúst 2024 11:52 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Sjá meira
Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Hljómsveitin Stuðlabandið eru höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins í ár. Lagið heitir Við eldana og var frumflutt í Brennslunni á FM957 í morgun. Hlusta má á lagið neðar í fréttinni. 15. maí 2025 12:02
Margir urðu brekkunni að bráð Þrátt fyrir ansi slæmt veður skemmtu langflestir sér vel á Þjóðhátíð í ár að sögn formanns Þjóðhátíðarnefndar. Fimmtán þúsund manns voru í Vestmannaeyjum um helgina og lenti brekkan í Herjólfsdal illa í því sunnudagskvöldið. 6. ágúst 2024 11:52