„Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 26. júlí 2025 12:46 Dóra Sif Tynes, sérfræðingur í Evrópurétti. vísir Sérfræðingur í Evrópurétti minnir á að Ísland tilheyri ekki tollabandalagi Evrópusambandsins þrátt fyrir EES-samninginn í ljósi mögulegra tolla á kísiljárn frá Íslandi. Óljóst sé hvort hægt sé að grípa til einhvers konar ráðstafana enda umfang og eðli tollanna óþekkt. Greint var frá því í gær að Evrópusambandið hyggst leggja verndartolla á járnblendi og kísiljárn, meðal annars frá Íslandi og öðrum EES-ríkjum. Endanleg ákvörðun hefur ekki verið tekin en formlegt samtal EES-ríkja við Evrópusambandið varðandi tollanna mun nú fara í hönd þegar að tillaga hefur verið lögð fram. Álfheiður Ágústsdóttir, forstjóri Elkem, eina framleiðanda kísiljárns hérlendis, sagði í samtali við Morgunblaðið að um væri að ræða gífurlega stefnubreytingu að láta EES-ríkin ekki tilheyra innri markaði Evrópusambandsins. „Of snemmt til að tala í fyrirsögnum“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega og fá fram nákvæmlega í hverju þessar aðgerðir felast. Tímalengdin, umfangið og svo framvegis. Ég held að það sé of snemmt til að tala í fyrirsögnum.“ Þetta segir Dóra Sif Tynes, sérfræðingur í Evrópurétti, spurð um yfirvofandi tolla. Hún bendir á að þó að það sé almennt óheimilt að leggja nýja tolla á innflutning og útflutning samkvæmt EES-samningnum sé undanþága til staðar. „Hins vegar felur samningurinn líka í sér heimild samningsaðila til að grípa til svokallaðra öryggisráðstafana við sérstakar aðstæður. Það er til dæmis samkvæmt 112. grein samningsins og það er ákvæði sem við beittum til dæmis þegar að við lögðum á gjaldeyrishöft,“ segir hún og vísar til gjaldheyrishafta sem Ísland lagði á í kjölfar efnahagshrunsins. Þurfi að gæta jafnræðis Aðspurð kveðst Dóra ekki muna eftir dæmi um að ESB nýti umrætt undanþáguákvæði. Hún segir óljóst með hvaða hætti sé hægt að bregðast við verði tollarnir að veruleika. „Það er rétt kannski að hafa það í huga að EES samningurinn nær ekki til tollabandalags Evrópusambandsins. Evrópusambandið er með tollabandalag og sameiginlega viðskiptastefnu. Þau svið falla ekki undir EES-samninginn. Það er í raun og veru útfærsluatriði hvort að það séu einhverjar ráðstafanir sem hægt er grípa til til að koma til móts við þessa sérstöku tolla sem við vitum ekki enn þá umfangið eða eðlið á.“ Spurð hvers vegna Evrópusambandið beini spjótum sínum að Íslandi og Noregi þegar að stærstur hluti framleiðslu á kísilmálmum fari fram í Kína segir Dóra: „Samkvæmt almennum reglum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar þá eru almenn ákvæði um að gæta jafnræðis. Menn gætu verið að horfa á það þannig að út frá öðrum fríverslunarsamningum sem ESB hefur gert þá sé erfitt fyrir þá að sleppa bara þessum tveimur löndum.“ Evrópusambandið EES-samningurinn Miðflokkurinn Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Greint var frá því í gær að Evrópusambandið hyggst leggja verndartolla á járnblendi og kísiljárn, meðal annars frá Íslandi og öðrum EES-ríkjum. Endanleg ákvörðun hefur ekki verið tekin en formlegt samtal EES-ríkja við Evrópusambandið varðandi tollanna mun nú fara í hönd þegar að tillaga hefur verið lögð fram. Álfheiður Ágústsdóttir, forstjóri Elkem, eina framleiðanda kísiljárns hérlendis, sagði í samtali við Morgunblaðið að um væri að ræða gífurlega stefnubreytingu að láta EES-ríkin ekki tilheyra innri markaði Evrópusambandsins. „Of snemmt til að tala í fyrirsögnum“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega og fá fram nákvæmlega í hverju þessar aðgerðir felast. Tímalengdin, umfangið og svo framvegis. Ég held að það sé of snemmt til að tala í fyrirsögnum.“ Þetta segir Dóra Sif Tynes, sérfræðingur í Evrópurétti, spurð um yfirvofandi tolla. Hún bendir á að þó að það sé almennt óheimilt að leggja nýja tolla á innflutning og útflutning samkvæmt EES-samningnum sé undanþága til staðar. „Hins vegar felur samningurinn líka í sér heimild samningsaðila til að grípa til svokallaðra öryggisráðstafana við sérstakar aðstæður. Það er til dæmis samkvæmt 112. grein samningsins og það er ákvæði sem við beittum til dæmis þegar að við lögðum á gjaldeyrishöft,“ segir hún og vísar til gjaldheyrishafta sem Ísland lagði á í kjölfar efnahagshrunsins. Þurfi að gæta jafnræðis Aðspurð kveðst Dóra ekki muna eftir dæmi um að ESB nýti umrætt undanþáguákvæði. Hún segir óljóst með hvaða hætti sé hægt að bregðast við verði tollarnir að veruleika. „Það er rétt kannski að hafa það í huga að EES samningurinn nær ekki til tollabandalags Evrópusambandsins. Evrópusambandið er með tollabandalag og sameiginlega viðskiptastefnu. Þau svið falla ekki undir EES-samninginn. Það er í raun og veru útfærsluatriði hvort að það séu einhverjar ráðstafanir sem hægt er grípa til til að koma til móts við þessa sérstöku tolla sem við vitum ekki enn þá umfangið eða eðlið á.“ Spurð hvers vegna Evrópusambandið beini spjótum sínum að Íslandi og Noregi þegar að stærstur hluti framleiðslu á kísilmálmum fari fram í Kína segir Dóra: „Samkvæmt almennum reglum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar þá eru almenn ákvæði um að gæta jafnræðis. Menn gætu verið að horfa á það þannig að út frá öðrum fríverslunarsamningum sem ESB hefur gert þá sé erfitt fyrir þá að sleppa bara þessum tveimur löndum.“
Evrópusambandið EES-samningurinn Miðflokkurinn Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum