Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júlí 2025 07:02 Lineker er síðasti Englendingurinn sem lék fyrir Barcelona. Vísir/Getty Images Gary Lineker, fyrrverandi framherji enska landsliðsins og Barcelona, telur að Marcus Rashford geti fundið sitt gamla form í treyju Börsunga. Hann ræddi skipti Rashford til Katalóníu í hlaðvarpinu Fótboltasafnið (e. Football Museum) á dögunum. Hinn 27 ára gamli Rashford er í þann mund að semja við Barcelona og mun leika með félaginu á láni á komandi leiktíð. Hann kemur frá uppeldisfélagi sínu Manchester United eftir að hafa verið á láni hjá Aston Villa síðari hluta síðasta tímabils. Ferill Rashford hefur verið kaflaskiptur en til þessa hefur hann skorað 138 mörk og gefið 79 stoðsendingar í 426 leikjum fyrir Manchester United. Hann skoraði 4 mörk og lagði upp 6 til viðbótar á meðan hann var á láni hjá Villa. Þá hefur hann skorað 17 mörk í 62 A-landsleikjum fyrir England. „Með rétta hugarfarinu getur hann gert góða hluti. Þetta er frábær áskorun fyrir hann,“ sagði Lineker sem lék fyrir spænska risann frá 1986-1989. Samkvæmt Wikipedia-síðu Lineker spilaði hann alls 103 leiki fyrir félagið og skoraði í þeim 42 mörk. Ofan á það skoraði hann 48 mörk í 80 leikjum fyrir enska landsliðið á meðan ferlinum stóð. Einnig lék Lineker með Leicester City, Everton og Tottenham Hotspur á Englandi. Rashford þegar allt lék í lyndi hjá Man Utd.Zohaib Alam/Getty Images Barcelona er með einn besta sóknarþríeyki heims um þessar mundir í undrinu Lamine Yamal, reynsluboltanum Robert Lewandowski og hinum mjög svo öfluga Raphinha. „Þeir eru með frábæra leikmenn og það verður erfitt að komast í liðið en þeir spila fjöldann allan af leikjum. Þú getur ekki spilað sömu þremur leikmönnum alla leiki. Lewandowski er í rauninni kominn af sínu besta skeiði. Það er magnað hvað hann er að áorka miðað við aldur,“ sagði Lineker um hinn 36 ára gamla Pólverja. „Ég tel þetta góð kaup fyrir Barca. Á deginum sínum er Marcus ótrúlegur. Skoðum svo hvað hefur komið fyrir leikmennina sem hafa yfirgefið Man United undanfarið. Leikmennirnir sem maður hélt að ættu virkilega erfitt, þeir hafa staðið sig virkilega vel annars staðar.“ „Það er eitthvað að hjá Manchester United sem stendur og þeir leikmenn sem hafa yfirgefið félagið hafa almennt séð náð góðum árangri. Svo mig grunar að Marcus sem var virkilega öflugur þegar hann var á láni hjá Aston Villa geti gert slíkt hið sama hjá Barcelona.“ Fótbolti Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Sjá meira
Hinn 27 ára gamli Rashford er í þann mund að semja við Barcelona og mun leika með félaginu á láni á komandi leiktíð. Hann kemur frá uppeldisfélagi sínu Manchester United eftir að hafa verið á láni hjá Aston Villa síðari hluta síðasta tímabils. Ferill Rashford hefur verið kaflaskiptur en til þessa hefur hann skorað 138 mörk og gefið 79 stoðsendingar í 426 leikjum fyrir Manchester United. Hann skoraði 4 mörk og lagði upp 6 til viðbótar á meðan hann var á láni hjá Villa. Þá hefur hann skorað 17 mörk í 62 A-landsleikjum fyrir England. „Með rétta hugarfarinu getur hann gert góða hluti. Þetta er frábær áskorun fyrir hann,“ sagði Lineker sem lék fyrir spænska risann frá 1986-1989. Samkvæmt Wikipedia-síðu Lineker spilaði hann alls 103 leiki fyrir félagið og skoraði í þeim 42 mörk. Ofan á það skoraði hann 48 mörk í 80 leikjum fyrir enska landsliðið á meðan ferlinum stóð. Einnig lék Lineker með Leicester City, Everton og Tottenham Hotspur á Englandi. Rashford þegar allt lék í lyndi hjá Man Utd.Zohaib Alam/Getty Images Barcelona er með einn besta sóknarþríeyki heims um þessar mundir í undrinu Lamine Yamal, reynsluboltanum Robert Lewandowski og hinum mjög svo öfluga Raphinha. „Þeir eru með frábæra leikmenn og það verður erfitt að komast í liðið en þeir spila fjöldann allan af leikjum. Þú getur ekki spilað sömu þremur leikmönnum alla leiki. Lewandowski er í rauninni kominn af sínu besta skeiði. Það er magnað hvað hann er að áorka miðað við aldur,“ sagði Lineker um hinn 36 ára gamla Pólverja. „Ég tel þetta góð kaup fyrir Barca. Á deginum sínum er Marcus ótrúlegur. Skoðum svo hvað hefur komið fyrir leikmennina sem hafa yfirgefið Man United undanfarið. Leikmennirnir sem maður hélt að ættu virkilega erfitt, þeir hafa staðið sig virkilega vel annars staðar.“ „Það er eitthvað að hjá Manchester United sem stendur og þeir leikmenn sem hafa yfirgefið félagið hafa almennt séð náð góðum árangri. Svo mig grunar að Marcus sem var virkilega öflugur þegar hann var á láni hjá Aston Villa geti gert slíkt hið sama hjá Barcelona.“
Fótbolti Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Sjá meira