Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar 27. júlí 2025 16:32 Í kvikmyndinni The Truman Show býr maður að nafni Truman inni í gerviveröld – risastórri hvelfingu þar sem allt í kringum hann er sviðsett. Lífið hans er sjónvarpsþáttur sem aðeins hann einn veit ekki af og fólkið í kringum hann leikur hlutverk í þessu risastóra leikriti. En um leið og hann byrjar að efast, fer kerfið að molna niður hægt og rólega. Ímyndaðu þér núna heilt ríki þar sem fólk er alið upp í samskonar tilbúnum veruleika. Þar sem börn læra frá unga aldri að ógnin sé alltaf hinum megin við múrinn kringum hvelfinguna, og að eini sannleikurinn sé það sem herinn, fréttirnar og ríkið segja þér. Allt sem fer gegni sögugerðinni, jafnvel friðsæll hjálparbátur, er stimplað sem ógn. Ríkið í hvelfingunni er Ísrael og fólkið þar er eins og Truman, það lifir í vernduðum gerviheimi. Oft hefur verið talað um Gasa sem “fangelsi undir berum himni”. En í þessari myndlíkingu er hvelfingin ekki í Gasa, þótt það sé einangrað frá umheiminum. Gasa er ekki sviðsetningin. Hvelfingin hér er huglægt fyrirbæri, í hugum Ísraelsmanna. Hvelfingin er hvimleið hugarbóla sem umlykur ísraelskt samfélag, hönnuð til að loka á samkennd, fela raunveruleikann og festa fórnarlambshlutverkið í sessi. Börn eru alin upp við þá hugmynd að þau séu stöðugt í lífshættu, og að Palestínumenn séu hættulegir, séu ekki manneskjur. Herinn er hetjan, ríkið er réttlátt, og sá sem spyr spurninga er talinn svikari Palestínumenn birtast ekki í hvelfingunni sem fólk með líf, drauma og sögu. Gasa verður þess í stað að óljósu skuggasvæði. Ekki staður með tveimur milljónum manna heldur “ógn”. Það er í þessu samhengi sem meinlausi hjálparflotinn Freedom Flotilla, sem reynir að koma lífsnauðsynjum áleiðis, verður að árásartæki í augum kerfisins. Ekki vegna varningsins um borð heldur vegna þess hvað hann táknar í augum Ísraelsmanna. Ef báturinn kæmist í gegn, þá gæti fólk byrjað að efast. Sjá að manneskjur búa hinum megin við múrinn. Að heimurinn sé kannski ekki alveg eins og þeim var kennt frá blautu barnsbeini. Og þess vegna má hann ekki komast í land. Flotinn sem er eins og báturinn hans Truman. Í The Truman Show byrjar Truman að þrá frelsið. Þrátt fyrir mjög djúpstæða sjóhræðslu sest hann í bátinn og rær að sjóndeildarhringnum. Þar rekst hann á vegg. Bókstaflegan vegg. Hann snertir hann og sér blekkinguna. Og á endanum gengur hann út. Í raunveruleikanum reynir Frelsisflotinn að komast til Gasa með mannúðaraðstoð. Og alltaf er hann stöðvaður af ísraelskum yfirvöldum. Ekki vegna hættu – heldur vegna þess að hann er glufa í falska himninum. Flotinn ógnar ekki lífi Ísraelsmanna. Hann ógnar sjálfsmynd þeirra. Röddin ofan af himnum Þegar Truman nálgast vegginn talar rödd niður af himninum. Það er leikstjórinn – sá sem hefur stjórnað lífi hans frá upphafi. Hann reynir að sannfæra Truman um að enginn sannleikur sé utan þessa heims. „Það er ekkert meira þarna úti en það sem ég skapaði fyrir þig.“ Þetta er líka rödd ísraelska ríkisins: „Við erum eina lýðræðið í Miðausturlöndum.“ „Þau hata okkur bara.“ „Það er enginn friðarvilji hjá þeim.“ „IDF er siðferðislega sterkasti her heims.“ Þetta er ekki rödd fólks sem vill skilja umheiminn. Þetta er rödd kerfis sem óttast að einhver sjái í gegnum sögugerðina. Af því að ef þú sérð í gegnum hana – ef þú sérð fólkið í Gasa með augum mennskunnar, sem jafningja, sem fórnarlömb, sem fólk með rödd - þá molnar allt sem þú varst alinn upp við. Hið raunverulega fangelsi Samfélag sem lokar á samkennd, missir með tímanum getu til að finna hana. Þjóð sem réttlætir stöðugt vald sitt með hræðsluáróðri, getur ekki lengur horfst í augu við raunveruleikann. Ríki sem trúir eigin sakleysi, eingöngu vegna þess að það hefur endurtekið söguna svo oft, er ófært um að að sýna ábyrgðarkennd. Í The Truman Show nær Truman loksins að sleppa. Hann gengur út úr gerviheimnum. En hvað ef hann hefði snúið við? Hvað ef hann hefði hlustað á röddina að ofan? Hvað ef hann hefði haldið áfram að trúa því sem honum var sagt? Þá hefði blekkingin unnið. Þannig virkar Truman-ríkið. En hvað með okkur hin? Við erum áhorfendur þáttarins. En sum okkar eru enn að reyna að koma björgunarflota vakningarinnar áleiðis til að stinga gat á blöðruna og opna hina ósýnilegu hvelfingu. Höfundur er fjölmiðlafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Palestína Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Í kvikmyndinni The Truman Show býr maður að nafni Truman inni í gerviveröld – risastórri hvelfingu þar sem allt í kringum hann er sviðsett. Lífið hans er sjónvarpsþáttur sem aðeins hann einn veit ekki af og fólkið í kringum hann leikur hlutverk í þessu risastóra leikriti. En um leið og hann byrjar að efast, fer kerfið að molna niður hægt og rólega. Ímyndaðu þér núna heilt ríki þar sem fólk er alið upp í samskonar tilbúnum veruleika. Þar sem börn læra frá unga aldri að ógnin sé alltaf hinum megin við múrinn kringum hvelfinguna, og að eini sannleikurinn sé það sem herinn, fréttirnar og ríkið segja þér. Allt sem fer gegni sögugerðinni, jafnvel friðsæll hjálparbátur, er stimplað sem ógn. Ríkið í hvelfingunni er Ísrael og fólkið þar er eins og Truman, það lifir í vernduðum gerviheimi. Oft hefur verið talað um Gasa sem “fangelsi undir berum himni”. En í þessari myndlíkingu er hvelfingin ekki í Gasa, þótt það sé einangrað frá umheiminum. Gasa er ekki sviðsetningin. Hvelfingin hér er huglægt fyrirbæri, í hugum Ísraelsmanna. Hvelfingin er hvimleið hugarbóla sem umlykur ísraelskt samfélag, hönnuð til að loka á samkennd, fela raunveruleikann og festa fórnarlambshlutverkið í sessi. Börn eru alin upp við þá hugmynd að þau séu stöðugt í lífshættu, og að Palestínumenn séu hættulegir, séu ekki manneskjur. Herinn er hetjan, ríkið er réttlátt, og sá sem spyr spurninga er talinn svikari Palestínumenn birtast ekki í hvelfingunni sem fólk með líf, drauma og sögu. Gasa verður þess í stað að óljósu skuggasvæði. Ekki staður með tveimur milljónum manna heldur “ógn”. Það er í þessu samhengi sem meinlausi hjálparflotinn Freedom Flotilla, sem reynir að koma lífsnauðsynjum áleiðis, verður að árásartæki í augum kerfisins. Ekki vegna varningsins um borð heldur vegna þess hvað hann táknar í augum Ísraelsmanna. Ef báturinn kæmist í gegn, þá gæti fólk byrjað að efast. Sjá að manneskjur búa hinum megin við múrinn. Að heimurinn sé kannski ekki alveg eins og þeim var kennt frá blautu barnsbeini. Og þess vegna má hann ekki komast í land. Flotinn sem er eins og báturinn hans Truman. Í The Truman Show byrjar Truman að þrá frelsið. Þrátt fyrir mjög djúpstæða sjóhræðslu sest hann í bátinn og rær að sjóndeildarhringnum. Þar rekst hann á vegg. Bókstaflegan vegg. Hann snertir hann og sér blekkinguna. Og á endanum gengur hann út. Í raunveruleikanum reynir Frelsisflotinn að komast til Gasa með mannúðaraðstoð. Og alltaf er hann stöðvaður af ísraelskum yfirvöldum. Ekki vegna hættu – heldur vegna þess að hann er glufa í falska himninum. Flotinn ógnar ekki lífi Ísraelsmanna. Hann ógnar sjálfsmynd þeirra. Röddin ofan af himnum Þegar Truman nálgast vegginn talar rödd niður af himninum. Það er leikstjórinn – sá sem hefur stjórnað lífi hans frá upphafi. Hann reynir að sannfæra Truman um að enginn sannleikur sé utan þessa heims. „Það er ekkert meira þarna úti en það sem ég skapaði fyrir þig.“ Þetta er líka rödd ísraelska ríkisins: „Við erum eina lýðræðið í Miðausturlöndum.“ „Þau hata okkur bara.“ „Það er enginn friðarvilji hjá þeim.“ „IDF er siðferðislega sterkasti her heims.“ Þetta er ekki rödd fólks sem vill skilja umheiminn. Þetta er rödd kerfis sem óttast að einhver sjái í gegnum sögugerðina. Af því að ef þú sérð í gegnum hana – ef þú sérð fólkið í Gasa með augum mennskunnar, sem jafningja, sem fórnarlömb, sem fólk með rödd - þá molnar allt sem þú varst alinn upp við. Hið raunverulega fangelsi Samfélag sem lokar á samkennd, missir með tímanum getu til að finna hana. Þjóð sem réttlætir stöðugt vald sitt með hræðsluáróðri, getur ekki lengur horfst í augu við raunveruleikann. Ríki sem trúir eigin sakleysi, eingöngu vegna þess að það hefur endurtekið söguna svo oft, er ófært um að að sýna ábyrgðarkennd. Í The Truman Show nær Truman loksins að sleppa. Hann gengur út úr gerviheimnum. En hvað ef hann hefði snúið við? Hvað ef hann hefði hlustað á röddina að ofan? Hvað ef hann hefði haldið áfram að trúa því sem honum var sagt? Þá hefði blekkingin unnið. Þannig virkar Truman-ríkið. En hvað með okkur hin? Við erum áhorfendur þáttarins. En sum okkar eru enn að reyna að koma björgunarflota vakningarinnar áleiðis til að stinga gat á blöðruna og opna hina ósýnilegu hvelfingu. Höfundur er fjölmiðlafræðingur
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun