Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. júlí 2025 11:03 Lögreglumenn á Keflavíkurflugvelli með fíkniefnaleitarhund. Vísir/Arnar Karlmaður sem á dögunum var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir innflutning á kókaíni var ekki nafngreindur í dómi Héraðsdóms Reykjaness vegna hótana og ógnana sem hann hefur sætt í tengslum við málið. Sá sem tók við efnunum og var gripinn glóðvolgur af lögreglu á von á þyngri dómi miðað við dómafordæmi. Hinn dæmdi, sem Héraðsdómur Reykjaness telur að hafi gegnt hlutverki burðardýrs í málinu, kom til landsins 22. apríl með tæplega þrjú kíló af kókaíni í ferðatösku. Það var af 82-85 prósenta styrkleika. Hann játaði brot sitt greiðlega og fékk tveggja ára dóm fyrir að frádregnu tæplega þriggja mánaða löngu gæsluvarðhaldi. Athygli vakti að nafn mannsins var ekki birt í dómnum á vef Héraðsdóms Reykjaness eins og hefð er fyrir. Þá kom heldur ekki fram hvaðan maðurinn ferðaðist. Það er helst í kynferðis- og ofbeldisbrotamálum þar sem tenging er milli þolanda og geranda sem dómstólar birta ekki nöfn þeirra sem hljóta dóm og þá með hagsmuni brotaþola í huga. Annars er hinn almenna regla að það sem gerist í dómstólum sé fyrir opnum tjöldum, í heyranda hljóði eins og það er orðað. Jónas Jóhannsson, dómstjóri við Héraðsdóm Reykjaness, segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að ákvörðun um nafnleynd hafi verið tekin vegna hótana og ógnanna sem sakborningur hefur sætt hér á landi eftir að hann ákvað að ganga til samvinnu við lögreglu og aðstoða við að upplýsa um hlut annarra í keðjunni. Annar maður í keðjunni sætir ákæru fyrir að hafa gert tilraun til að taka á móti og varsla umrædd 2,9 kíló af kókaíni. Þá hafði lögreglan lagt hald á kókaínið og skipt því út fyrir gerviefnin. Sá sem kom með efnin til landsins hélt á fund ákærða sem var handtekinn. Málið á hendur þeim sem tók við gerviefnunum var þingfest þann 15. júlí síðastliðinn og neitaði ákærði sök. Fyrirtaka verður í málinu í ágúst og aðalmeðferð hefur verið ákveðin þann 17. september. Verði ákærði fundinn sekur um að hafa gert tilraun til að taka við fíkniefnunum má gera ráð fyrir að refsing hans verði umtalsvert þyngri en í tilfelli þess sem flutti efnin inn, burðardýrið neðst í keðjunni. Fíkniefnabrot Keflavíkurflugvöllur Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Hinn dæmdi, sem Héraðsdómur Reykjaness telur að hafi gegnt hlutverki burðardýrs í málinu, kom til landsins 22. apríl með tæplega þrjú kíló af kókaíni í ferðatösku. Það var af 82-85 prósenta styrkleika. Hann játaði brot sitt greiðlega og fékk tveggja ára dóm fyrir að frádregnu tæplega þriggja mánaða löngu gæsluvarðhaldi. Athygli vakti að nafn mannsins var ekki birt í dómnum á vef Héraðsdóms Reykjaness eins og hefð er fyrir. Þá kom heldur ekki fram hvaðan maðurinn ferðaðist. Það er helst í kynferðis- og ofbeldisbrotamálum þar sem tenging er milli þolanda og geranda sem dómstólar birta ekki nöfn þeirra sem hljóta dóm og þá með hagsmuni brotaþola í huga. Annars er hinn almenna regla að það sem gerist í dómstólum sé fyrir opnum tjöldum, í heyranda hljóði eins og það er orðað. Jónas Jóhannsson, dómstjóri við Héraðsdóm Reykjaness, segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að ákvörðun um nafnleynd hafi verið tekin vegna hótana og ógnanna sem sakborningur hefur sætt hér á landi eftir að hann ákvað að ganga til samvinnu við lögreglu og aðstoða við að upplýsa um hlut annarra í keðjunni. Annar maður í keðjunni sætir ákæru fyrir að hafa gert tilraun til að taka á móti og varsla umrædd 2,9 kíló af kókaíni. Þá hafði lögreglan lagt hald á kókaínið og skipt því út fyrir gerviefnin. Sá sem kom með efnin til landsins hélt á fund ákærða sem var handtekinn. Málið á hendur þeim sem tók við gerviefnunum var þingfest þann 15. júlí síðastliðinn og neitaði ákærði sök. Fyrirtaka verður í málinu í ágúst og aðalmeðferð hefur verið ákveðin þann 17. september. Verði ákærði fundinn sekur um að hafa gert tilraun til að taka við fíkniefnunum má gera ráð fyrir að refsing hans verði umtalsvert þyngri en í tilfelli þess sem flutti efnin inn, burðardýrið neðst í keðjunni.
Fíkniefnabrot Keflavíkurflugvöllur Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira