Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Árni Sæberg skrifar 24. júlí 2025 16:46 Bjartsýni ríkti á Reyðarfirði haustið 2015 þegar rannsóknarskipið Oceanic Challenger hélt á Drekasvæðið. Á bryggjunni hittust fulltrúar Eykons, CNOOC og Petoro, sem stóðu saman að einu sérleyfanna til olíuleitar. Vísir/Egill Aðeins tæp 29 prósent þjóðarinnar eru andvíg því að hefja olíu í íslenskri lögsögu á ný. Tæplega helmingur er því fylgjandi. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar sem Gallup framkvæmdi fyrir Viðskiptablaðið. Í frétt blaðsins segir að 19,6 prósent hafi sagst mjög fylgjandi olíuleit, 26,8 prósent frekar fylgjandi, 24,7 prósent hafi sagst hvorki fylgjandi né andvíg olíuleit, 16,5 prósent mjög andvíg og 12,4 prósent frekar andvíg. Stopulli og árangurslítilli hálfrar aldar olíuleit við Ísland var lokið með gerð stjórnarsáttmála árið 2021, þar sem því var lýst yfir að fleiri leyfi til olíuleitar yrðu ekki gefin út. Síðasti olíuleitarleiðangurinn fyrir það var farinn árið 2018. Umræða um olíuleit hófst á ný í mars þegar bæjarráð Fjarðabyggðar beindi því til stjórnvalda að meta að nýju hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu, í ljósi þess að orkuskipti gengu hægar en gert hefði verið ráð fyrir. „Ætlum við að vera sú þjóð sem flytur inn allt eldsneyti, hvort sem það er grænt eldsneyti eða jarðefnaeldsneyti, eða ætlum við að framleiða það sjálf?“ sagði Ragnar Sigurðsson, formaður bæjarráðsins og oddviti Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Vísi á sínum tíma. Í dag var greint frá því að stærsti olíufundur síðustu tíu ára í Evrópu hefði orðið í Póllandi á dögunum. Olíuleit á Drekasvæði Orkumál Skoðanakannanir Jarðefnaeldsneyti Tengdar fréttir „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Fyrrverandi umhverfisráðherra segir það um að gera að leita að olíu á Drekasvæðinu, ef einhver sækist eftir því. Enginn hafi viljað hefja leit á meðan hann sat í ráðherrastólnum. Það varði þjóðaröryggi að Íslendingar geti séð sjálfir fyrir orkunotkun sinni. 8. apríl 2025 18:58 Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Heiðar Guðjónsson, fjárfestir og fyrrverandi formaður Eykon Energy ehf., segir að mögulegar skatttekjur ríkisins af olíuvinnslu á Drekasvæðinu geti numið allt að þrjátíu og þrjú þúsund milljörðum króna. Hann hefur engan skilning á sjónarmiðum umhverfisráðherra sem segir það ekki á dagskrá að fara aftur í olíuleitarútboð. 5. apríl 2025 23:55 Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Bæjarráð Fjarðabyggðar beinir því til stjórnvalda að meta að nýju hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu í ljósi þess að orkuskipti ganga hægar en gert var ráð fyrir. Þetta segir í bókun sem samþykkt var á bæjarráðsfundi í gær. 18. mars 2025 10:56 Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Gjaldþrotaskiptum á búi eignahlutafélagsins Lindir Resources er lokið, án þess að nokkuð fengist upp í tólf milljörða króna lýstar kröfur. Félagið ætlaði sér á sínum tíma stóra hluti í olíuiðnaði. 30. ágúst 2024 11:24 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks Sjá meira
Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar sem Gallup framkvæmdi fyrir Viðskiptablaðið. Í frétt blaðsins segir að 19,6 prósent hafi sagst mjög fylgjandi olíuleit, 26,8 prósent frekar fylgjandi, 24,7 prósent hafi sagst hvorki fylgjandi né andvíg olíuleit, 16,5 prósent mjög andvíg og 12,4 prósent frekar andvíg. Stopulli og árangurslítilli hálfrar aldar olíuleit við Ísland var lokið með gerð stjórnarsáttmála árið 2021, þar sem því var lýst yfir að fleiri leyfi til olíuleitar yrðu ekki gefin út. Síðasti olíuleitarleiðangurinn fyrir það var farinn árið 2018. Umræða um olíuleit hófst á ný í mars þegar bæjarráð Fjarðabyggðar beindi því til stjórnvalda að meta að nýju hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu, í ljósi þess að orkuskipti gengu hægar en gert hefði verið ráð fyrir. „Ætlum við að vera sú þjóð sem flytur inn allt eldsneyti, hvort sem það er grænt eldsneyti eða jarðefnaeldsneyti, eða ætlum við að framleiða það sjálf?“ sagði Ragnar Sigurðsson, formaður bæjarráðsins og oddviti Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Vísi á sínum tíma. Í dag var greint frá því að stærsti olíufundur síðustu tíu ára í Evrópu hefði orðið í Póllandi á dögunum.
Olíuleit á Drekasvæði Orkumál Skoðanakannanir Jarðefnaeldsneyti Tengdar fréttir „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Fyrrverandi umhverfisráðherra segir það um að gera að leita að olíu á Drekasvæðinu, ef einhver sækist eftir því. Enginn hafi viljað hefja leit á meðan hann sat í ráðherrastólnum. Það varði þjóðaröryggi að Íslendingar geti séð sjálfir fyrir orkunotkun sinni. 8. apríl 2025 18:58 Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Heiðar Guðjónsson, fjárfestir og fyrrverandi formaður Eykon Energy ehf., segir að mögulegar skatttekjur ríkisins af olíuvinnslu á Drekasvæðinu geti numið allt að þrjátíu og þrjú þúsund milljörðum króna. Hann hefur engan skilning á sjónarmiðum umhverfisráðherra sem segir það ekki á dagskrá að fara aftur í olíuleitarútboð. 5. apríl 2025 23:55 Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Bæjarráð Fjarðabyggðar beinir því til stjórnvalda að meta að nýju hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu í ljósi þess að orkuskipti ganga hægar en gert var ráð fyrir. Þetta segir í bókun sem samþykkt var á bæjarráðsfundi í gær. 18. mars 2025 10:56 Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Gjaldþrotaskiptum á búi eignahlutafélagsins Lindir Resources er lokið, án þess að nokkuð fengist upp í tólf milljörða króna lýstar kröfur. Félagið ætlaði sér á sínum tíma stóra hluti í olíuiðnaði. 30. ágúst 2024 11:24 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks Sjá meira
„Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Fyrrverandi umhverfisráðherra segir það um að gera að leita að olíu á Drekasvæðinu, ef einhver sækist eftir því. Enginn hafi viljað hefja leit á meðan hann sat í ráðherrastólnum. Það varði þjóðaröryggi að Íslendingar geti séð sjálfir fyrir orkunotkun sinni. 8. apríl 2025 18:58
Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Heiðar Guðjónsson, fjárfestir og fyrrverandi formaður Eykon Energy ehf., segir að mögulegar skatttekjur ríkisins af olíuvinnslu á Drekasvæðinu geti numið allt að þrjátíu og þrjú þúsund milljörðum króna. Hann hefur engan skilning á sjónarmiðum umhverfisráðherra sem segir það ekki á dagskrá að fara aftur í olíuleitarútboð. 5. apríl 2025 23:55
Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Bæjarráð Fjarðabyggðar beinir því til stjórnvalda að meta að nýju hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu í ljósi þess að orkuskipti ganga hægar en gert var ráð fyrir. Þetta segir í bókun sem samþykkt var á bæjarráðsfundi í gær. 18. mars 2025 10:56
Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Gjaldþrotaskiptum á búi eignahlutafélagsins Lindir Resources er lokið, án þess að nokkuð fengist upp í tólf milljörða króna lýstar kröfur. Félagið ætlaði sér á sínum tíma stóra hluti í olíuiðnaði. 30. ágúst 2024 11:24