Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar 21. júlí 2025 10:03 Þegar forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ursula von der Leyen, stóð við hlið forsætisráðherra Íslands, Kristrúnar Frostadóttur, á blaðamannafundi á Keflavíkurflugvelli þann 17. júlí, hefði mátt ætla að þar færi viðburður sem markaði tímamót í samskiptum Íslands og Evrópusambandsins. En í stað þess að beina kastljósinu að fjölbreyttu og margþættu samstarfi Íslands við Evrópu, snerist fundurinn nær alfarið um varnarmál. „Þetta er mjög mikilvægt fyrir okkur til að sýna að við getum átt samstarf um mikilvæga innviði, borgaralega vernd og tvíþættar varnarfjárfestingar – og þetta nær einnig til net- og blendingsógna,“ sagði Kristrún Frostadóttir. Ursula von der Leyen bætti við: „Ísland gegnir lykilhlutverki í varnarstöðu NATO á Norður-Atlantshafi og í heimskautasvæðinu.“ Þessar yfirlýsingar segja allt sem segja þarf um áherslurnar á fundinum: öryggi, varnir, hernaðaruppbygging og tvínota fjárfestingar. Og þó að von der Leyen sé ekki fulltrúi NATO, heldur æðsti embættismaður framkvæmdastjórnar ESB, þá var tónninn hernaðarlegur frá upphafi til enda. Þetta minnti meira á heimsókn varnarmálaráðherra Bandaríkjanna en samtal um framtíðarsýn í Evrópusamstarfi. Hvar voru umræðurnar um viðskipti, mannréttindi og velferð? Það kom á óvart að ekki var minnst á viðskiptasamning Íslands við ESB, þann samning sem veitir okkur aðgang að innri markaði sambandsins, sameiginlegri reglugerðarumgjörð og flæði fólks, fjármagns og þjónustu. Ekkert var rætt um EES-samstarfið, framtíð þess, né áhrif þess á Ísland. Ekki orð um velferðarmál, stafræna umbreytingu, sjálfbærni, loftslagsmál, menntun eða matvælaöryggi. Fiskveiðisamningur milli Íslands og ESB var nefndur á blaðamannafundinum og þar kom fram vilji til áframhaldandi samstarfs á því sviði. En jafnvel sá þáttur fékk lítið vægi í samanburði við varnarmálin sem tóku yfir öll skilaboð fundarins. Sérstaklega vantaði umræðu um mannréttindi, lýðræði og réttarríki; þau gildi sem ESB hefur sett á oddinn í sinni stefnumótun, en virðast eiga sífellt erfiðara uppdráttar undir núverandi stjórn von der Leyen. Palestína og þögnin sem særði Það sem þó særði mig mest var þögnin um ástandið í Palestínu. Á meðan þjóðarmorð stendur yfir á Gaza, á meðan Sameinuðu Þjóðirnar lýsa yfir neyðarástandi, voru engin orð notuð, hvorki frá von der Leyen né frá íslenskum stjórnvöldum um mikilvægi friðar, réttlætis og alþjóðalaga. Að Ísland, sem hefur viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki, skuli ekki nýta þetta tækifæri til að hvetja ESB opinberlega til að beita sér af meiri festu voru siðferðisleg mistök. Ísland hefur í gegnum tíðina verið rödd réttlætis í alþjóðasviðinu, sérstaklega er varðar sjálfsákvörðunarrétt þjóða, en þá rödd var ekki að finna þennan dag í Keflavík. Stýrður fundur og lokuð spurningaumræða Til að bæta gráu ofan á svart þurftu blaðamenn að skila inn spurningum fyrir fram og opinn spurningatími ekki leyfður. Blaðamannafundurinn varð þannig meira að leikstýrðu leikhúsi en raunverulegri lýðræðislegri umræðu. Það er dapurlegt þegar fulltrúar lýðræðisríkja geta ekki treyst sér til að svara gagnrýnum spurningum fjölmiðla án þess að hafa skrifað svörin fyrir fram. Hver ræður utanríkisstefnunni á Íslandi? Maður spyr sig: Hver ræður för í íslenskri utanríkisstefnu? Ef marka má þennan fund, þá virðist það vera varnarmálasvið utanríkisráðuneytisins. Þar fer allt undir merki „öryggis“ og þar með hverfa mikilvæg mál um lýðræði, réttlæti og samfélagslega samstöðu út í skuggann. Ef Ísland ætlar að styrkja tengsl sín við Evrópu, þá verður það að gera það á sínum eigin forsendum. Með opnum augum, lýðræðislegum samtali og áherslu á þau gildi sem fólk í landinu stendur raunverulega fyrir ekki með því að troða okkur inn í hernaðarumræðu sem margir Íslendingar tengja ekki við og hafa ekki verið upplýstir um. Mér líður eins og ríkisstjórnin sé ekki að byggja utanríkisstefnu Íslands með þjóðinni, heldur sé verið að matreiða stefnu ofan í okkur. Stefna sem er mótuð í lokuðum herbergjum, án opins samtals og þátttöku almennings. Í staðinn fyrir að byggja á þeirri sjálfsmynd sem Ísland hefur haldið á lofti í áratugi sem herlaust ríki sem stendur fyrir friði, diplómasíu og mannréttindum virðist nú stefnt í að hernaðarsvæða utanríkisstefnuna og færa Ísland nær valdaöflum sem skilgreina sig fyrst og fremst í gegnum vopn og yfirburði, hvort sem það er í gegnum þátttöku okkar í NATO eða í varnarsamstarfi við Bandaríkin og ESB. SAFE-áætlun Evrópusambandsins, sem Ursula von der Leyen lagði mikla áherslu á blaðamannafundinum, er lýsandi dæmi: Hún snýst ekki bara um netöryggi og verndun innviða, sem er gott og vel, heldur setur sjóðurinn fyrst og fremst forgang á lán til vopnakaupa, þ.á.m. skotfæri, eldflaugar og dróna. Þetta er hernaðarleg enduruppbygging Evrópu á stórum skala og Ísland virðist dragast með – án lýðræðislegrar umræðu. Og það sem meira er: Við erum að missa sjónar á orsökunum Við lifum á tímum þar sem aldrei hafa fleiri stríð geisað samtímis frá seinni heimsstyrjöld, mörg hver með rætur í arfleifð nýlendustefnu, valdbeitingu stórvelda og stöðugu afskiptaleysi gagnvart efnahagslegu misrétti. Þegar fátækt, auðlindarányrkja og pólitísk kúgun elur af sér örvæntingu, þá blómstrar ofbeldi. Þessi vítahringur er beinlínis tengdur þeirri stefnu sem við, sem hluti af Vesturlöndum, erum beinir og óbeinir þátttakendur í. Við þurfum að leggjast í raunverulega greiningu á þeim þáttum sem leiða til átaka og flóttamannastrauma og taka þá umræðu með heiðarleika og siðferðislegri ábyrgð. Nálgunin er því miður allt of yfirborðskennd. Hún lítur til hernaðar sem svör við óöryggi, en ekki til uppruna þess. Hún horfir fram hjá hlutverki okkar í að styðja við kerfi sem viðhalda misrétti og óstöðugleika. Og í því samhengi er skaðleg þögn um Palestínu ekki bara táknræn heldur er hún er birtingarmynd þeirrar hræðslu sem stjórnmálamenn okkar virðast hafa við að standa með réttlæti sem gerir okkur þá öll samsek í þjóðarmorði. Við þurfum utanríkisstefnu sem er byggð á siðferðilegum styrk, lýðræðislegu samtali og pólitískum heiðarleika. Ekki fleiri stýrða fundi. Ekki þessi skerandi þögn um þjóðarmorð. Ekki fleiri hersamninga sem enginn ræðir við þjóðina um. Þjóð sem kann að velja frið, þegar henni er treyst til þess. Höfundur hefur starfað fyrir Sameinuðu Þjóðirnar í 18 ár og er sérfræðingur í öryggis- og þróunarmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Helen Ólafsdóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ursula von der Leyen, stóð við hlið forsætisráðherra Íslands, Kristrúnar Frostadóttur, á blaðamannafundi á Keflavíkurflugvelli þann 17. júlí, hefði mátt ætla að þar færi viðburður sem markaði tímamót í samskiptum Íslands og Evrópusambandsins. En í stað þess að beina kastljósinu að fjölbreyttu og margþættu samstarfi Íslands við Evrópu, snerist fundurinn nær alfarið um varnarmál. „Þetta er mjög mikilvægt fyrir okkur til að sýna að við getum átt samstarf um mikilvæga innviði, borgaralega vernd og tvíþættar varnarfjárfestingar – og þetta nær einnig til net- og blendingsógna,“ sagði Kristrún Frostadóttir. Ursula von der Leyen bætti við: „Ísland gegnir lykilhlutverki í varnarstöðu NATO á Norður-Atlantshafi og í heimskautasvæðinu.“ Þessar yfirlýsingar segja allt sem segja þarf um áherslurnar á fundinum: öryggi, varnir, hernaðaruppbygging og tvínota fjárfestingar. Og þó að von der Leyen sé ekki fulltrúi NATO, heldur æðsti embættismaður framkvæmdastjórnar ESB, þá var tónninn hernaðarlegur frá upphafi til enda. Þetta minnti meira á heimsókn varnarmálaráðherra Bandaríkjanna en samtal um framtíðarsýn í Evrópusamstarfi. Hvar voru umræðurnar um viðskipti, mannréttindi og velferð? Það kom á óvart að ekki var minnst á viðskiptasamning Íslands við ESB, þann samning sem veitir okkur aðgang að innri markaði sambandsins, sameiginlegri reglugerðarumgjörð og flæði fólks, fjármagns og þjónustu. Ekkert var rætt um EES-samstarfið, framtíð þess, né áhrif þess á Ísland. Ekki orð um velferðarmál, stafræna umbreytingu, sjálfbærni, loftslagsmál, menntun eða matvælaöryggi. Fiskveiðisamningur milli Íslands og ESB var nefndur á blaðamannafundinum og þar kom fram vilji til áframhaldandi samstarfs á því sviði. En jafnvel sá þáttur fékk lítið vægi í samanburði við varnarmálin sem tóku yfir öll skilaboð fundarins. Sérstaklega vantaði umræðu um mannréttindi, lýðræði og réttarríki; þau gildi sem ESB hefur sett á oddinn í sinni stefnumótun, en virðast eiga sífellt erfiðara uppdráttar undir núverandi stjórn von der Leyen. Palestína og þögnin sem særði Það sem þó særði mig mest var þögnin um ástandið í Palestínu. Á meðan þjóðarmorð stendur yfir á Gaza, á meðan Sameinuðu Þjóðirnar lýsa yfir neyðarástandi, voru engin orð notuð, hvorki frá von der Leyen né frá íslenskum stjórnvöldum um mikilvægi friðar, réttlætis og alþjóðalaga. Að Ísland, sem hefur viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki, skuli ekki nýta þetta tækifæri til að hvetja ESB opinberlega til að beita sér af meiri festu voru siðferðisleg mistök. Ísland hefur í gegnum tíðina verið rödd réttlætis í alþjóðasviðinu, sérstaklega er varðar sjálfsákvörðunarrétt þjóða, en þá rödd var ekki að finna þennan dag í Keflavík. Stýrður fundur og lokuð spurningaumræða Til að bæta gráu ofan á svart þurftu blaðamenn að skila inn spurningum fyrir fram og opinn spurningatími ekki leyfður. Blaðamannafundurinn varð þannig meira að leikstýrðu leikhúsi en raunverulegri lýðræðislegri umræðu. Það er dapurlegt þegar fulltrúar lýðræðisríkja geta ekki treyst sér til að svara gagnrýnum spurningum fjölmiðla án þess að hafa skrifað svörin fyrir fram. Hver ræður utanríkisstefnunni á Íslandi? Maður spyr sig: Hver ræður för í íslenskri utanríkisstefnu? Ef marka má þennan fund, þá virðist það vera varnarmálasvið utanríkisráðuneytisins. Þar fer allt undir merki „öryggis“ og þar með hverfa mikilvæg mál um lýðræði, réttlæti og samfélagslega samstöðu út í skuggann. Ef Ísland ætlar að styrkja tengsl sín við Evrópu, þá verður það að gera það á sínum eigin forsendum. Með opnum augum, lýðræðislegum samtali og áherslu á þau gildi sem fólk í landinu stendur raunverulega fyrir ekki með því að troða okkur inn í hernaðarumræðu sem margir Íslendingar tengja ekki við og hafa ekki verið upplýstir um. Mér líður eins og ríkisstjórnin sé ekki að byggja utanríkisstefnu Íslands með þjóðinni, heldur sé verið að matreiða stefnu ofan í okkur. Stefna sem er mótuð í lokuðum herbergjum, án opins samtals og þátttöku almennings. Í staðinn fyrir að byggja á þeirri sjálfsmynd sem Ísland hefur haldið á lofti í áratugi sem herlaust ríki sem stendur fyrir friði, diplómasíu og mannréttindum virðist nú stefnt í að hernaðarsvæða utanríkisstefnuna og færa Ísland nær valdaöflum sem skilgreina sig fyrst og fremst í gegnum vopn og yfirburði, hvort sem það er í gegnum þátttöku okkar í NATO eða í varnarsamstarfi við Bandaríkin og ESB. SAFE-áætlun Evrópusambandsins, sem Ursula von der Leyen lagði mikla áherslu á blaðamannafundinum, er lýsandi dæmi: Hún snýst ekki bara um netöryggi og verndun innviða, sem er gott og vel, heldur setur sjóðurinn fyrst og fremst forgang á lán til vopnakaupa, þ.á.m. skotfæri, eldflaugar og dróna. Þetta er hernaðarleg enduruppbygging Evrópu á stórum skala og Ísland virðist dragast með – án lýðræðislegrar umræðu. Og það sem meira er: Við erum að missa sjónar á orsökunum Við lifum á tímum þar sem aldrei hafa fleiri stríð geisað samtímis frá seinni heimsstyrjöld, mörg hver með rætur í arfleifð nýlendustefnu, valdbeitingu stórvelda og stöðugu afskiptaleysi gagnvart efnahagslegu misrétti. Þegar fátækt, auðlindarányrkja og pólitísk kúgun elur af sér örvæntingu, þá blómstrar ofbeldi. Þessi vítahringur er beinlínis tengdur þeirri stefnu sem við, sem hluti af Vesturlöndum, erum beinir og óbeinir þátttakendur í. Við þurfum að leggjast í raunverulega greiningu á þeim þáttum sem leiða til átaka og flóttamannastrauma og taka þá umræðu með heiðarleika og siðferðislegri ábyrgð. Nálgunin er því miður allt of yfirborðskennd. Hún lítur til hernaðar sem svör við óöryggi, en ekki til uppruna þess. Hún horfir fram hjá hlutverki okkar í að styðja við kerfi sem viðhalda misrétti og óstöðugleika. Og í því samhengi er skaðleg þögn um Palestínu ekki bara táknræn heldur er hún er birtingarmynd þeirrar hræðslu sem stjórnmálamenn okkar virðast hafa við að standa með réttlæti sem gerir okkur þá öll samsek í þjóðarmorði. Við þurfum utanríkisstefnu sem er byggð á siðferðilegum styrk, lýðræðislegu samtali og pólitískum heiðarleika. Ekki fleiri stýrða fundi. Ekki þessi skerandi þögn um þjóðarmorð. Ekki fleiri hersamninga sem enginn ræðir við þjóðina um. Þjóð sem kann að velja frið, þegar henni er treyst til þess. Höfundur hefur starfað fyrir Sameinuðu Þjóðirnar í 18 ár og er sérfræðingur í öryggis- og þróunarmálum.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun