Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar 24. júlí 2025 07:00 Í grein Magnúsar Árna Skjöld Magnússonar sem birtist á Vísi 22. júlí er því haldið fram að gagnrýnin á samstarf við ESB í öryggismálum sé byggð á þeirri skoðun að verið sé að „læða“ landinu inn í sambandið „bakdyramegin“. Hér er hætta á að umræðan verði persónugerð og gerð tortryggileg. Sú gagnrýni sem fram hefur komið beinist ekki að því að áformað sé að svipta þjóðina atkvæðarétti sínum – heldur að stjórnvaldsákvarðanir og túlkun eldri viljayfirlýsinga séu að þróast í átt að nýju aðildarferli án þess að það hafi verið formlega ákveðið á Alþingi eða í ríkisstjórn. Enginn hefur haldið því fram að Ísland gangi í ESB án þjóðaratkvæðis. Ágreiningurinn snýst um það hverjir ákveða að hefja aðildarferli, með hvaða hætti og á hvaða forsendum. Tilvísun í sextán ára gamla þingsályktun uppfyllir ekki kröfu um nauðsynlegt pólitískt umboð nú. EES og aðild: ólíkar forsendur og valdheimildir Því er haldið fram að EES-samningurinn sé „eins konar bakdyraaðild“. Slík framsetning er villandi, þar sem hún gefur í skyn að aðildarsamband sé til staðar, þótt raunverulegur munur sé bæði lagalegur og stjórnskipulegur. EES-samstarfið er byggt á milliríkjasamningi þar sem Ísland hefur neitunarvald og aðgangur að innri markaði er ekki bundinn sameiginlegu löggjafarferli. Aðild að ESB felur hins vegar í sér yfirfærslu á ákvörðunarvaldi til stofnana sem Ísland hefur takmörkuð áhrif á. Að líkja þessu tvennu saman dregur úr möguleikanum á að gera mikilvægan greinarmun. Áhrif smáríkis innan ESB – eða samstarf á eigin forsendum? Greinin heldur því fram að aðild Íslands myndi gera landið betur í stakk búið til að hafa áhrif á stefnu ESB. Þetta er sjónarmið sem margir deila – en það er líka rétt að benda á að ákvörðunarvaldinu er ekki jafnt skipt innan ESB. Evrópuþingið hefur ekki frumkvæðisrétt að lagasetningu, og lítil ríki hafa ekki bolmagn til að móta stefnu nema með samkomulagi við stór ríki eða áhrifamikla hagsmunahópa. Aðild getur vitanlega falið í sér áhrif – en ekki endilega umfram það sem þegar felst í samstarfi innan EES. Orðræðan um andstöðu og spurningin um ferli Í greininni eru notuð hugtök á borð við „heilaspuni“ og „hálfsannleikur“ þegar rætt er um andstöðu við aðild. Slíkt orðalag hefur sjaldan uppbyggilegt gildi í opinberri umræðu og getur dregið athyglina frá þeim efnisatriðum sem málið snýst um – hvort sem þau lúta að sjávarútvegi, stjórnarskrárbundnu sjálfstæði löggjafarvalds, eða áliti fólks á pólitískri ábyrgð og ákvarðanatöku. Magnús bendir á að aðildarsamningur krefjist stjórnarskrárbreytinga og þjóðaratkvæðis. Það er rétt. En í greininni vantar umfjöllun um það að ekkert ferli er í gangi í dag sem byggir á nauðsynlegu pólitísku umboði. Að vísa í vilja sem var mótaður 2009 – áður en viðræður voru stöðvaðar og forsendur breyttust – sem grundvöll nýrra skrefa, er pólitískt viðkvæmt. Áhersla á lýðræðislega niðurstöðu þarf líka að fela í sér virðingu fyrir því hvar umræðan stendur og hvaða aðilar bera ábyrgð á að kalla eftir nýjum ákvörðunum. Höfundur er hagfræðingur og í stjórn Heimssýnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í grein Magnúsar Árna Skjöld Magnússonar sem birtist á Vísi 22. júlí er því haldið fram að gagnrýnin á samstarf við ESB í öryggismálum sé byggð á þeirri skoðun að verið sé að „læða“ landinu inn í sambandið „bakdyramegin“. Hér er hætta á að umræðan verði persónugerð og gerð tortryggileg. Sú gagnrýni sem fram hefur komið beinist ekki að því að áformað sé að svipta þjóðina atkvæðarétti sínum – heldur að stjórnvaldsákvarðanir og túlkun eldri viljayfirlýsinga séu að þróast í átt að nýju aðildarferli án þess að það hafi verið formlega ákveðið á Alþingi eða í ríkisstjórn. Enginn hefur haldið því fram að Ísland gangi í ESB án þjóðaratkvæðis. Ágreiningurinn snýst um það hverjir ákveða að hefja aðildarferli, með hvaða hætti og á hvaða forsendum. Tilvísun í sextán ára gamla þingsályktun uppfyllir ekki kröfu um nauðsynlegt pólitískt umboð nú. EES og aðild: ólíkar forsendur og valdheimildir Því er haldið fram að EES-samningurinn sé „eins konar bakdyraaðild“. Slík framsetning er villandi, þar sem hún gefur í skyn að aðildarsamband sé til staðar, þótt raunverulegur munur sé bæði lagalegur og stjórnskipulegur. EES-samstarfið er byggt á milliríkjasamningi þar sem Ísland hefur neitunarvald og aðgangur að innri markaði er ekki bundinn sameiginlegu löggjafarferli. Aðild að ESB felur hins vegar í sér yfirfærslu á ákvörðunarvaldi til stofnana sem Ísland hefur takmörkuð áhrif á. Að líkja þessu tvennu saman dregur úr möguleikanum á að gera mikilvægan greinarmun. Áhrif smáríkis innan ESB – eða samstarf á eigin forsendum? Greinin heldur því fram að aðild Íslands myndi gera landið betur í stakk búið til að hafa áhrif á stefnu ESB. Þetta er sjónarmið sem margir deila – en það er líka rétt að benda á að ákvörðunarvaldinu er ekki jafnt skipt innan ESB. Evrópuþingið hefur ekki frumkvæðisrétt að lagasetningu, og lítil ríki hafa ekki bolmagn til að móta stefnu nema með samkomulagi við stór ríki eða áhrifamikla hagsmunahópa. Aðild getur vitanlega falið í sér áhrif – en ekki endilega umfram það sem þegar felst í samstarfi innan EES. Orðræðan um andstöðu og spurningin um ferli Í greininni eru notuð hugtök á borð við „heilaspuni“ og „hálfsannleikur“ þegar rætt er um andstöðu við aðild. Slíkt orðalag hefur sjaldan uppbyggilegt gildi í opinberri umræðu og getur dregið athyglina frá þeim efnisatriðum sem málið snýst um – hvort sem þau lúta að sjávarútvegi, stjórnarskrárbundnu sjálfstæði löggjafarvalds, eða áliti fólks á pólitískri ábyrgð og ákvarðanatöku. Magnús bendir á að aðildarsamningur krefjist stjórnarskrárbreytinga og þjóðaratkvæðis. Það er rétt. En í greininni vantar umfjöllun um það að ekkert ferli er í gangi í dag sem byggir á nauðsynlegu pólitísku umboði. Að vísa í vilja sem var mótaður 2009 – áður en viðræður voru stöðvaðar og forsendur breyttust – sem grundvöll nýrra skrefa, er pólitískt viðkvæmt. Áhersla á lýðræðislega niðurstöðu þarf líka að fela í sér virðingu fyrir því hvar umræðan stendur og hvaða aðilar bera ábyrgð á að kalla eftir nýjum ákvörðunum. Höfundur er hagfræðingur og í stjórn Heimssýnar.
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar