Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Magnús Jochum Pálsson skrifa 21. júlí 2025 08:38 Réttarefnafræðingurinn Adam Erik Bauer segir rannsóknarstofu Háskóla Íslands greina mikla aukningu í ketamínneyslu í fráveitu. Vísir/Vilhelm Neysla á ketamíni hefur aukist verulega á síðustu árum og síaukið magn mælist í fráveitu. Lögregla hefur lagt hald á yfir þrjúhundruðfalt meira magn af efninu það sem af er ári en allt árið 2022. Undanfarin fjögur ár hefur lögregla lagt hald á sífellt meira magn af fíkniefninu ketamíni. Árið 2022 voru það þrjú grömm en það var fyrsta árið sem lögregla lagði hald á efnið. Árið 2023 var lagt hald á rúm 4,8 kíló og tæp 5,4 kíló í fyrra. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs hefur lögregla lagt hald á rúmt eitt kíló af efninu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur götuvirði efnisins lækkað mjög á síðustu tveimur árum, sem gefur til kynna að neysla þess hafi aukist. Árið 2023 seldist eitt gramm af ketamíni á um þrjátíu þúsund krónur en það fæst nú fyrir um átján þúsund. Rannsóknarstofa í lyfja- og eiturefnafræði við Háskóla Íslands hefur einnig mælt aukningu á efninu. „Við höfum verið að skoða fráveituna og erum að mæla þá viku og viku í senn í hverjum mánuði. Það sem við erum að sjá síðustu misseri er að ketamín er að aukast í fráveitu,“ segir Adam Erik Bauer réttarefnafræðingur. Deyfandi, veldur ofskynjunum og raunveruleikarofi Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, segir í samtali við fréttastofu að starfsfólk hafi orðið vart við aukna neyslu á ketamíni. Fólk neyti efnisins oft með öðrum efnum en upp hafi komið tilfelli hjá meðferðarúrræðinu þar sem fólk glímir fyrst og fremst við ketamínfíkn. Algengast er að fólk neyti ketamíns með kókaíni eða með ópíóðum. Lyfið er deyfandi, veldur ofskynjunum og raunveruleikarofi. Lyfið er notað í læknisfræðilegum tilgangi, sérstaklega í bráðalækningum en hefur verið notað við meðhöndlun á geðsjúkdómum erlendis. Lyfið er nokkuð vinsælt til notkunar í andlegum tilgangi vegna ofskynjunaráhrifa. Ofneysla efnisins getur valdið líffæraskemmdum, sér í lagi á lifrinni og nýrum. „Það sem er líka áhugavert er að við erum með greiningartæki til þess að greina á milli: Er þetta lyfjaketamín, sem er að koma frá sjúkrahúsunum, eða er þetta götuketamín? Og við erum að sjá að þetta er götuketamín í aukningunni,“ segir Adam Erik Fíkn Lögreglumál Fíkniefnabrot Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Undanfarin fjögur ár hefur lögregla lagt hald á sífellt meira magn af fíkniefninu ketamíni. Árið 2022 voru það þrjú grömm en það var fyrsta árið sem lögregla lagði hald á efnið. Árið 2023 var lagt hald á rúm 4,8 kíló og tæp 5,4 kíló í fyrra. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs hefur lögregla lagt hald á rúmt eitt kíló af efninu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur götuvirði efnisins lækkað mjög á síðustu tveimur árum, sem gefur til kynna að neysla þess hafi aukist. Árið 2023 seldist eitt gramm af ketamíni á um þrjátíu þúsund krónur en það fæst nú fyrir um átján þúsund. Rannsóknarstofa í lyfja- og eiturefnafræði við Háskóla Íslands hefur einnig mælt aukningu á efninu. „Við höfum verið að skoða fráveituna og erum að mæla þá viku og viku í senn í hverjum mánuði. Það sem við erum að sjá síðustu misseri er að ketamín er að aukast í fráveitu,“ segir Adam Erik Bauer réttarefnafræðingur. Deyfandi, veldur ofskynjunum og raunveruleikarofi Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, segir í samtali við fréttastofu að starfsfólk hafi orðið vart við aukna neyslu á ketamíni. Fólk neyti efnisins oft með öðrum efnum en upp hafi komið tilfelli hjá meðferðarúrræðinu þar sem fólk glímir fyrst og fremst við ketamínfíkn. Algengast er að fólk neyti ketamíns með kókaíni eða með ópíóðum. Lyfið er deyfandi, veldur ofskynjunum og raunveruleikarofi. Lyfið er notað í læknisfræðilegum tilgangi, sérstaklega í bráðalækningum en hefur verið notað við meðhöndlun á geðsjúkdómum erlendis. Lyfið er nokkuð vinsælt til notkunar í andlegum tilgangi vegna ofskynjunaráhrifa. Ofneysla efnisins getur valdið líffæraskemmdum, sér í lagi á lifrinni og nýrum. „Það sem er líka áhugavert er að við erum með greiningartæki til þess að greina á milli: Er þetta lyfjaketamín, sem er að koma frá sjúkrahúsunum, eða er þetta götuketamín? Og við erum að sjá að þetta er götuketamín í aukningunni,“ segir Adam Erik
Fíkn Lögreglumál Fíkniefnabrot Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira