Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 21. júlí 2025 13:42 Lárus Kristinn Guðmundsson, varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu. Vísir/Magnús Hlynur Brunavarnir Árnessýslu eru enn að störfum eftir að eldur kviknaði í hrúgu af trjákurli á Selfossi og gert er ráð fyrir að slökkvistörf haldi áfram fram á nótt. Tugir slökkviliðsmanna hafa komið að verkefninu. „Við fengum tilkynningu hér í gær um eld í timburhrúgu. Við erum búnir að vera hérna að störfum síðan klukkan tvö í gær,“ segir Lárus Kristin Guðmundsson, svæðisstjóri björgunarsveita Árnessýslu, í samtali við fréttastofu. Á sunnudag kviknaði í stórri timburhrúgu á athafnasvæði Íslenska Gámafélagsins á Selfossi. Á milli fjörutíu og fimmtíu slökkviliðsmenn hafa aðstoðað við að slökkva eldinn, þar á meðal einhverjir sem voru að störfum í nótt. Lárus Kristinn býst við að starfinu ljúki ekki fyrr en í nótt. „Við verðum hérna að störfum allaveganna á kvöld og eitthvað fram á nótt reikna ég með. En þetta gengur vel með þessum öflugu vélum frá Fossvélum, segir hann. „Við auðvitað erum með stórt og öflugt lið og sumir eru auðvitað þreyttir en við erum búnir að vera fá menn frá öðrum stöðvum. Þannig að hérna hafa verið menn frá Laugavatni, Þorlákshöfn og Hveragerði og við erum að fá menn úr Reykholti, Flúðum og Árnesi.“ Timbrið er fært og kælt.Vísir/Magnús Hlynur Um er að ræða stóra hrúgu og segir Lárus það ekki algengt að slökkviliðið sé kallað út verkefni jafnstórt og þetta. Verkefnið sé lærdómsríkt fyrir slökkviliðsmennina. „Við kölluðum til stórvirkar vinnuvélar sem eru að moka efninu frá, það er mikill hiti í haugnum. Við tökum í raun efni úr haugnum, kælum það og færum það til.“ Vatnið sem nýtt er í slökkvistörfin er bæði úr lögnum Selfossveitu og úr Ölfusá. Lárus segist ekki gera sér grein fyrir hversu mikið tjón sé um ræða en flytja átti hrúguna erlendis í endurvinnslu. Árborg Slökkvilið Tengdar fréttir Kviknaði í haug af timburkurli Brunavarnir Árnessýslu eru við slökkvistörf á athafnasvæði Íslenska Gámafélagsins á Selfossi. Þar kviknaði eldur í stórum haug af timburkurli. 20. júlí 2025 21:33 Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Fjölmennt lið slökkviliðsmanna frá Brunavörnum Árnessýslu hefur unnið að því frá klukkan 14 í gær að ráða niðurlögum elds sem kom upp í stóru fjalli af trjákurli á athafnasvæði Íslenska gámafélagsins við Hrísmýri á Selfossi. 21. júlí 2025 09:13 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Fleiri fréttir Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Sjá meira
„Við fengum tilkynningu hér í gær um eld í timburhrúgu. Við erum búnir að vera hérna að störfum síðan klukkan tvö í gær,“ segir Lárus Kristin Guðmundsson, svæðisstjóri björgunarsveita Árnessýslu, í samtali við fréttastofu. Á sunnudag kviknaði í stórri timburhrúgu á athafnasvæði Íslenska Gámafélagsins á Selfossi. Á milli fjörutíu og fimmtíu slökkviliðsmenn hafa aðstoðað við að slökkva eldinn, þar á meðal einhverjir sem voru að störfum í nótt. Lárus Kristinn býst við að starfinu ljúki ekki fyrr en í nótt. „Við verðum hérna að störfum allaveganna á kvöld og eitthvað fram á nótt reikna ég með. En þetta gengur vel með þessum öflugu vélum frá Fossvélum, segir hann. „Við auðvitað erum með stórt og öflugt lið og sumir eru auðvitað þreyttir en við erum búnir að vera fá menn frá öðrum stöðvum. Þannig að hérna hafa verið menn frá Laugavatni, Þorlákshöfn og Hveragerði og við erum að fá menn úr Reykholti, Flúðum og Árnesi.“ Timbrið er fært og kælt.Vísir/Magnús Hlynur Um er að ræða stóra hrúgu og segir Lárus það ekki algengt að slökkviliðið sé kallað út verkefni jafnstórt og þetta. Verkefnið sé lærdómsríkt fyrir slökkviliðsmennina. „Við kölluðum til stórvirkar vinnuvélar sem eru að moka efninu frá, það er mikill hiti í haugnum. Við tökum í raun efni úr haugnum, kælum það og færum það til.“ Vatnið sem nýtt er í slökkvistörfin er bæði úr lögnum Selfossveitu og úr Ölfusá. Lárus segist ekki gera sér grein fyrir hversu mikið tjón sé um ræða en flytja átti hrúguna erlendis í endurvinnslu.
Árborg Slökkvilið Tengdar fréttir Kviknaði í haug af timburkurli Brunavarnir Árnessýslu eru við slökkvistörf á athafnasvæði Íslenska Gámafélagsins á Selfossi. Þar kviknaði eldur í stórum haug af timburkurli. 20. júlí 2025 21:33 Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Fjölmennt lið slökkviliðsmanna frá Brunavörnum Árnessýslu hefur unnið að því frá klukkan 14 í gær að ráða niðurlögum elds sem kom upp í stóru fjalli af trjákurli á athafnasvæði Íslenska gámafélagsins við Hrísmýri á Selfossi. 21. júlí 2025 09:13 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Fleiri fréttir Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Sjá meira
Kviknaði í haug af timburkurli Brunavarnir Árnessýslu eru við slökkvistörf á athafnasvæði Íslenska Gámafélagsins á Selfossi. Þar kviknaði eldur í stórum haug af timburkurli. 20. júlí 2025 21:33
Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Fjölmennt lið slökkviliðsmanna frá Brunavörnum Árnessýslu hefur unnið að því frá klukkan 14 í gær að ráða niðurlögum elds sem kom upp í stóru fjalli af trjákurli á athafnasvæði Íslenska gámafélagsins við Hrísmýri á Selfossi. 21. júlí 2025 09:13